Handbolti

Kiel marði Leipzig með marki á lokasekúndunum

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Alfreð stýrði sínum mönnum til sigurs í dag
Alfreð stýrði sínum mönnum til sigurs í dag Vísir/Getty
Kiel marði Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.



Alfreð Gíslason þjálfar Kiel en hann er á sínu lokatímabili með liðið.



Þá er Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Kiel en hann lék ekki með liðinu í dag.



Kiel hafði yfirhöndina mest allan leikinn og leiddu í hálfleik, 15-12.



Kiel hélt forystu sinni í fjórum mörkum allt þangað til að um 12 mínútur voru til leiksloka. Þá var staðan 24-20.



Þá tók Leipzig við sér og skoraði fjögur mörk í röð og jöfnuðu leikinn þegar um fimm mínútur voru eftir. Þá var allt sett í lás.



Hvorugt liðanna skoruðu næstu mínúturnar og lét sigurmarkið bíða eftir sér allt þangað til á lokasekúndunum. Þá tryggði Domagoj Duvnjak Kiel sigurinn, 25-24.



Með sigrinum komst Kiel í 4. sæti deildarinnar en þeir eru fjórum stigum á eftir toppliði Flensburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×