Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Þristar Loga tryggðu Njarðvík sigur á erkifjendunum Bjarni Þórarinn Hallfreðsson í Ljónagryfjunni í Njarðvík skrifar 5. október 2018 23:45 Maciej var besti leikmaður Njarðvíkur í kvöld Vísir/Bára Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur. Keflvíkingar skoruðu fyrstu körfu leiksins en þá hrökk Njarðvík í gang og komst í 9-3 með góðu áhlaupi. Síðan komu nokkrar góðar sóknir frá Keflavík í röð og komust þeir yfir 9-12 og áttu Keflvíkingar eftir að halda forystu sinni í langan tíma. Keflvíkingar voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum og leiddu með tíu stigum að loknum fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu aðeins að minnka muninn í öðrum leikhluta og leiddu Keflvíkingar með sex stigum í hálfleik, 42-46. Keflavík byrjaði af krafti í síðari hálfleik og komst 12 stigum yfir en það var mesti munurinn í leiknum. Þá byrjaði hins vegar Njarðvíkurvélin að malla og tókst þeim að jafna leikinn eftir frábærar mínútur hjá Kristni Pálssyni undir lok þriðja leikhluta. Allt jafnt áður en lokaleikhlutinn hófst og mikil spenna í Ljónagryfjunni. Keflvíkingar byrjuðu betur í fjórða leikhluta og náðu þeir sex stiga forystu 77-83 þegar um fjórar mínútur voru til leiksloka. Er staðan var 84-85 fékk Logi Gunnarsson gullið tækifæri til þess að koma Njarðvíkingum yfir í fyrsta skiptið síðan í upphafi leiks en hann klikkaði úr opnu skoti. Logi átti hins vegar heldur betur eftir að bæta fyrir það. Á afar stuttum kafla þegar um ein og hálf mínúta var til leiksloka skoraði Logi tvær þriggja stiga körfur, og í seinni körfunni var að auki dæmt villa og skoraði Logi úr vítaskotinu og staðan skyndilega orðin 91-85 þegar um mínúta var til leiksloka. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna jafna leikinn en það tókst hins vegar ekki og lokatölur 97-90, Njarðvíkingum í vil. Frábær endurkomu sigur hjá Njarðvík en aftur á móti afar svekkjandi tap hjá Keflvíkingum. Afhverju vann Njarðvík? Það var gríðarlega mikilvægt fyrir Njarðvík að missa Keflvíkinga ekki of langt frá sér í leiknum til þess að eiga möguleika á sigri í kvöld. Svo er auðvitað ekki hægt að sleppa Loga Gunnarssyni. Þvílíkur leikmaður og þvílík skot hjá honum undir lokin þegar allt var undir! Hverjir stóðu upp úr? Heilt yfir var Maciej besti leikmaður Njarðvíkur í kvöld. Jeb Ivey var slakur í fyrri hálfleik, klúðraði mörgum skotum en var miklu betri í seinni hálfleik. Julian Rajic átti einnig ljómandi fínan leik hjá Njarðvíkingum. Hjá Keflavík var Michael Craion besti leikmaður þeirra, örugglega ekki í fyrsta skiptið í vetur. Annars voru margir flottir hjá Keflvíkingum, þeir dreyfðu liðinu vel og eru með breiðan hóp. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar keyra Suðurstrandaveginn og mæta þar Þór Þórlákshöfn á meðan Keflvíkingar fá Íslandsmeistara KR í heimsókn. Logi: Ég hef sett svona skot nokkrum sinnum niður áður Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík í Dominos deild karla í körfubolta. „Já við vissum að þetta yrði hörku rimma. Keflvíkingar voru góðir í kvöld og við vissum að við þyrftum að stíga þetta upp á næsta level ef við ætluðum að vinna þetta í lokin. Við spiluðum góðan varnarleik í seinni hálfleik og misstum þá ekkert of langt frá okkur og þá vitum við að við getum alltaf unnið í þessu húsi, sama á móti hverjum. Við tókum tækifærið þegar það gafst og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Logi. Njarðvík var undir nánast allan leikinn þangað til í lokaleikhlutanum en þá hrukku þeir í gang. „Það er það sem við viljum vera. Við viljum vera lið sem klárar leikina á lokasekúndunum. Þegar það eru jafnir leikir er oft auðvelt að koðna niður og fara í felur en við fórum ekki í felur.“ Logi setti niður tvær risa stórar þriggja stiga körfur á lokamínútunum sem fór langleiðina að því að tryggja Njarðvíkingum sigurinn í kvöld. „Já nokkrum sinnum. Ég bíð bara eftir svona stundum og þegar þau koma, þá tek ég þau.“ Logi er í kannski öðru hlutverki en hann hefur verið í hjá Njarðvík. Hann byrjaði á bekknum og kom inn á og er það líklega það sem koma skal hjá honum í vetur. „Ef við erum breiðir eins og við erum núna, þá munum við skipta mínútunum betur. Ég hef verið í öllum hlutverkum á mínum ferli sem atvinnumaður og í landsliðinu þannig ég tek því sem kemur og nýti mínúturnar sem ég fæ og er ferskari fyrir vikið.“ Keflvíkingar voru heilt yfir betri í leiknum í kvöld en Njarðvík hélt þó alltaf í við granna sína. Það var afar mikilvægt að sögn Loga. „Mér fannst við gefa þeim svolítið opin skot í fyrri hálfleik. Vorum ekki nógu góðir í vörn þá. Fáum á okkur 48 stig. Seinni hálfleikurinn var betri. Við erum auðvitað að slípa okkur saman eins og allir aðrir í deildinni. Mér leist mjög vel á marga kafla hjá okkur í dag, sérstaklega í 4. leikhluta.“ Einar Árni: Logi er okkar Manu Ginobili Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var að vonum kampakátur með sigur sinna manna gegn Keflavík í kvöld. Einar var þó ekki eins sáttur með frammistöðu sinna manna heilt yfir í kvöld. „Á sama tíma og maður er gagnrýninn á frammistöðu okkar fyrir að mæta ekki einbeittari á hvað við ætluðum að gera varnarlega í fyrra hálfleik. Ég verð þó að gefa Keflavík kredit. Þeir mættu mjög fókuseraðir og skutu boltanum vel en þetta er handrit í átt að einhverju ofboðslega fallegu. Sérstaklega í ljósi þess að það er langt síðan við lögðum þá að velli. Það er tvö ár í keppni og sex ár á heimavelli sem eru auðvitað bara tvær sturlaðar staðreyndir.“ Logi Gunnarsson fór langleiðina með því að tryggja Njarðvíkingum sigurinn með tveimur risa stórum þriggja stiga körfum undir lok leiksins. „Það var geggjað að sjá þessar körfur ofan í hjá Loga. Þetta voru mögnuð móment hjá honum. Það er ógeðslega sárt að takast á við lífið daginn eftir tap gegn Keflavík. Það er sjarminn við þennan ríg hjá þessum félögum. Þannig þetta verður öllu léttari helgi.“ Keflvíkingar voru heilt yfir betri í leiknum í kvöld en Njarðvíkingar gerðu vel í að missa Keflavík aldrei of langt undan. „Þetta fór kannski í ellefu stig en mér fannst þetta alltaf vera í þessum fimm, sex, sjö stigum. Svo koma auðvitað þessar tvær svakalegu körfur hjá Loga sem sýna auðvitað bara gæðin sem hann hefur.“ Líkt og áður segir tryggði Logi Gunnarsson Njarðvíkingum sigurinn í kvöld en hann er í öðru hlutverki en áður hjá Njarðvík. Hann mun koma meira inn af bekknum á tímabilinu. „Logi er gríðarlegur leiðtogi, og með svakalegu reynslu og hefur mikið Njarðvíkurhjarta. Að hafa hann í kringum þennan unga leikmannahóp, ef ég tek hann, Jeb og Julian frá, þá eru þetta bara ungir strákar. Það er gríðarlega mikilvægt. Hann er að koma af bekknum og kannski er hann okkar Manu Ginobili.“ Jeb Ivey snéri aftur í Njarðvíkurbúninginn í kvöld og var leikur hans vaxandi. Hann átti ekki góðan fyrri hálfleik en var talsvert betri í þeim síðari. „Jeb skaut ekki vel í fyrri hálfleik, hann missti einhver tíu skot í leiknum sem er mikið fyrir hann því hann er frábær skotmaður og átta þeirra komu í fyrri hálfleik. Hann vaxaði gríðarlega í seinni hálfleik.“ Sverrir Þór: Erum með pláss fyrir einn Evrópumann í viðbót Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga var svekktur á svip eftir tap sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. Keflavík leiddi nánast allan leikinn en Njarðvíkingar stálu sigrinum undir lok fjórða leikhluta. „Mjög svekkjandi að ná ekki að fylgja þessu eftir síðustu mínúturnar og klára þetta. Það er stutt á milli í þessu og við erum að spila við hörku lið. Ein mistök til eða frá hjá okkur og þeir refsa okkur og missum þá fjórum, fimm stigum framúr.“ Sverrir vill meina að klaufaleg mistök hafi kostað Keflvíkingum sigurinn í kvöld og að það sé dýrkeypt í leikjum sem þessum. „Við vorum að tapa boltanum stundum úr innköstum og ýmislegu svona sem ég hefði viljað sjá okkur leysa betur úr. Við hefðum þurft að vinna þetta betur saman í staðinn fyrir að gefa einhverjar tæpar sendingar. Þeir fá auðvitað fleiri sóknir út úr því og þeir voru að hitta svakalega vel. Það er dýrkeypt.“ Sverrir dreyfði liði sínu vel og fengu margir leikmenn mínútur í dag. Hann segir hins vegar að það sé pláss fyrir einn Evrópumann í liðið til viðbótar. „Ég er ánægður með hópinn eins og er. Við hefðum alveg pláss fyrir einn Evrópumann í viðbót sem við munum skoða með að bæta inn.“ Keflavík og Njarðvík eru miklir erkifjendur og segir Sverrir að það sé að sjálfsögðu sárt að tapa leikjum sem þessum. „Auðvitað eru þetta alltaf leikirnir á tímabilinu sem okkur langar að vinna. Þetta eru nágrannarnir. Áhorfendurnir og allir hérna þekkjast betur en hjá öðrum liðum.“ Sonur Sverris, Jón Arnór Sverrisson leikur með Njarðvík og voru þeir feðgar því að mætast sem andstæðingar í kvöld og var það skrýtin tilfinning að sögn Sverris. „Það er skrýtið. Skrýtið andrúmsloft á heimilinu alla vikuna. Fyrir mér er hann einn af 12 andstæðingum í dag. Ég óskaði honum ekki alls hins besta í leiknum en vona að honum gangi vel í öllum öðrum leikjum.“ Dominos-deild karla
Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur. Keflvíkingar skoruðu fyrstu körfu leiksins en þá hrökk Njarðvík í gang og komst í 9-3 með góðu áhlaupi. Síðan komu nokkrar góðar sóknir frá Keflavík í röð og komust þeir yfir 9-12 og áttu Keflvíkingar eftir að halda forystu sinni í langan tíma. Keflvíkingar voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum og leiddu með tíu stigum að loknum fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu aðeins að minnka muninn í öðrum leikhluta og leiddu Keflvíkingar með sex stigum í hálfleik, 42-46. Keflavík byrjaði af krafti í síðari hálfleik og komst 12 stigum yfir en það var mesti munurinn í leiknum. Þá byrjaði hins vegar Njarðvíkurvélin að malla og tókst þeim að jafna leikinn eftir frábærar mínútur hjá Kristni Pálssyni undir lok þriðja leikhluta. Allt jafnt áður en lokaleikhlutinn hófst og mikil spenna í Ljónagryfjunni. Keflvíkingar byrjuðu betur í fjórða leikhluta og náðu þeir sex stiga forystu 77-83 þegar um fjórar mínútur voru til leiksloka. Er staðan var 84-85 fékk Logi Gunnarsson gullið tækifæri til þess að koma Njarðvíkingum yfir í fyrsta skiptið síðan í upphafi leiks en hann klikkaði úr opnu skoti. Logi átti hins vegar heldur betur eftir að bæta fyrir það. Á afar stuttum kafla þegar um ein og hálf mínúta var til leiksloka skoraði Logi tvær þriggja stiga körfur, og í seinni körfunni var að auki dæmt villa og skoraði Logi úr vítaskotinu og staðan skyndilega orðin 91-85 þegar um mínúta var til leiksloka. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna jafna leikinn en það tókst hins vegar ekki og lokatölur 97-90, Njarðvíkingum í vil. Frábær endurkomu sigur hjá Njarðvík en aftur á móti afar svekkjandi tap hjá Keflvíkingum. Afhverju vann Njarðvík? Það var gríðarlega mikilvægt fyrir Njarðvík að missa Keflvíkinga ekki of langt frá sér í leiknum til þess að eiga möguleika á sigri í kvöld. Svo er auðvitað ekki hægt að sleppa Loga Gunnarssyni. Þvílíkur leikmaður og þvílík skot hjá honum undir lokin þegar allt var undir! Hverjir stóðu upp úr? Heilt yfir var Maciej besti leikmaður Njarðvíkur í kvöld. Jeb Ivey var slakur í fyrri hálfleik, klúðraði mörgum skotum en var miklu betri í seinni hálfleik. Julian Rajic átti einnig ljómandi fínan leik hjá Njarðvíkingum. Hjá Keflavík var Michael Craion besti leikmaður þeirra, örugglega ekki í fyrsta skiptið í vetur. Annars voru margir flottir hjá Keflvíkingum, þeir dreyfðu liðinu vel og eru með breiðan hóp. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar keyra Suðurstrandaveginn og mæta þar Þór Þórlákshöfn á meðan Keflvíkingar fá Íslandsmeistara KR í heimsókn. Logi: Ég hef sett svona skot nokkrum sinnum niður áður Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík í Dominos deild karla í körfubolta. „Já við vissum að þetta yrði hörku rimma. Keflvíkingar voru góðir í kvöld og við vissum að við þyrftum að stíga þetta upp á næsta level ef við ætluðum að vinna þetta í lokin. Við spiluðum góðan varnarleik í seinni hálfleik og misstum þá ekkert of langt frá okkur og þá vitum við að við getum alltaf unnið í þessu húsi, sama á móti hverjum. Við tókum tækifærið þegar það gafst og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Logi. Njarðvík var undir nánast allan leikinn þangað til í lokaleikhlutanum en þá hrukku þeir í gang. „Það er það sem við viljum vera. Við viljum vera lið sem klárar leikina á lokasekúndunum. Þegar það eru jafnir leikir er oft auðvelt að koðna niður og fara í felur en við fórum ekki í felur.“ Logi setti niður tvær risa stórar þriggja stiga körfur á lokamínútunum sem fór langleiðina að því að tryggja Njarðvíkingum sigurinn í kvöld. „Já nokkrum sinnum. Ég bíð bara eftir svona stundum og þegar þau koma, þá tek ég þau.“ Logi er í kannski öðru hlutverki en hann hefur verið í hjá Njarðvík. Hann byrjaði á bekknum og kom inn á og er það líklega það sem koma skal hjá honum í vetur. „Ef við erum breiðir eins og við erum núna, þá munum við skipta mínútunum betur. Ég hef verið í öllum hlutverkum á mínum ferli sem atvinnumaður og í landsliðinu þannig ég tek því sem kemur og nýti mínúturnar sem ég fæ og er ferskari fyrir vikið.“ Keflvíkingar voru heilt yfir betri í leiknum í kvöld en Njarðvík hélt þó alltaf í við granna sína. Það var afar mikilvægt að sögn Loga. „Mér fannst við gefa þeim svolítið opin skot í fyrri hálfleik. Vorum ekki nógu góðir í vörn þá. Fáum á okkur 48 stig. Seinni hálfleikurinn var betri. Við erum auðvitað að slípa okkur saman eins og allir aðrir í deildinni. Mér leist mjög vel á marga kafla hjá okkur í dag, sérstaklega í 4. leikhluta.“ Einar Árni: Logi er okkar Manu Ginobili Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var að vonum kampakátur með sigur sinna manna gegn Keflavík í kvöld. Einar var þó ekki eins sáttur með frammistöðu sinna manna heilt yfir í kvöld. „Á sama tíma og maður er gagnrýninn á frammistöðu okkar fyrir að mæta ekki einbeittari á hvað við ætluðum að gera varnarlega í fyrra hálfleik. Ég verð þó að gefa Keflavík kredit. Þeir mættu mjög fókuseraðir og skutu boltanum vel en þetta er handrit í átt að einhverju ofboðslega fallegu. Sérstaklega í ljósi þess að það er langt síðan við lögðum þá að velli. Það er tvö ár í keppni og sex ár á heimavelli sem eru auðvitað bara tvær sturlaðar staðreyndir.“ Logi Gunnarsson fór langleiðina með því að tryggja Njarðvíkingum sigurinn með tveimur risa stórum þriggja stiga körfum undir lok leiksins. „Það var geggjað að sjá þessar körfur ofan í hjá Loga. Þetta voru mögnuð móment hjá honum. Það er ógeðslega sárt að takast á við lífið daginn eftir tap gegn Keflavík. Það er sjarminn við þennan ríg hjá þessum félögum. Þannig þetta verður öllu léttari helgi.“ Keflvíkingar voru heilt yfir betri í leiknum í kvöld en Njarðvíkingar gerðu vel í að missa Keflavík aldrei of langt undan. „Þetta fór kannski í ellefu stig en mér fannst þetta alltaf vera í þessum fimm, sex, sjö stigum. Svo koma auðvitað þessar tvær svakalegu körfur hjá Loga sem sýna auðvitað bara gæðin sem hann hefur.“ Líkt og áður segir tryggði Logi Gunnarsson Njarðvíkingum sigurinn í kvöld en hann er í öðru hlutverki en áður hjá Njarðvík. Hann mun koma meira inn af bekknum á tímabilinu. „Logi er gríðarlegur leiðtogi, og með svakalegu reynslu og hefur mikið Njarðvíkurhjarta. Að hafa hann í kringum þennan unga leikmannahóp, ef ég tek hann, Jeb og Julian frá, þá eru þetta bara ungir strákar. Það er gríðarlega mikilvægt. Hann er að koma af bekknum og kannski er hann okkar Manu Ginobili.“ Jeb Ivey snéri aftur í Njarðvíkurbúninginn í kvöld og var leikur hans vaxandi. Hann átti ekki góðan fyrri hálfleik en var talsvert betri í þeim síðari. „Jeb skaut ekki vel í fyrri hálfleik, hann missti einhver tíu skot í leiknum sem er mikið fyrir hann því hann er frábær skotmaður og átta þeirra komu í fyrri hálfleik. Hann vaxaði gríðarlega í seinni hálfleik.“ Sverrir Þór: Erum með pláss fyrir einn Evrópumann í viðbót Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga var svekktur á svip eftir tap sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. Keflavík leiddi nánast allan leikinn en Njarðvíkingar stálu sigrinum undir lok fjórða leikhluta. „Mjög svekkjandi að ná ekki að fylgja þessu eftir síðustu mínúturnar og klára þetta. Það er stutt á milli í þessu og við erum að spila við hörku lið. Ein mistök til eða frá hjá okkur og þeir refsa okkur og missum þá fjórum, fimm stigum framúr.“ Sverrir vill meina að klaufaleg mistök hafi kostað Keflvíkingum sigurinn í kvöld og að það sé dýrkeypt í leikjum sem þessum. „Við vorum að tapa boltanum stundum úr innköstum og ýmislegu svona sem ég hefði viljað sjá okkur leysa betur úr. Við hefðum þurft að vinna þetta betur saman í staðinn fyrir að gefa einhverjar tæpar sendingar. Þeir fá auðvitað fleiri sóknir út úr því og þeir voru að hitta svakalega vel. Það er dýrkeypt.“ Sverrir dreyfði liði sínu vel og fengu margir leikmenn mínútur í dag. Hann segir hins vegar að það sé pláss fyrir einn Evrópumann í liðið til viðbótar. „Ég er ánægður með hópinn eins og er. Við hefðum alveg pláss fyrir einn Evrópumann í viðbót sem við munum skoða með að bæta inn.“ Keflavík og Njarðvík eru miklir erkifjendur og segir Sverrir að það sé að sjálfsögðu sárt að tapa leikjum sem þessum. „Auðvitað eru þetta alltaf leikirnir á tímabilinu sem okkur langar að vinna. Þetta eru nágrannarnir. Áhorfendurnir og allir hérna þekkjast betur en hjá öðrum liðum.“ Sonur Sverris, Jón Arnór Sverrisson leikur með Njarðvík og voru þeir feðgar því að mætast sem andstæðingar í kvöld og var það skrýtin tilfinning að sögn Sverris. „Það er skrýtið. Skrýtið andrúmsloft á heimilinu alla vikuna. Fyrir mér er hann einn af 12 andstæðingum í dag. Ég óskaði honum ekki alls hins besta í leiknum en vona að honum gangi vel í öllum öðrum leikjum.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum