Aftur í óvissuna Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2018 06:30 Didar Farid Kareem, Mardin Azeez Mohammed og hinn þriggja ára gamli Darin Mardin Azeez. Fjölskyldan kann vel við sig á Akureyri. Mardin og Didar vona að þau fái að starfa þar sem dýralæknar. Fréttablaðið/Ernir Hjónin Mardin Azeez Mohammed og Didar Farid Kareem komu hingað til lands ásamt syni sínum, Darin Mardin Azeez sem nú er þriggja ára, fyrir ári. „Við komum til Íslands fyrir um ári og sóttum um hæli hér á landi. Við erum í leit að friði. Við höfum svo verið í á þriðja mánuð á Akureyri og liðið afar vel,“ segir Didar. „Svo er annað barn á leiðinni en ég er komin 16 vikur á leið með okkar annað barn.“ Mardin og Didar eru af kúrdískum ættum og bjuggu í Sadiyah sem er lítill bær í Diyala-héraði í miðju Írak. Þau komu hingað frá Frakklandi og við komuna sóttu þau um hæli. Kúrdar eru ríkislaust þjóðarbrot en þeir hafa mátt þola árásir ýmissa þjóða, svo sem Íraka og Tyrkja, en Kúrdar eru stærsta landlausa þjóð heims sem býr að mestu í Tyrklandi, Íran, Írak og í Sýrlandi. Didar segir þau hafa þurft að sæta hótunum heima fyrir og að þjóðerni þeirra sem landlausir Kúrdar standi öryggi þeirra fyrir þrifum. „Við erum ekki örugg á okkar heimaslóðum og þurftum að flýja. Við fengum hótanir því Kúrdar á þessum slóðum búa ekki við neins konar öryggi í dag. Við flúðum heimabæ okkar en á þeim stað sem við bjuggum býr enginn í dag vegna átaka sem hafa sprottið upp síðustu ár.“ Mardin og Didar fengu synjun hjá Útlendingastofnun um að taka málið til efnislegrar meðferðar hér á landi. Sú ákvörðun Útlendingastofnunar, að taka ekki málið til efnislegrar meðferðar og synja þeim um hæli hér á landi, var síðan staðfest af kærunefnd útlendingamála. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda er því að vísa hjónunum aftur til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Eftir synjun um hæli hafa þau reynt að fá dvalarleyfi hér á landi á grunni sérfræðiþekkingar sinnar en heimild er í útlendingalögum til þess. Hins vegar er meginregla laganna sú að til að sækja um dvalarleyfi hér á landi vegna ákvæðisins máttu ekki vera á landinu þegar þú leggur umsóknina inn. Þau hafa því óskað eftir undanþágu frá þeirri meginreglu. „Við erum menntaðir dýralæknar og vilyrði hefur verið gefið fyrir starfi á Akureyri. Við höfum fimm ára háskólanám frá heimalandi okkar og erum bæði með menntun í faginu,“ segir Didar. „Þrátt fyrir þá stöðu sem við búum við hér á Íslandi – að vera í stöðugri bið eftir svörum um að fá landvistarleyfi – þá líður okkur afar vel hér á landi. Fólk hefur tekið okkur opnum örmum og á aðeins einu ári höfum við eignast afar marga vini og að mínu mati eigum við fleiri vini hér á landi nú en við áttum í heimabæ okkar áður en við flúðum þaðan,“ segir Didar. Hún segist óviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Við vitum ekkert hvað bíður okkar ef við förum aftur til baka og í raun veit það enginn. Við verðum bara að bíða og vona það besta.“ Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur 172 umsækjendum verið synjað um hæli hér á landi og 106 hafa verið fluttir á brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Áttatíu prósentum hælisumsókna fyrstu átta mánuðina hefur annaðhvort verið synjað eða öðru úrræði en að veita einstaklingum hæli hér á landi hefur verið beitt. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Hjónin Mardin Azeez Mohammed og Didar Farid Kareem komu hingað til lands ásamt syni sínum, Darin Mardin Azeez sem nú er þriggja ára, fyrir ári. „Við komum til Íslands fyrir um ári og sóttum um hæli hér á landi. Við erum í leit að friði. Við höfum svo verið í á þriðja mánuð á Akureyri og liðið afar vel,“ segir Didar. „Svo er annað barn á leiðinni en ég er komin 16 vikur á leið með okkar annað barn.“ Mardin og Didar eru af kúrdískum ættum og bjuggu í Sadiyah sem er lítill bær í Diyala-héraði í miðju Írak. Þau komu hingað frá Frakklandi og við komuna sóttu þau um hæli. Kúrdar eru ríkislaust þjóðarbrot en þeir hafa mátt þola árásir ýmissa þjóða, svo sem Íraka og Tyrkja, en Kúrdar eru stærsta landlausa þjóð heims sem býr að mestu í Tyrklandi, Íran, Írak og í Sýrlandi. Didar segir þau hafa þurft að sæta hótunum heima fyrir og að þjóðerni þeirra sem landlausir Kúrdar standi öryggi þeirra fyrir þrifum. „Við erum ekki örugg á okkar heimaslóðum og þurftum að flýja. Við fengum hótanir því Kúrdar á þessum slóðum búa ekki við neins konar öryggi í dag. Við flúðum heimabæ okkar en á þeim stað sem við bjuggum býr enginn í dag vegna átaka sem hafa sprottið upp síðustu ár.“ Mardin og Didar fengu synjun hjá Útlendingastofnun um að taka málið til efnislegrar meðferðar hér á landi. Sú ákvörðun Útlendingastofnunar, að taka ekki málið til efnislegrar meðferðar og synja þeim um hæli hér á landi, var síðan staðfest af kærunefnd útlendingamála. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda er því að vísa hjónunum aftur til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Eftir synjun um hæli hafa þau reynt að fá dvalarleyfi hér á landi á grunni sérfræðiþekkingar sinnar en heimild er í útlendingalögum til þess. Hins vegar er meginregla laganna sú að til að sækja um dvalarleyfi hér á landi vegna ákvæðisins máttu ekki vera á landinu þegar þú leggur umsóknina inn. Þau hafa því óskað eftir undanþágu frá þeirri meginreglu. „Við erum menntaðir dýralæknar og vilyrði hefur verið gefið fyrir starfi á Akureyri. Við höfum fimm ára háskólanám frá heimalandi okkar og erum bæði með menntun í faginu,“ segir Didar. „Þrátt fyrir þá stöðu sem við búum við hér á Íslandi – að vera í stöðugri bið eftir svörum um að fá landvistarleyfi – þá líður okkur afar vel hér á landi. Fólk hefur tekið okkur opnum örmum og á aðeins einu ári höfum við eignast afar marga vini og að mínu mati eigum við fleiri vini hér á landi nú en við áttum í heimabæ okkar áður en við flúðum þaðan,“ segir Didar. Hún segist óviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Við vitum ekkert hvað bíður okkar ef við förum aftur til baka og í raun veit það enginn. Við verðum bara að bíða og vona það besta.“ Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur 172 umsækjendum verið synjað um hæli hér á landi og 106 hafa verið fluttir á brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Áttatíu prósentum hælisumsókna fyrstu átta mánuðina hefur annaðhvort verið synjað eða öðru úrræði en að veita einstaklingum hæli hér á landi hefur verið beitt.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira