Héldum bara áfram að prjóna og taka slátur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 13:00 Mæðginin Guðrún og Sigurjón Geir Eiðsson. Fréttablaðið/Ernir Mæðginin Sigurjón Geir Eiðsson og Guðrún Sigurjónsdóttir hitta blaðamann í Varmalandsskóla í Borgarfirði. Sigurjón Geir stundar þar nám en fjölskyldan býr á Glitstöðum sem eru skammt frá í firðinum rétt við Grábrók. Fyrir tíu árum voru foreldrar hans á heimleið af fæðingardeildinni með hann. Þau kveiktu á útvarpinu og hlustuðu á Geir Haarde biðja guð um að blessa Ísland á ferð undir Hafnarfjalli. „Við áttum hann 2. október. Ég fékk að liggja á fæðingardeildinni í fjóra daga og þá var að hefjast fréttaumfjöllun sem tengdist hruninu. Ég hef aldrei haft eins gott næði til að horfa á fréttir. Ég var ein á stofu og það var eiginlega svolítið ógnvænlegt. En svo vorum við að keyra heim 6. október og vorum stödd undir Hafnarfjalli þegar Geir flutti þetta lamandi ávarp sitt sem allir muna eftir hvar þeir voru þegar það var flutt,“ segir Guðrún. „Maður var að koma með nýjan einstakling inn í þessar aðstæður,“ segir Guðrún og segir að þau hjón hafi að sjálfsögðu fundið til meiri ábyrgðar en vanalega. „En við vissum reyndar að það þyrfti mikið til að líf okkar myndi raskast mikið, en auðvitað hafði þetta áhrif. En svona kreppa kemur misjafnlega mikið niður á fólki, hún kom ekki eins við sveitirnar eins og aðra. Þenslan var ekki jafn mikil hjá okkur. Þetta brjálæði sem var búið að vera skilaði sér ekki endilega í launaumslögin hjá okkur. Við héldum bara áfram að prjóna og taka slátur, tala saman. Okkur varð ekki haggað. Við gerðum allt eins og áður og gerum enn,“ segir Guðrún. „Mér fannst við vera á réttri leið í samfélaginu eftir hrun. En því miður þá finnst mér bullið aftur orðið ískyggilega mikið. Nú er aftur mikil neysla þó að það sé ekki mikil skuldasöfnun eins og var áður. En neyslan og þenslan, hún er ekki hér í sveitinni. Það sem maður óttast mest eru afleiðingar þess að boginn verði aftur of hátt spenntur. Sumir fara alltaf fram úr sér og svo þarf alltaf að borga brúsann og það deilist á okkur öll,“ segir hún. Sigurjón segist vita í grófum dráttum um hvað hrunið snerist. „Fyrst og fremst fóru bankarnir á hausinn. En síðan veit ég ekkert meira um það,“ segir hann. Um peninga og góðæri segir hann: „Það er misjafnt hvort það er gott að eiga mikið af þeim eða lítið. Það fer eftir ýmsu,“ segir hann. Hann er ekki harðákveðinn í því hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. Guðrún móðir hans segir að fyrir stuttu hafi hann ætlað sér að verða fuglafræðingur. Á hann sér þá uppáhaldsfugl? „Já, það er glókollur,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tíu ár frá hruni Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Mæðginin Sigurjón Geir Eiðsson og Guðrún Sigurjónsdóttir hitta blaðamann í Varmalandsskóla í Borgarfirði. Sigurjón Geir stundar þar nám en fjölskyldan býr á Glitstöðum sem eru skammt frá í firðinum rétt við Grábrók. Fyrir tíu árum voru foreldrar hans á heimleið af fæðingardeildinni með hann. Þau kveiktu á útvarpinu og hlustuðu á Geir Haarde biðja guð um að blessa Ísland á ferð undir Hafnarfjalli. „Við áttum hann 2. október. Ég fékk að liggja á fæðingardeildinni í fjóra daga og þá var að hefjast fréttaumfjöllun sem tengdist hruninu. Ég hef aldrei haft eins gott næði til að horfa á fréttir. Ég var ein á stofu og það var eiginlega svolítið ógnvænlegt. En svo vorum við að keyra heim 6. október og vorum stödd undir Hafnarfjalli þegar Geir flutti þetta lamandi ávarp sitt sem allir muna eftir hvar þeir voru þegar það var flutt,“ segir Guðrún. „Maður var að koma með nýjan einstakling inn í þessar aðstæður,“ segir Guðrún og segir að þau hjón hafi að sjálfsögðu fundið til meiri ábyrgðar en vanalega. „En við vissum reyndar að það þyrfti mikið til að líf okkar myndi raskast mikið, en auðvitað hafði þetta áhrif. En svona kreppa kemur misjafnlega mikið niður á fólki, hún kom ekki eins við sveitirnar eins og aðra. Þenslan var ekki jafn mikil hjá okkur. Þetta brjálæði sem var búið að vera skilaði sér ekki endilega í launaumslögin hjá okkur. Við héldum bara áfram að prjóna og taka slátur, tala saman. Okkur varð ekki haggað. Við gerðum allt eins og áður og gerum enn,“ segir Guðrún. „Mér fannst við vera á réttri leið í samfélaginu eftir hrun. En því miður þá finnst mér bullið aftur orðið ískyggilega mikið. Nú er aftur mikil neysla þó að það sé ekki mikil skuldasöfnun eins og var áður. En neyslan og þenslan, hún er ekki hér í sveitinni. Það sem maður óttast mest eru afleiðingar þess að boginn verði aftur of hátt spenntur. Sumir fara alltaf fram úr sér og svo þarf alltaf að borga brúsann og það deilist á okkur öll,“ segir hún. Sigurjón segist vita í grófum dráttum um hvað hrunið snerist. „Fyrst og fremst fóru bankarnir á hausinn. En síðan veit ég ekkert meira um það,“ segir hann. Um peninga og góðæri segir hann: „Það er misjafnt hvort það er gott að eiga mikið af þeim eða lítið. Það fer eftir ýmsu,“ segir hann. Hann er ekki harðákveðinn í því hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. Guðrún móðir hans segir að fyrir stuttu hafi hann ætlað sér að verða fuglafræðingur. Á hann sér þá uppáhaldsfugl? „Já, það er glókollur,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tíu ár frá hruni Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira