Sagt upp hjá borginni áður en hann byrjaði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. október 2018 07:15 Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Reykjavíkurborg ráðninguna til baka skömmu eftir að hún var tilkynnt og var skrifstofustjóranum því sagt upp áður en hann tók til starfa. vísir/vilhelm Þann 1. júní síðastliðinn sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu og birti á vef sínum frétt um að Brynjar Stefánsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Orku náttúrunnar, hefði verið ráðinn skrifstofustjóri yfir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Brynjar náði þó aldrei að hefja störf og fréttina af ráðningu hans er nú hvergi að finna á vef borgarinnar. Hún lifir þó enn á þeim vefmiðlum sem birtu hana á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Reykjavíkurborg ráðninguna til baka skömmu eftir að hún var tilkynnt og var skrifstofustjóranum því sagt upp áður en hann tók til starfa. Brynjar vill ekki tjá sig um málið né staðfesta heimildir Fréttablaðsins um að hann hyggist leita réttar síns gagnvart borginni vegna málsins. Engar upplýsingar fást í raun um ástæður uppsagnarinnar. „Það er rétt að Brynjar var ráðinn til starfa eins og fram kom í tilkynningunni sem þú vísar til. Hann kom hins vegar ekki til starfa hjá Reykjavíkurborg og ekki unnt að greina nánar frá ástæðum þess,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari um hin dularfullu starfslok. Inni á vef borgarinnar er Óli Jón Hertervig nú titlaður skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar en hann hefur starfað sem deildarstjóri eignaumsýslu á skrifstofunni og var einn umsækjenda um stöðu skrifstofustjóra í vor. Stefán segir að Óla Jóni hafi verið falið að gegna starfinu tímabundið þar til ráðið verði í það á ný. „Starfið verður auglýst á ný síðar í haust að öllu óbreyttu,“ segir Stefán og verst allra frekari frétta af málinu og ástæðum þess að ráðning Brynjars var dregin til baka. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Þann 1. júní síðastliðinn sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu og birti á vef sínum frétt um að Brynjar Stefánsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Orku náttúrunnar, hefði verið ráðinn skrifstofustjóri yfir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Brynjar náði þó aldrei að hefja störf og fréttina af ráðningu hans er nú hvergi að finna á vef borgarinnar. Hún lifir þó enn á þeim vefmiðlum sem birtu hana á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Reykjavíkurborg ráðninguna til baka skömmu eftir að hún var tilkynnt og var skrifstofustjóranum því sagt upp áður en hann tók til starfa. Brynjar vill ekki tjá sig um málið né staðfesta heimildir Fréttablaðsins um að hann hyggist leita réttar síns gagnvart borginni vegna málsins. Engar upplýsingar fást í raun um ástæður uppsagnarinnar. „Það er rétt að Brynjar var ráðinn til starfa eins og fram kom í tilkynningunni sem þú vísar til. Hann kom hins vegar ekki til starfa hjá Reykjavíkurborg og ekki unnt að greina nánar frá ástæðum þess,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari um hin dularfullu starfslok. Inni á vef borgarinnar er Óli Jón Hertervig nú titlaður skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar en hann hefur starfað sem deildarstjóri eignaumsýslu á skrifstofunni og var einn umsækjenda um stöðu skrifstofustjóra í vor. Stefán segir að Óla Jóni hafi verið falið að gegna starfinu tímabundið þar til ráðið verði í það á ný. „Starfið verður auglýst á ný síðar í haust að öllu óbreyttu,“ segir Stefán og verst allra frekari frétta af málinu og ástæðum þess að ráðning Brynjars var dregin til baka.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira