Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2018 07:00 Ljóst er að myndasögubækur skipa stóran sess í lestri margra barna hér á landi. Hér gluggar Gísli í eina af bókunum um Lukku-Láka. Fréttablaðið/Ernir menning Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við útgáfu bóka á íslensku tekur ekki til útgáfu bóka á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem gefnar eru út hér á landi með íslenskum texta. Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus á Íslandi, telur það geta stangast á við markmið laganna um að auka lestur hér á landi. Frumvarp Lilju hefur verið lagt fram á þingi. Markmið laganna er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. Kemur þar fram að „bókaútgáfa er ein af mikilvægustu stoðum íslenskrar menningar og er gildi hennar fyrir verndun og stuðning við íslenska tungu og eflingu læsis óumdeilt“.Lilja AlfreðsdóttirHins vegar er ekki gert ráð fyrir að veittur sé stuðningur vegna útgáfu tímarita. Með tímaritum er átt við hvers konar útgáfu rita sem koma út reglulega og að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári eða að útgáfan sé liður í ótímabundinni röð og gert sé ráð fyrir útgáfu um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta segir Gísli að gæti gengið gegn markmiðum laganna. „Þarna tel ég að tryggja þurfi að lesefni, sem ætlað sé börnum, falli ekki undir tímarit. Miðað við þá skilgreiningu sem er að finna í skýringum með frumvarpinu þá er ekki annað að sjá en að bækur á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem ég og fleiri ólumst upp við að lesa séu skilgreindar sem tímarit. Þær eru hluti af seríu, eru númeraðar, geta komið út oftar en einu sinni á ári,“ segir Gísli. „Myndasögur eru mikilvægar til að auka lestur ungs fólks og því brýnt að útgefendur myndasögubóka á íslensku standi jafnfætis öðrum bókaútgefendum hér á landi.“ Gísli stendur sjálfur fyrir þýðingum á bókum sem alla jafna kallast myndasögur eða myndrænar skáldsögur þar sem lengri sögum er skipt niður í margar bækur. Sögurnar beri sama yfirtitil, segir hann, og koma oft á tíðum margir höfundar að einni og sömu bókinni. Því sé það ákveðið réttlætismál að sú útgáfa lendi ekki í flokki með tímaritum og eigi því ekki rétt á endurgreiðslu kostnaðar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
menning Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við útgáfu bóka á íslensku tekur ekki til útgáfu bóka á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem gefnar eru út hér á landi með íslenskum texta. Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus á Íslandi, telur það geta stangast á við markmið laganna um að auka lestur hér á landi. Frumvarp Lilju hefur verið lagt fram á þingi. Markmið laganna er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. Kemur þar fram að „bókaútgáfa er ein af mikilvægustu stoðum íslenskrar menningar og er gildi hennar fyrir verndun og stuðning við íslenska tungu og eflingu læsis óumdeilt“.Lilja AlfreðsdóttirHins vegar er ekki gert ráð fyrir að veittur sé stuðningur vegna útgáfu tímarita. Með tímaritum er átt við hvers konar útgáfu rita sem koma út reglulega og að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári eða að útgáfan sé liður í ótímabundinni röð og gert sé ráð fyrir útgáfu um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta segir Gísli að gæti gengið gegn markmiðum laganna. „Þarna tel ég að tryggja þurfi að lesefni, sem ætlað sé börnum, falli ekki undir tímarit. Miðað við þá skilgreiningu sem er að finna í skýringum með frumvarpinu þá er ekki annað að sjá en að bækur á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem ég og fleiri ólumst upp við að lesa séu skilgreindar sem tímarit. Þær eru hluti af seríu, eru númeraðar, geta komið út oftar en einu sinni á ári,“ segir Gísli. „Myndasögur eru mikilvægar til að auka lestur ungs fólks og því brýnt að útgefendur myndasögubóka á íslensku standi jafnfætis öðrum bókaútgefendum hér á landi.“ Gísli stendur sjálfur fyrir þýðingum á bókum sem alla jafna kallast myndasögur eða myndrænar skáldsögur þar sem lengri sögum er skipt niður í margar bækur. Sögurnar beri sama yfirtitil, segir hann, og koma oft á tíðum margir höfundar að einni og sömu bókinni. Því sé það ákveðið réttlætismál að sú útgáfa lendi ekki í flokki með tímaritum og eigi því ekki rétt á endurgreiðslu kostnaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira