Strandaglópar Primera gramir eftir gjaldþrotið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2018 07:00 Margir áttu miða í eina af vélum Primera á milli Bretlandseyja og Norður-Ameríku en komast ekki leiðar sinnar vegna gjaldþrotsins. Fréttablaðið/Haraldur Fjölmargir sem áttu flugmiða á milli Bretlands og Norður-Ameríku með Primera Air hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum og í viðtölum við erlenda fjölmiðla vegna gjaldþrots flugfélagsins. Strandaglópar kvarta yfir skorti á upplýsingum fyrir og eftir að tilkynnt var um gjaldþrot á mánudaginn. Hin kanadíska Angela Dorau sagði við BBC að hún væri föst í París með eiginmanni sínum. Þau væru á ódýru vegahóteli að reyna að galdra fram pening fyrir farinu heim. Annar viðmælandi BBC, neminn Pavithra Priyadarshini, sagðist fyrst hafa frétt að flugi hennar til Lundúna hefði verið aflýst þegar hún kom á flugvöllinn. Töluverða reiði hefur einnig mátt greina á Twitter. Bretinn Larry Litzgerald kvartaði þar yfir því að hann hafi verið í röð inn í vélina þegar fluginu var aflýst og sagði einfaldlega „drepið mig“. Hin breska Lindsay Learns sagðist hafa lent í sömu stöðu en Nikki Luxford sagðist miður sín. Flugfélagið hefði eyðilagt draumafríið. Eigandi Primera Air og forstjóri er Andri Már Ingólfsson en flugfélagið er hins vegar skráð í Danmörku og með höfuðstöðvar þar. Danskir miðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga. DR fjallaði til að mynda um að fyrirtækið Flyhjælp, sem sérhæfir sig í að framfylgja bótakröfum farþega flugfélaga, hafi sýslað með kröfur rúmlega 4.000 farþega Primera Air sem muni líklega aldrei fá bæturnar. Ferðaskrifstofan Heimsferðir, systurfélag Primera Air, flytur þá farþega til Íslands sem Primera Air átti að flytja, hafi viðkomandi keypt miða sinn í gegnum ferðaskrifstofuna. Í samtali við Ríkisútvarpið sagði Tómas Gestsson framkvæmdastjóri að vel hafi tekist að leysa úr málum þeirra hundrað farþega sem þáðu boð ferðaskrifstofunnar. Fimmtíu komu til landsins frá Alicante í gær og jafnmargir frá Tenerife í dag. Hlutabréf í Arion banka lækkuðu um 5,76 prósent í gær. Má rekja lækkunina til þess að bankinn upplýsti að hann muni tapa allt að 1,8 milljörðum króna á falli Primera Air. Flugfélagið var þó ekki nafngreint í tilkynningu bankans. Hvorki náðist í Andra Má, forstjóra Primera Air, né Hrafn Þorgeirsson framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Fjölmargir sem áttu flugmiða á milli Bretlands og Norður-Ameríku með Primera Air hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum og í viðtölum við erlenda fjölmiðla vegna gjaldþrots flugfélagsins. Strandaglópar kvarta yfir skorti á upplýsingum fyrir og eftir að tilkynnt var um gjaldþrot á mánudaginn. Hin kanadíska Angela Dorau sagði við BBC að hún væri föst í París með eiginmanni sínum. Þau væru á ódýru vegahóteli að reyna að galdra fram pening fyrir farinu heim. Annar viðmælandi BBC, neminn Pavithra Priyadarshini, sagðist fyrst hafa frétt að flugi hennar til Lundúna hefði verið aflýst þegar hún kom á flugvöllinn. Töluverða reiði hefur einnig mátt greina á Twitter. Bretinn Larry Litzgerald kvartaði þar yfir því að hann hafi verið í röð inn í vélina þegar fluginu var aflýst og sagði einfaldlega „drepið mig“. Hin breska Lindsay Learns sagðist hafa lent í sömu stöðu en Nikki Luxford sagðist miður sín. Flugfélagið hefði eyðilagt draumafríið. Eigandi Primera Air og forstjóri er Andri Már Ingólfsson en flugfélagið er hins vegar skráð í Danmörku og með höfuðstöðvar þar. Danskir miðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga. DR fjallaði til að mynda um að fyrirtækið Flyhjælp, sem sérhæfir sig í að framfylgja bótakröfum farþega flugfélaga, hafi sýslað með kröfur rúmlega 4.000 farþega Primera Air sem muni líklega aldrei fá bæturnar. Ferðaskrifstofan Heimsferðir, systurfélag Primera Air, flytur þá farþega til Íslands sem Primera Air átti að flytja, hafi viðkomandi keypt miða sinn í gegnum ferðaskrifstofuna. Í samtali við Ríkisútvarpið sagði Tómas Gestsson framkvæmdastjóri að vel hafi tekist að leysa úr málum þeirra hundrað farþega sem þáðu boð ferðaskrifstofunnar. Fimmtíu komu til landsins frá Alicante í gær og jafnmargir frá Tenerife í dag. Hlutabréf í Arion banka lækkuðu um 5,76 prósent í gær. Má rekja lækkunina til þess að bankinn upplýsti að hann muni tapa allt að 1,8 milljörðum króna á falli Primera Air. Flugfélagið var þó ekki nafngreint í tilkynningu bankans. Hvorki náðist í Andra Má, forstjóra Primera Air, né Hrafn Þorgeirsson framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira