Nike hefur „miklar áhyggjur“ vegna ásakana á hendur Ronaldo Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2018 21:01 Cristiano Ronaldo hefur neitað ásökununum. Vísir/Getty Bandaríski íþróttavörurisinn Nike hefur „miklar áhyggjur“ af þeim „truflandi ásökunum“ sem hafa verið bornar á portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo. Hann hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas sumarið 2009. Þetta kemur fram í svari Nike við fyrirspurn AP fréttastofunnar. Nike kveðst fylgjast grannt með framvindu mála. Mayorga hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo og farið fram á skaðabætur. Segir hún að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi þiggja fé fyrir að ræða ekki um atburði kvöldsins sé ógilt. Lögregla í Las Vegas staðfesti á þriðjudag að rannsókn á málinu hafi verið tekin upp að nýju.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“Hinn 33 ára Ronaldo, sem hefur verið á mála hjá Nike frá árinu 2003 og verið áberandi í auglýsingaherferðum fyrirtækisins, hefur hafnað ásökunum Mayorga. Samningur Ronaldo og Nike ku vera í kringum eins milljarðs Bandaríkjadala virði. Félagslið hans, Juventus frá Torínó á Ítalíu, lýsti fyrr í dag yfir stuðningi við leikmanninn. Segir félagið að Ronaldo hafi á síðustu mánuðum sýnt fram á mikla fagmennsku og að hann sé mikils metinn hjá félaginu..@Cristiano Ronaldo has shown in recent months his great professionalism and dedication, which is appreciated by everyone at Juventus. 1/1— JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Ennfremur segir að meintir atburðir, sem eiga að hafa gerst fyrir tíu árum síðan, breyti ekki þeirri skoðun. Allir þeir sem hafi komist í kynni við „þennan mikla meistara“ séu á sama máli. Ronaldo gekk til liðs við Juventus frá Real Madríd í sumar.The events allegedly dating back to almost 10 years ago do not change this opinion, which is shared by anyone who has come into contact with this great champion. 2/2— JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Fyrr í dag var greint frá því að Ronaldo hafi ekki verið valinn í landsliðshóp Portúgals vegna komandi leikja gegn Póllandi og Skotlandi. MeToo Tengdar fréttir Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15 Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Ronaldo ítrekaði sakleysi sitt á Twitter Cristiano Ronaldo hefur hingað til ekkert tjáð sig um nauðgunarásakanir í sinn garð en rauf þögnina í dag. 3. október 2018 15:37 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira
Bandaríski íþróttavörurisinn Nike hefur „miklar áhyggjur“ af þeim „truflandi ásökunum“ sem hafa verið bornar á portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo. Hann hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas sumarið 2009. Þetta kemur fram í svari Nike við fyrirspurn AP fréttastofunnar. Nike kveðst fylgjast grannt með framvindu mála. Mayorga hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo og farið fram á skaðabætur. Segir hún að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi þiggja fé fyrir að ræða ekki um atburði kvöldsins sé ógilt. Lögregla í Las Vegas staðfesti á þriðjudag að rannsókn á málinu hafi verið tekin upp að nýju.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“Hinn 33 ára Ronaldo, sem hefur verið á mála hjá Nike frá árinu 2003 og verið áberandi í auglýsingaherferðum fyrirtækisins, hefur hafnað ásökunum Mayorga. Samningur Ronaldo og Nike ku vera í kringum eins milljarðs Bandaríkjadala virði. Félagslið hans, Juventus frá Torínó á Ítalíu, lýsti fyrr í dag yfir stuðningi við leikmanninn. Segir félagið að Ronaldo hafi á síðustu mánuðum sýnt fram á mikla fagmennsku og að hann sé mikils metinn hjá félaginu..@Cristiano Ronaldo has shown in recent months his great professionalism and dedication, which is appreciated by everyone at Juventus. 1/1— JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Ennfremur segir að meintir atburðir, sem eiga að hafa gerst fyrir tíu árum síðan, breyti ekki þeirri skoðun. Allir þeir sem hafi komist í kynni við „þennan mikla meistara“ séu á sama máli. Ronaldo gekk til liðs við Juventus frá Real Madríd í sumar.The events allegedly dating back to almost 10 years ago do not change this opinion, which is shared by anyone who has come into contact with this great champion. 2/2— JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Fyrr í dag var greint frá því að Ronaldo hafi ekki verið valinn í landsliðshóp Portúgals vegna komandi leikja gegn Póllandi og Skotlandi.
MeToo Tengdar fréttir Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15 Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Ronaldo ítrekaði sakleysi sitt á Twitter Cristiano Ronaldo hefur hingað til ekkert tjáð sig um nauðgunarásakanir í sinn garð en rauf þögnina í dag. 3. október 2018 15:37 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira
Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15
Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00
Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54
Ronaldo ítrekaði sakleysi sitt á Twitter Cristiano Ronaldo hefur hingað til ekkert tjáð sig um nauðgunarásakanir í sinn garð en rauf þögnina í dag. 3. október 2018 15:37