Fjallafálur ferjaðar yfir Breiðá Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2018 08:00 Fjárhópurinn er dreginn í slumpum yfir Breiðá á heimasmíðuðum pramma, sem nokkrar tómar olíutunnur halda á floti. Hér er fyrsta skammtinum hleypt um borð. Benni og Lóa ætla yfir í kláfnum að hjálpa til þar. Fréttablaðið/Gun Hópur vaskra manna og kvenna fór í árlega smölun í BreiðamerkuHópur vaskra manna og kvenna fór í árlega smölun í Breiðamerkurfjall á Suðausturlandi fyrir skemmstu. Nokkrir bændur í Öræfum eiga þar fé í sumarhögum og vinir og vandamenn koma, jafnvel um langan veg, og aðstoða þá við að ná því til byggða á haustin, bæði af hjálpsemi og ævintýraþrá. Breiðamerkurfjall er mikið um sig, víða bratt og klettótt og ekki auðvelt yfirferðar. Féð sem þar gengur kann því misvel að verða fyrir ónæði í friðsælli náttúrunni. Sumar ærnar beita öllum brögðum til að hrista smalana af sér og miklir eltingaleikir eiga sér stað um gilskorninga, klungur og snasir. Einn þaulvanur göngugarpur sem oft hefur smalað Fjallið lýsti því að fimmtán kindur, flestar mórauðar, hefðu raðað sér á hamrasyllu og híað á hann þegar hann varð frá að hverfa, því annars hefði hann stofnað lífi þeirra allra í hættu. En þær mórauðu voru ekki lengi í paradís því hann og fleira frískleikafólk fór strax daginn eftir og sigraði þær og fleiri sem stungið höfðu af. Flest féð náðist þó í rétt fyrri daginn eftir níu tíma göngu en ævintýrið var ekki búið þó að þangað væri komið því eftir var að draga það á pramma með handafli yfir Breiðá í allnokkrum ferðum. Kláfur sem gengur fyrir sama afli er notaður til fólksflutninga yfir ána. Breiðamerkurfjall (774 m) var umlukið jökli á alla vegu í hátt í tvær og hálfa öld, frá því um 1700 þar til árið 1946 að jökulhaftið rofnaði við fjallið sunnanvert. Á síðustu árum fara skriðjöklarnir umhverfis það hraðminnkandi eins og annars staðar og eyri framan við það fer því sístækkandi. Austan við eyrina er víðáttumikið Breiðárlón og úr því fellur Breiðá vestur í Fjallsárlón. Við Breiðamerkurfjall eru söguslóðir því samkvæmt Njálu bjó Kári Sölmundarson á bænum Breiðumörk, eftir að hafa hefnt brennumanna, brotið skip sitt við Ingólfshöfða, sæst við Flosa á Svínafelli og gengið í hjónaband með Hildigunni bróðurdóttur hans.Einn þaulvanur göngugarpur sem oft hefur smalað Fjallið lýsti því að fimmtán kindur, flestar mórauðar, hefðu raðað sér á hamrasyllu og híað á hann þegar hann varð frá að hverfa, því annars hefði hann stofnað lífi þeirra allra í hættu. En þær mórauðu voru ekki lengi í paradís því hann og fleira frískleikafólk fór strax daginn eftir og sigraði þær og fleiri sem stungið höfðu af. Flest féð náðist þó í rétt fyrri daginn eftir níu tíma göngu en ævintýrið var ekki búið þó að þangað væri komið því eftir var að draga það á pramma með handafli yfir Breiðá í allnokkrum ferðum. Kláfur sem gengur fyrir sama afli er notaður til fólksflutninga yfir ána.Einar Ingimundarson, Ingvar Kristinsson, Sólveig Guðlaugsdóttir, Gunnar Sigurjónsson og Jón Ragnarsson.Breiðamerkurfjall (774 m) var umlukið jökli á alla vegu í hátt í tvær og hálfa öld, frá því um 1700 þar til árið 1946 að jökulhaftið rofnaði við fjallið sunnanvert. Á síðustu árum fara skriðjöklarnir umhverfis það hraðminnkandi eins og annars staðar og eyri framan við það fer því sístækkandi. Austan við eyrina er víðáttumikið Breiðárlón og úr því fellur Breiðá vestur í Fjallsárlón. Við Breiðamerkurfjall eru söguslóðir því samkvæmt Njálu bjó Kári Sölmundarson á bænum Breiðumörk, eftir að hafa hefnt brennumanna, brotið skip sitt við Ingólfshöfða, sæst við Flosa á Svínafelli og gengið í hjónaband með Hildigunni bróðurdóttur hans.Fyrsti farmur hefur verið dreginn yfir mesta strauminn og búið að gera allt klárt á suðurbakkanum..Fjallafálurnar sætta sig við orðinn hlut og renna hinar prúðustu upp ölduna og á kerru eiganda síns..Fjallkóngurinn Gunnar Sigurjónsson horfir yfir lagðprúðan hópinn og saknar þess að sjá ekki fleiri mórauðar..Heimtur kannaðar. Bjarni Jakobsson, Hólmfríður Guðlaugsdóttir, Arnar Bjarnason, Harpa Magnúsdóttir og Gunnar Bjarnason..Féð má vera ánægt að komast yfir þurrum fótum, í stað þess að þurfa að leggjast til sunds yfir ískaldan elginn..Móttökunefndin er viðbúin á suðurbakkanum. Yngstur er Sæmundur Jaki sem situr í fangi föður síns fjærst á mynd.. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Hópur vaskra manna og kvenna fór í árlega smölun í BreiðamerkuHópur vaskra manna og kvenna fór í árlega smölun í Breiðamerkurfjall á Suðausturlandi fyrir skemmstu. Nokkrir bændur í Öræfum eiga þar fé í sumarhögum og vinir og vandamenn koma, jafnvel um langan veg, og aðstoða þá við að ná því til byggða á haustin, bæði af hjálpsemi og ævintýraþrá. Breiðamerkurfjall er mikið um sig, víða bratt og klettótt og ekki auðvelt yfirferðar. Féð sem þar gengur kann því misvel að verða fyrir ónæði í friðsælli náttúrunni. Sumar ærnar beita öllum brögðum til að hrista smalana af sér og miklir eltingaleikir eiga sér stað um gilskorninga, klungur og snasir. Einn þaulvanur göngugarpur sem oft hefur smalað Fjallið lýsti því að fimmtán kindur, flestar mórauðar, hefðu raðað sér á hamrasyllu og híað á hann þegar hann varð frá að hverfa, því annars hefði hann stofnað lífi þeirra allra í hættu. En þær mórauðu voru ekki lengi í paradís því hann og fleira frískleikafólk fór strax daginn eftir og sigraði þær og fleiri sem stungið höfðu af. Flest féð náðist þó í rétt fyrri daginn eftir níu tíma göngu en ævintýrið var ekki búið þó að þangað væri komið því eftir var að draga það á pramma með handafli yfir Breiðá í allnokkrum ferðum. Kláfur sem gengur fyrir sama afli er notaður til fólksflutninga yfir ána. Breiðamerkurfjall (774 m) var umlukið jökli á alla vegu í hátt í tvær og hálfa öld, frá því um 1700 þar til árið 1946 að jökulhaftið rofnaði við fjallið sunnanvert. Á síðustu árum fara skriðjöklarnir umhverfis það hraðminnkandi eins og annars staðar og eyri framan við það fer því sístækkandi. Austan við eyrina er víðáttumikið Breiðárlón og úr því fellur Breiðá vestur í Fjallsárlón. Við Breiðamerkurfjall eru söguslóðir því samkvæmt Njálu bjó Kári Sölmundarson á bænum Breiðumörk, eftir að hafa hefnt brennumanna, brotið skip sitt við Ingólfshöfða, sæst við Flosa á Svínafelli og gengið í hjónaband með Hildigunni bróðurdóttur hans.Einn þaulvanur göngugarpur sem oft hefur smalað Fjallið lýsti því að fimmtán kindur, flestar mórauðar, hefðu raðað sér á hamrasyllu og híað á hann þegar hann varð frá að hverfa, því annars hefði hann stofnað lífi þeirra allra í hættu. En þær mórauðu voru ekki lengi í paradís því hann og fleira frískleikafólk fór strax daginn eftir og sigraði þær og fleiri sem stungið höfðu af. Flest féð náðist þó í rétt fyrri daginn eftir níu tíma göngu en ævintýrið var ekki búið þó að þangað væri komið því eftir var að draga það á pramma með handafli yfir Breiðá í allnokkrum ferðum. Kláfur sem gengur fyrir sama afli er notaður til fólksflutninga yfir ána.Einar Ingimundarson, Ingvar Kristinsson, Sólveig Guðlaugsdóttir, Gunnar Sigurjónsson og Jón Ragnarsson.Breiðamerkurfjall (774 m) var umlukið jökli á alla vegu í hátt í tvær og hálfa öld, frá því um 1700 þar til árið 1946 að jökulhaftið rofnaði við fjallið sunnanvert. Á síðustu árum fara skriðjöklarnir umhverfis það hraðminnkandi eins og annars staðar og eyri framan við það fer því sístækkandi. Austan við eyrina er víðáttumikið Breiðárlón og úr því fellur Breiðá vestur í Fjallsárlón. Við Breiðamerkurfjall eru söguslóðir því samkvæmt Njálu bjó Kári Sölmundarson á bænum Breiðumörk, eftir að hafa hefnt brennumanna, brotið skip sitt við Ingólfshöfða, sæst við Flosa á Svínafelli og gengið í hjónaband með Hildigunni bróðurdóttur hans.Fyrsti farmur hefur verið dreginn yfir mesta strauminn og búið að gera allt klárt á suðurbakkanum..Fjallafálurnar sætta sig við orðinn hlut og renna hinar prúðustu upp ölduna og á kerru eiganda síns..Fjallkóngurinn Gunnar Sigurjónsson horfir yfir lagðprúðan hópinn og saknar þess að sjá ekki fleiri mórauðar..Heimtur kannaðar. Bjarni Jakobsson, Hólmfríður Guðlaugsdóttir, Arnar Bjarnason, Harpa Magnúsdóttir og Gunnar Bjarnason..Féð má vera ánægt að komast yfir þurrum fótum, í stað þess að þurfa að leggjast til sunds yfir ískaldan elginn..Móttökunefndin er viðbúin á suðurbakkanum. Yngstur er Sæmundur Jaki sem situr í fangi föður síns fjærst á mynd..
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira