Landsliðshópurinn valinn í dag: Fá ungu mennirnir kallið frá Hamrén? Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2018 08:30 Arnór Sigurðsson á aðeins þrjá U21 árs leiki að baki. vísir/getty Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnir í dag hópinn sem mætir Frakklandi í vináttuleik ytra og Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið er í mjög erfiðum málum í Þjóðadeildinni eftir tvö slæm töp á móti Sviss og Belgíu í fyrstu tveimur umferðum riðlakeppninnar og því ekki útilokað að Hamrén hristi aðeins upp í hlutunum í dag. Hann fær þó aftur nokkra af bestu mönnum liðsins eins og Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sem hvorugur voru með í síðustu leikjum. Spurningamerki er þó með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem meiddist aftur á dögunum.Jón Dagur fór frá Fulham til Vendyssel.vísir/gettyYngstur í Meistaradeild Mesta eftirvæntingin í dag snýr að ungum strákum á borð við Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Jón Dag Þorsteinsson en Albert, sem hefur byrjað vel með sínu nýja félagi AZ Alkmaar, var ekki í hópnum síðast þrátt fyrir að hafa farið með liðinu á HM. Arnór Sigurðsson hefur skotist upp á stjörnuhiminninn nánast á einni nóttu en þessi 19 ára gamli strákur varð yngsti Íslendingurinn til að spila Meistaradeildarleik á dögunum þegar að hann kom inn á í leik á móti Viktoria Plzen. Hann gerði svo enn betur og kom inn á í sigurleik á móti Evrópumeisturum Real Madrid á þriðjudagskvöldið, nánast sléttum tveimur árum eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í Pepsi-deildinni sem varamaður.Kolbeinn kom inn á gegn Belgíu.vísir/gettySkoraði á móti FCK Jón Dagur Þorsteinsson tók skrefið frá Fulham til Vendyssel í dönsku úrvalsdeildinni til að fá að spila en þessi tvítugi uppaldi HK-ingur skoraði á dögunum beint úr aukaspyrnu á móti stórliði FCK í óvæntum sigri sinna manna. Einnig verður áhugavert í dag að sjá hvort Hamrén haldi áfram að velja Kolbein Sigþórsson sem að fær ekki mínútu með Nantes og virðist sem svo að hann muni ekki spila félagsliðafótbolta fyrr en á næsta ári þrátt fyrir að vera heill heilsu í fyrsta sinn í tvö ár. Hópurinn verður tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ sem hefst klukkan 13.15 en Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum í dag.Jón Dagur Þorsteinsson (@jondagur) scored a beauty for @VendsysselFF when they won @FCKobenhavn at home 2-1. Very important 3 points and brilliant game from Jón Dagur who´s born 1998 and is on loan from @FulhamFC. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/OVQWfQqH9U — Total Football (@totalfl) September 30, 2018 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnir í dag hópinn sem mætir Frakklandi í vináttuleik ytra og Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið er í mjög erfiðum málum í Þjóðadeildinni eftir tvö slæm töp á móti Sviss og Belgíu í fyrstu tveimur umferðum riðlakeppninnar og því ekki útilokað að Hamrén hristi aðeins upp í hlutunum í dag. Hann fær þó aftur nokkra af bestu mönnum liðsins eins og Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sem hvorugur voru með í síðustu leikjum. Spurningamerki er þó með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem meiddist aftur á dögunum.Jón Dagur fór frá Fulham til Vendyssel.vísir/gettyYngstur í Meistaradeild Mesta eftirvæntingin í dag snýr að ungum strákum á borð við Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Jón Dag Þorsteinsson en Albert, sem hefur byrjað vel með sínu nýja félagi AZ Alkmaar, var ekki í hópnum síðast þrátt fyrir að hafa farið með liðinu á HM. Arnór Sigurðsson hefur skotist upp á stjörnuhiminninn nánast á einni nóttu en þessi 19 ára gamli strákur varð yngsti Íslendingurinn til að spila Meistaradeildarleik á dögunum þegar að hann kom inn á í leik á móti Viktoria Plzen. Hann gerði svo enn betur og kom inn á í sigurleik á móti Evrópumeisturum Real Madrid á þriðjudagskvöldið, nánast sléttum tveimur árum eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í Pepsi-deildinni sem varamaður.Kolbeinn kom inn á gegn Belgíu.vísir/gettySkoraði á móti FCK Jón Dagur Þorsteinsson tók skrefið frá Fulham til Vendyssel í dönsku úrvalsdeildinni til að fá að spila en þessi tvítugi uppaldi HK-ingur skoraði á dögunum beint úr aukaspyrnu á móti stórliði FCK í óvæntum sigri sinna manna. Einnig verður áhugavert í dag að sjá hvort Hamrén haldi áfram að velja Kolbein Sigþórsson sem að fær ekki mínútu með Nantes og virðist sem svo að hann muni ekki spila félagsliðafótbolta fyrr en á næsta ári þrátt fyrir að vera heill heilsu í fyrsta sinn í tvö ár. Hópurinn verður tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ sem hefst klukkan 13.15 en Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum í dag.Jón Dagur Þorsteinsson (@jondagur) scored a beauty for @VendsysselFF when they won @FCKobenhavn at home 2-1. Very important 3 points and brilliant game from Jón Dagur who´s born 1998 and is on loan from @FulhamFC. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/OVQWfQqH9U — Total Football (@totalfl) September 30, 2018
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira