Vonast eftir kraftaverki til að geta áfram keyrt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. október 2018 07:00 Ferðaþjónusta fatlaðra verður áfram þjónustuð en gjaldþrot gæti þýtt smávægilegt rask. Mynd úr safni. Fréttablaðið/Anton Brink „Þeir eru að keyra áfram og ég held að þetta komi ekki til með að trufla neitt stórkostlega aksturinn hjá okkur. Það er ákveðin varaáætlun sem við erum að skoða ef til kemur,“ segir Erlendur Pálsson, sviðstjóri akstursþjónustu Strætó. Á miðvikudag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur gjaldþrotabeiðni Tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda akstursfyrirtækisins Prime Tours ehf. Fyrirtækið er einn af undirverktökum Strætó og sinnir meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins á þriðjudag. Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, segir að beiðnin hafi verið tekin fyrir en beðið sé eftir að skipaður verði skiptastjóri sem ákveða muni örlög félagsins. Áfram verði þó ekið, þar sem starfsfólk hafi einhent sér í að halda áfram að vinna. „Starfsfólkið ákvað upp á sitt eindæmi að ef ég myndi skaffa olíu og tæki þá myndi það vinna eins lengi og mögulegt er við að þjónusta ferðaþjónustu fatlaðra. Nú skilst mér að beðið sé eftir að skipa skiptastjóra sem mun ákveða hvort þetta verði rekið áfram eða hann loki þessu.“ Hjörleifur segir reksturinn í dag mjög góðan en glíman við skuldavandann, sem rekja megi til fyrrverandi framkvæmdastjóra, hafi reynst þeim um megn. „Fyrirtækið í dag er rekið með góðum hagnaði, við erum að þjónusta túrista líka samhliða þessu, það hefur verið drifkrafturinn í þessu. Maður vonast bara eftir kraftaverki. Það er skelfilegt að vera í þessari aðstöðu að bregðast starfsfólkinu,“ segir Hjörleifur og bætir við að það sé í raun sorglegt hversu lítið þurfti í stóra samhenginu til að halda rekstrinum áfram. 50 milljónir til að gera upp við kröfuhafa, halda áfram og vinna úr restinni á einu ári. „En það virðist enginn áhugi hjá fjárfestum að fjárfesta í ferðaþjónustu fatlaðra.“ Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, tekur undir með Erlendi að fyrirtækið sé tilbúið fyrir gjaldþrot Prime Tours, og að fylgst verði með þróun mála hjá þeim. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Þeir eru að keyra áfram og ég held að þetta komi ekki til með að trufla neitt stórkostlega aksturinn hjá okkur. Það er ákveðin varaáætlun sem við erum að skoða ef til kemur,“ segir Erlendur Pálsson, sviðstjóri akstursþjónustu Strætó. Á miðvikudag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur gjaldþrotabeiðni Tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda akstursfyrirtækisins Prime Tours ehf. Fyrirtækið er einn af undirverktökum Strætó og sinnir meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins á þriðjudag. Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, segir að beiðnin hafi verið tekin fyrir en beðið sé eftir að skipaður verði skiptastjóri sem ákveða muni örlög félagsins. Áfram verði þó ekið, þar sem starfsfólk hafi einhent sér í að halda áfram að vinna. „Starfsfólkið ákvað upp á sitt eindæmi að ef ég myndi skaffa olíu og tæki þá myndi það vinna eins lengi og mögulegt er við að þjónusta ferðaþjónustu fatlaðra. Nú skilst mér að beðið sé eftir að skipa skiptastjóra sem mun ákveða hvort þetta verði rekið áfram eða hann loki þessu.“ Hjörleifur segir reksturinn í dag mjög góðan en glíman við skuldavandann, sem rekja megi til fyrrverandi framkvæmdastjóra, hafi reynst þeim um megn. „Fyrirtækið í dag er rekið með góðum hagnaði, við erum að þjónusta túrista líka samhliða þessu, það hefur verið drifkrafturinn í þessu. Maður vonast bara eftir kraftaverki. Það er skelfilegt að vera í þessari aðstöðu að bregðast starfsfólkinu,“ segir Hjörleifur og bætir við að það sé í raun sorglegt hversu lítið þurfti í stóra samhenginu til að halda rekstrinum áfram. 50 milljónir til að gera upp við kröfuhafa, halda áfram og vinna úr restinni á einu ári. „En það virðist enginn áhugi hjá fjárfestum að fjárfesta í ferðaþjónustu fatlaðra.“ Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, tekur undir með Erlendi að fyrirtækið sé tilbúið fyrir gjaldþrot Prime Tours, og að fylgst verði með þróun mála hjá þeim.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira