Óvíst hvenær Guðrún Ósk spilar aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. október 2018 11:30 Guðrún Ósk ætlar ekki að taka neina áhættu með heilsuna vísir/ernir Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. Guðrún Ósk var besti markmaður Olísdeildar kvenna síðasta vetur. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram en færði sig yfir í Stjörnuna í sumar. Hún spilaði allan leikinn fyrir Stjörnuna gegn Selfossi 23. september síðast liðinn en undir lok leiksins var hún farin að missa máttinn í fótunum og eftir leik þurfti að kalla til sjúkrabíl. Hafði ekki rænu á að koma út af„Ég fékk höfuðhögg daginn áður og svo í leiknum fékk ég höfuðhögg mjög fljótlega í leiknum, var að verja hraðaupphlaup og fékk boltann beint framan á hausinn. Skömmu seinna datt ég á rassinn og fékk högg upp frá mjöðmunum upp í höfuðið. Þetta var allt í lagi í leiknum, svo þegar það eru svona 10 mínútur eftir fer ég að missa máttinn í fótunum, svima og þarf að halda mér aðeins í stöngina.“Guðrún Ósk hefur verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar síðustu árS2 Sport„Ég hef eiginlega ekki rænu sjálf í að koma út af og svo eftir leikinn þá fer ég að sjá allt tvöfalt og fjórfalt. Þá er kallað í sjúkrabíl og það kemur í ljós að ég hafi fengið heilahristing og líka mikið sykurfall.“ Svo lýsti Guðrún Ósk því sem gerst hafði í samtali við Vísi í dag. Hún sagðist einfaldlega ekki hafa fattað að hún þyrfti að fara út af og enginn í starfsliðinu áttaði sig á því að hún væri ekki í lagi. „Þetta var ótrúlega jafn leikur, klikkaðar loka mínútur. Það bar ekkert rosalega mikið á því að ég væri í einhverju móki, útaf því að ég stóð þetta bara af mér þegar ég fékk höggið þá var enginn sem kveikti á því, það tengdi það enginn saman.“ „Eftir á að hyggja, ef ég hefði sjálf fattað að ég þyrfti að fara út af þá hefði ég gert það. En í hita leiksins, þá er það ekki það fyrsta sem maður hugsar.“ Þarf að hugsa um að halda heilsunniGuðrún var ekki með Stjörnunni í síðasta leik þar sem liðið fékk skell á heimavelli gegn Fram. Hún segir það alveg óvíst hvenær hún geti spilað á ný. „Það er eiginlega bara alveg óljóst hvenær ég kem til baka. Ég er enn þá með verki dagsdaglega og við mjög litlar augnhreyfiæfingar þá eykst verkurinn.“ „Maður þarf að hugsa um að halda heilsunni,“ sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir. Olís-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. Guðrún Ósk var besti markmaður Olísdeildar kvenna síðasta vetur. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram en færði sig yfir í Stjörnuna í sumar. Hún spilaði allan leikinn fyrir Stjörnuna gegn Selfossi 23. september síðast liðinn en undir lok leiksins var hún farin að missa máttinn í fótunum og eftir leik þurfti að kalla til sjúkrabíl. Hafði ekki rænu á að koma út af„Ég fékk höfuðhögg daginn áður og svo í leiknum fékk ég höfuðhögg mjög fljótlega í leiknum, var að verja hraðaupphlaup og fékk boltann beint framan á hausinn. Skömmu seinna datt ég á rassinn og fékk högg upp frá mjöðmunum upp í höfuðið. Þetta var allt í lagi í leiknum, svo þegar það eru svona 10 mínútur eftir fer ég að missa máttinn í fótunum, svima og þarf að halda mér aðeins í stöngina.“Guðrún Ósk hefur verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar síðustu árS2 Sport„Ég hef eiginlega ekki rænu sjálf í að koma út af og svo eftir leikinn þá fer ég að sjá allt tvöfalt og fjórfalt. Þá er kallað í sjúkrabíl og það kemur í ljós að ég hafi fengið heilahristing og líka mikið sykurfall.“ Svo lýsti Guðrún Ósk því sem gerst hafði í samtali við Vísi í dag. Hún sagðist einfaldlega ekki hafa fattað að hún þyrfti að fara út af og enginn í starfsliðinu áttaði sig á því að hún væri ekki í lagi. „Þetta var ótrúlega jafn leikur, klikkaðar loka mínútur. Það bar ekkert rosalega mikið á því að ég væri í einhverju móki, útaf því að ég stóð þetta bara af mér þegar ég fékk höggið þá var enginn sem kveikti á því, það tengdi það enginn saman.“ „Eftir á að hyggja, ef ég hefði sjálf fattað að ég þyrfti að fara út af þá hefði ég gert það. En í hita leiksins, þá er það ekki það fyrsta sem maður hugsar.“ Þarf að hugsa um að halda heilsunniGuðrún var ekki með Stjörnunni í síðasta leik þar sem liðið fékk skell á heimavelli gegn Fram. Hún segir það alveg óvíst hvenær hún geti spilað á ný. „Það er eiginlega bara alveg óljóst hvenær ég kem til baka. Ég er enn þá með verki dagsdaglega og við mjög litlar augnhreyfiæfingar þá eykst verkurinn.“ „Maður þarf að hugsa um að halda heilsunni,“ sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira