Stefnuvottarnir koma alltaf um kvöldmatarleytið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2018 11:00 Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir vita loksins hvað þau skulda og ætla að selja húsið við Elliðavatn sem þau segja að gæti eins hafa verið byggt á indíánagrafreit. Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. Draumur þeirra að byggja fallegt hús við Elliðavatn í Kópavogi varð að martröð við fall bankanna í október 2008. Björn og Halla voru á meðal þeirra sem sögðu sögu sína í heimildarmyndinni Nýja Ísland sem sýnd var á Stöð 2 í vikunni. Lóa Pind Aldísardóttir tók púlsinn á Íslendingum af ólíkum kynslóðum, ólíkum stéttum og á ólíkum stöð tíu árum eftir fall bankanna. Björn og Halla lýsa því í þættinum hvernig allt helltist yfir þau skömmu eftir hrunið. Meðal annars hvernig fimmtán milljóna króna framkvæmdalán hjá Arion banka breyttist í 40 milljóna króna lán, eða 25 milljóna króna lán, eftir því hvern þú spyrð.Fékk taugaáfall Björn lýsir því hvernig hann hafi misst vinnuna tveimur árum síðar. Hann hafi fengið taugaáfall og á tímabili hafi lítil verk eins og að opna tölvuna valdið honum erfiðleikum. „Öll þessi óvissa, allir þessir póstar, þessar sendingar, þessir stefnuvottar,“ segir Björn. „Þessi stefnuvottar. Stefnuvotturinn, alltaf á kvöldmatartíma,“ segir Halla Sigrún. Þau minnast þess hvernig þau hafi búið í húsinu fyrst um sinn, með börn sín tvö sem þá voru mjög ung. Þau sváfu í einu svefnherbergi í óeinangruðu og ómáluðu húsi. Fötur og skálar út um allt því húsið míglak. Halla Sigrún segist sjá mjög eftir því að hafa lagst í framkvæmdir. Hún dreymi um að geta selt húsið og keypt sér eitthvað minna. Það var einmitt það sem varð til þess að þau fengu ekki greiðsluaðlögun. Húsið þótti ekki hóflegt.Hóflegt eða óhóflegt hús? „Ekki stærðarlega kannski. En allt sem er hérna inni er keypt af vinum og vandamönnum,“ segir Björn. Notaðir hlutir af Facebook og Bland. Þau væru löngu búin að selja en erfitt hefur verið að átta sig á skuldastöðu þeirra vegna stappsins við Arion banka. Björn lýsir því hvernig upphæðin sem þau skulduðu bankanum hafi breyst reglulega. „Það er eins og þau ýti á takka og þá kemur einhver tala,“ segir Björn. „Við gætum ákveðið að selja en meðan við vitum ekki hver staðan er, hvað við skuldum meikar ekki sens að gera það.“Ætla að selja húsnæðið Þau hefðu ekki hugmynd um hvort þau gætu átt fyrir innborgun í aðra minni íbúð. Þangað til nýlega. Nú tíu árum eftir hrun er loksins komin niðurstaða í skuldastöðu þeirra við Arion banka. Þau hafa samið við bankann um skuldastöðu og munaði þar um Hæstaréttardóm frá því í mars sem hafði fordæmisgildi fyrir baráttu þeirra við bankann. Þau stefna ótrauð á að selja húsnæði sitt við Elliðavatn og kaupa sér smærri íbúð. Reyna að lifa lífinu aðeins eftir tíu ár í skuldasúpunni.„Við erumótrúlega þakklát og glöð að við séum að komast tiltölulega ósködduð frá þessu.“Saga Björns og Höllu er meðal þeirra sem fjallað var um í fyrri hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan. Hrunið Tíu ár frá hruni Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. Draumur þeirra að byggja fallegt hús við Elliðavatn í Kópavogi varð að martröð við fall bankanna í október 2008. Björn og Halla voru á meðal þeirra sem sögðu sögu sína í heimildarmyndinni Nýja Ísland sem sýnd var á Stöð 2 í vikunni. Lóa Pind Aldísardóttir tók púlsinn á Íslendingum af ólíkum kynslóðum, ólíkum stéttum og á ólíkum stöð tíu árum eftir fall bankanna. Björn og Halla lýsa því í þættinum hvernig allt helltist yfir þau skömmu eftir hrunið. Meðal annars hvernig fimmtán milljóna króna framkvæmdalán hjá Arion banka breyttist í 40 milljóna króna lán, eða 25 milljóna króna lán, eftir því hvern þú spyrð.Fékk taugaáfall Björn lýsir því hvernig hann hafi misst vinnuna tveimur árum síðar. Hann hafi fengið taugaáfall og á tímabili hafi lítil verk eins og að opna tölvuna valdið honum erfiðleikum. „Öll þessi óvissa, allir þessir póstar, þessar sendingar, þessir stefnuvottar,“ segir Björn. „Þessi stefnuvottar. Stefnuvotturinn, alltaf á kvöldmatartíma,“ segir Halla Sigrún. Þau minnast þess hvernig þau hafi búið í húsinu fyrst um sinn, með börn sín tvö sem þá voru mjög ung. Þau sváfu í einu svefnherbergi í óeinangruðu og ómáluðu húsi. Fötur og skálar út um allt því húsið míglak. Halla Sigrún segist sjá mjög eftir því að hafa lagst í framkvæmdir. Hún dreymi um að geta selt húsið og keypt sér eitthvað minna. Það var einmitt það sem varð til þess að þau fengu ekki greiðsluaðlögun. Húsið þótti ekki hóflegt.Hóflegt eða óhóflegt hús? „Ekki stærðarlega kannski. En allt sem er hérna inni er keypt af vinum og vandamönnum,“ segir Björn. Notaðir hlutir af Facebook og Bland. Þau væru löngu búin að selja en erfitt hefur verið að átta sig á skuldastöðu þeirra vegna stappsins við Arion banka. Björn lýsir því hvernig upphæðin sem þau skulduðu bankanum hafi breyst reglulega. „Það er eins og þau ýti á takka og þá kemur einhver tala,“ segir Björn. „Við gætum ákveðið að selja en meðan við vitum ekki hver staðan er, hvað við skuldum meikar ekki sens að gera það.“Ætla að selja húsnæðið Þau hefðu ekki hugmynd um hvort þau gætu átt fyrir innborgun í aðra minni íbúð. Þangað til nýlega. Nú tíu árum eftir hrun er loksins komin niðurstaða í skuldastöðu þeirra við Arion banka. Þau hafa samið við bankann um skuldastöðu og munaði þar um Hæstaréttardóm frá því í mars sem hafði fordæmisgildi fyrir baráttu þeirra við bankann. Þau stefna ótrauð á að selja húsnæði sitt við Elliðavatn og kaupa sér smærri íbúð. Reyna að lifa lífinu aðeins eftir tíu ár í skuldasúpunni.„Við erumótrúlega þakklát og glöð að við séum að komast tiltölulega ósködduð frá þessu.“Saga Björns og Höllu er meðal þeirra sem fjallað var um í fyrri hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan.
Hrunið Tíu ár frá hruni Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent