Handbolti

Bjarki Már markahæstur á vellinum í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már var öflugur í horninu í kvöld.
Bjarki Már var öflugur í horninu í kvöld. vísir/getty
Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins er Füchse Berlín vann átta marka sigur, 36-28, á BBM Bietigheim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Füchse Berlín var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13, en setti í fluggírinn í síðari hállfeik og keyrði yfir heimamenn. Munurinn að endingu átta mörk.

Bjarki Már var frábær og skoraði sjö mörk í liði gestanna frá Berlín. Hann var markahæstur en Füchse er í sjötta sæti deildarinnnar.

Alexander Petersson skoraði fimm mörk er Rhein-Neckar Löwen vann sex marka sigur á Gummersbach, 30-24, en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað.

Löwen var fjórum mörkum undir í hálfleik, 10-14, en skellti í lás í síðari hálfleik. Löwen er í þriðja sæti deildarinnar með þrettán stig.

Arnór Þór Gunnarsson komst ekki á blað er Bergrischer vann góðan útisigur á Wetzlar, 27-25, en nýliðarnir í Bergrischer eru í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×