Fanginn sem mótaði líf sitt eftir Scarface handtekinn eftir fangelsisflótta á þyrlu Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2018 08:05 Félagar Faïd tóku þyrlukennara gíslingu og létu hann sækja Faïd. Vísir/EPA Lögreglan í Frakklandi hefur handsamað Rédoine Faïd sem braust út úr fangelsi í júlí síðastliðnum. Faïd naut aðstoðar við fangelsisflóttann en félagar hans sóttu hann á stolinni þyrlu.Hann var handtekinn norður af höfuðborginni París í fylgd með bróður sínum og tveimur mönnum. Faïd, sem er 46 ára, er yfirlýstur aðdáandi glæpakvikmynda en hann með því að horfa á þær segist hann hafa öðlast þekkingu til að framkvæma vel heppnuð rán. Hann var fyrst handtekinn árið 1998 fyrir vopnað rán. Flóttinn í júlí var í annað skiptið sem hann braust úr fangelsi. Þrír þungvopnaðir menn brutust inn í heimsóknarherbergi fangelsisins. Þeir festu Faïd við þyrlu sem var stjórnað af þyrlukennara sem hafði verið tekinn gíslingu. Faïd var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að skipuleggja vopnað rán þar sem lögreglukona var myrt árið 2010. Árið 2013 braust hann úr fangelsi nærri Lille með því að nota sprengiefni til að sprengja sig í gegnum fimm fangelsishurðir og nota fangaverði sem mennska skildi. Hann hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndin Scarface, þar sem Al Pacino lék Tony Montana eftirminnilega, hafi veitt honum mikinn innblástur og nánast verið biblían hans þegar kom að því að móta lífsstíl og glæpaferil.Árið 1997 skipulagði hann rán þar sem gengið hans réðst til atlögu á brynvarinn bíl, en gengið notaði hokkígrímur til að hylja andlit sín, líkt og gengið hans Robert de Niro í kvikmyndinni Heat frá árinu 1995.Hann sagðist hafa horft á þá mynd hundruð sinnum og sagði eitt sinn við leikstjóra hennar, Michael Mann, á kvikmyndahátíð í París að leikstjórinn væri tæknilegur ráðgjafi hans. Faïd varð ansi þekktur í Frakklandi eftir að gefin var út bók sem fjallaði um hvernig hann fór frá því að vera harkari á götum Parísar yfir í að verða einn harðsvíraðasti glæpamaður landsins. Það varð til þess að lögreglan gaf honum viðurnefnið “L'Écrivain” eða „rithöfundurinn“. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Lögreglan í Frakklandi hefur handsamað Rédoine Faïd sem braust út úr fangelsi í júlí síðastliðnum. Faïd naut aðstoðar við fangelsisflóttann en félagar hans sóttu hann á stolinni þyrlu.Hann var handtekinn norður af höfuðborginni París í fylgd með bróður sínum og tveimur mönnum. Faïd, sem er 46 ára, er yfirlýstur aðdáandi glæpakvikmynda en hann með því að horfa á þær segist hann hafa öðlast þekkingu til að framkvæma vel heppnuð rán. Hann var fyrst handtekinn árið 1998 fyrir vopnað rán. Flóttinn í júlí var í annað skiptið sem hann braust úr fangelsi. Þrír þungvopnaðir menn brutust inn í heimsóknarherbergi fangelsisins. Þeir festu Faïd við þyrlu sem var stjórnað af þyrlukennara sem hafði verið tekinn gíslingu. Faïd var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að skipuleggja vopnað rán þar sem lögreglukona var myrt árið 2010. Árið 2013 braust hann úr fangelsi nærri Lille með því að nota sprengiefni til að sprengja sig í gegnum fimm fangelsishurðir og nota fangaverði sem mennska skildi. Hann hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndin Scarface, þar sem Al Pacino lék Tony Montana eftirminnilega, hafi veitt honum mikinn innblástur og nánast verið biblían hans þegar kom að því að móta lífsstíl og glæpaferil.Árið 1997 skipulagði hann rán þar sem gengið hans réðst til atlögu á brynvarinn bíl, en gengið notaði hokkígrímur til að hylja andlit sín, líkt og gengið hans Robert de Niro í kvikmyndinni Heat frá árinu 1995.Hann sagðist hafa horft á þá mynd hundruð sinnum og sagði eitt sinn við leikstjóra hennar, Michael Mann, á kvikmyndahátíð í París að leikstjórinn væri tæknilegur ráðgjafi hans. Faïd varð ansi þekktur í Frakklandi eftir að gefin var út bók sem fjallaði um hvernig hann fór frá því að vera harkari á götum Parísar yfir í að verða einn harðsvíraðasti glæpamaður landsins. Það varð til þess að lögreglan gaf honum viðurnefnið “L'Écrivain” eða „rithöfundurinn“.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira