Atli Viðar: Stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð Anton Ingi Leifsson skrifar 2. október 2018 20:00 Atli Viðar Björnsson tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Atli Viðar er sáttur með ákvörðunina og er stoltur af ótrúlegum ferli sínum. „Ég held að þetta sé tímapunkturinn til þess að stoppa, allavega í þeirri mynd sem ég þekki,” sagði Atli Viðar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hvenær ákvað hann þetta? „Þetta var í haust að ég labbaði út úr Krikanum á laugardegi eftir æfingu að þá fann ég að þetta var rétt ákvörðun.” Er þetta í fyrsta sinn sem hann hugsar um að hætta? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef hugsað um þetta af alvöru. Ég hef áður hugsað um hvað væri rétt að gera en aldrei fyrr en núna að hætta og stoppa.” Árangur Atla Viðars er ótrúlegur. Hann skoraði rúmlega hundrað mörk fyrir FH í efstu deild, vann ófáa titlana og hann lítur stoltur til baka. „Ég á bara góðar minningar þegar ég horfi til baka. Það eru stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð. Það er ekkert annað en gleði þegar ég horfi til baka.” „Maður er í boltanum fyrir árangur. Titlarnir og allt sem þeim fylgdi. FH-félagsskapurinn er einstakur og mér og konunni hefur liðið vel frá fyrsta degi er við komum að norðan.” Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt í Krikanum en ef að hann þyrfti að velja eitt augnablik í FH-treyjunni, hvað myndi hann velja? „Mark sem ég skoraði á móti Keflavík 2008. Við urðum að vinna og þá gerði ég sigurmarkið á síðustu mínútunni. Ef ég á að nefna eitthvað eitt þá kemur þetta upp en það er endalaust,” en getur hann verið eitthvað annað en sáttur? „Ég er mjög sáttur. Mér líður vel með að þetta sé komið fram. Það eru nokkrar vikur síðan ég ákvað þetta en núna er ég búinn að hafa þann tíma til að sannfærast um að þeta sé rétt og mér líður vel með þetta.” Atli Viðar kom til FH 2001 og var því í félaginu í sautján ár. Hann segir að eitthvað hafi breyst en á endanum snúist þetta alltaf um það sama. „Umgjörðin og allt sem kemur að því hefur farið úr litlu sem engu í það sem það er í dag. FH sem félag hefur farið í gegnum ótrúlegar breytingar. Fótboltinn er taktískari en á endanum eru þetta bara fótbolti; tvö mörk og ellefu í hvoru liði," sagði þessi goðsögn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Atli Viðar Björnsson tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Atli Viðar er sáttur með ákvörðunina og er stoltur af ótrúlegum ferli sínum. „Ég held að þetta sé tímapunkturinn til þess að stoppa, allavega í þeirri mynd sem ég þekki,” sagði Atli Viðar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hvenær ákvað hann þetta? „Þetta var í haust að ég labbaði út úr Krikanum á laugardegi eftir æfingu að þá fann ég að þetta var rétt ákvörðun.” Er þetta í fyrsta sinn sem hann hugsar um að hætta? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef hugsað um þetta af alvöru. Ég hef áður hugsað um hvað væri rétt að gera en aldrei fyrr en núna að hætta og stoppa.” Árangur Atla Viðars er ótrúlegur. Hann skoraði rúmlega hundrað mörk fyrir FH í efstu deild, vann ófáa titlana og hann lítur stoltur til baka. „Ég á bara góðar minningar þegar ég horfi til baka. Það eru stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð. Það er ekkert annað en gleði þegar ég horfi til baka.” „Maður er í boltanum fyrir árangur. Titlarnir og allt sem þeim fylgdi. FH-félagsskapurinn er einstakur og mér og konunni hefur liðið vel frá fyrsta degi er við komum að norðan.” Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt í Krikanum en ef að hann þyrfti að velja eitt augnablik í FH-treyjunni, hvað myndi hann velja? „Mark sem ég skoraði á móti Keflavík 2008. Við urðum að vinna og þá gerði ég sigurmarkið á síðustu mínútunni. Ef ég á að nefna eitthvað eitt þá kemur þetta upp en það er endalaust,” en getur hann verið eitthvað annað en sáttur? „Ég er mjög sáttur. Mér líður vel með að þetta sé komið fram. Það eru nokkrar vikur síðan ég ákvað þetta en núna er ég búinn að hafa þann tíma til að sannfærast um að þeta sé rétt og mér líður vel með þetta.” Atli Viðar kom til FH 2001 og var því í félaginu í sautján ár. Hann segir að eitthvað hafi breyst en á endanum snúist þetta alltaf um það sama. „Umgjörðin og allt sem kemur að því hefur farið úr litlu sem engu í það sem það er í dag. FH sem félag hefur farið í gegnum ótrúlegar breytingar. Fótboltinn er taktískari en á endanum eru þetta bara fótbolti; tvö mörk og ellefu í hvoru liði," sagði þessi goðsögn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira