Breyttar áherslur kalla á skipulagsbreytingar í Bláa lóninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2018 11:07 Hér ber að líta nýju framkvæmdastjórana. Aðsend Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Bláa Lóninu og fer megin starfsemi þess nú fram innan þriggja kjarnasviða; viðskipta- og rekstrarsviðs, fjármála- og upplýsingatæknisviðs og þróunar- sölu- og markaðssviðs. Framkvæmdastjórar sviðanna þriggja verða Þórey G. Guðmundsdóttir, Helga Árnadóttir og Már Másson. Fram kemur í tilkynningu frá Bláa lóninu að þau muni jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn Bláa Lónsins, ásamt Grími Sæmundsen forstjóra og Garðari Gíslasyni, lögmanni félagsins. Í tilkynningunni segir einnig að breytingarnar eigi að endurspegla „aukna áherslu á stafræna þróun og samþættingu í rekstri félagsins,“ en haft er eftir Grími Sæmundsen að einn af drifkröftum Bláa lónsins sé þessi vilji til breytinga. „Starfsmenn og stjórnendur Bláa Lónsins hafa náð frábærum árangri á undanförnu ári með opnun á nýju hóteli, veitingastöðum og upplifunarsvæði og áframhaldandi öflugum rekstri Bláa Lónsins,“ segir Grímur. „Á næstu misserum munum við fjárfesta frekar í upplýsingatækni og setja stóraukinn kraft í stafræna þróun, sölu og þjónustu við okkar viðskiptavini. Þá munum við einbeita okkur að því að samhæfa alla starfsemi okkar og tryggja að allir gangi í takt. Þessar breytingar miða einmitt að því.“ Meðfylgjandi upplýsingar um framkvæmdastjórana þrjá fylgja tilkynningunni:Þórey G. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðsÞórey G. Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs Bláa Lónsins. Þórey hefur verið fjármálastjóri Bláa Lónsins síðan 2013. Áður starfaði Þórey hjá Samskipum þar sem hún bar ábyrgð á fjárhagsáætlunum og uppgjöri félagsins og dótturfélaga á Íslandi. Hún var forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi Fjárfestingabanka 2004-2013. Þá starfaði hún sem sérfræðingur á fjármálasviði Íslandsbanka (áður FBA) frá 2000 til 2004 og hjá KPMG á tímabilinu 1995 til 1999. Þórey er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðsHelga Árnadóttir er framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa Lónsins. Þróunar, sölu- og markaðssvið ber ábyrgð á öllum sölu- og markaðsmálum félagins og leiðir stafræna vöruþróun Bláa Lónsins.Helga hóf störf hjá Bláa Lóninu í júní síðastliðnum en áður var hún framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar frá 2013 til 2018. Hún var fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri VR á árunum 2008-2013. Áður gegndi hún ýmsum stjórnunarstöðum hjá Icelandair og var m.a. forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair, sölustjóri Icelandair á Íslandi og deildarstjóri áætlunar- og eftirlitsdeildar Icelandair. Helga er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands og með MSc. gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík.Már Másson - framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðsMár Másson er framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs Bláa Lónsins. Undir viðskipta- og rekstrarsvið heyra viðskipta- og rekstrareiningar Bláa Lónsins hf. í Svartsengi, en félagið rekur þar tvo baðstaði, fjóra veitingastaði og verslun og einnig verslanir í Leifsstöð og í Reykjavík. Þá heyrir fasteignasvið og mannauðs- og gæðasvið einnig undir viðskipta- og rekstrarsvið.Már hefur starfað hjá Bláa Lóninu frá því 2016 sem forstöðumaður markaðs- og mannauðssviðs félagsins. Áður starfaði Már hjá Íslandsbanka frá árinu 2008. Þar veitti hann samskiptasviði bankans forstöðu auk skrifstofu bankastjóra. Þá var hann forstöðumaður Dreifileiða og nýsköpunar hjá bankanum 2013-2016. Már er með B.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá CBS í Kaupmannahöfn og MSc. gráðu í stjórnun frá USI í Lugano í Sviss. Vistaskipti Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira
Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Bláa Lóninu og fer megin starfsemi þess nú fram innan þriggja kjarnasviða; viðskipta- og rekstrarsviðs, fjármála- og upplýsingatæknisviðs og þróunar- sölu- og markaðssviðs. Framkvæmdastjórar sviðanna þriggja verða Þórey G. Guðmundsdóttir, Helga Árnadóttir og Már Másson. Fram kemur í tilkynningu frá Bláa lóninu að þau muni jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn Bláa Lónsins, ásamt Grími Sæmundsen forstjóra og Garðari Gíslasyni, lögmanni félagsins. Í tilkynningunni segir einnig að breytingarnar eigi að endurspegla „aukna áherslu á stafræna þróun og samþættingu í rekstri félagsins,“ en haft er eftir Grími Sæmundsen að einn af drifkröftum Bláa lónsins sé þessi vilji til breytinga. „Starfsmenn og stjórnendur Bláa Lónsins hafa náð frábærum árangri á undanförnu ári með opnun á nýju hóteli, veitingastöðum og upplifunarsvæði og áframhaldandi öflugum rekstri Bláa Lónsins,“ segir Grímur. „Á næstu misserum munum við fjárfesta frekar í upplýsingatækni og setja stóraukinn kraft í stafræna þróun, sölu og þjónustu við okkar viðskiptavini. Þá munum við einbeita okkur að því að samhæfa alla starfsemi okkar og tryggja að allir gangi í takt. Þessar breytingar miða einmitt að því.“ Meðfylgjandi upplýsingar um framkvæmdastjórana þrjá fylgja tilkynningunni:Þórey G. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðsÞórey G. Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs Bláa Lónsins. Þórey hefur verið fjármálastjóri Bláa Lónsins síðan 2013. Áður starfaði Þórey hjá Samskipum þar sem hún bar ábyrgð á fjárhagsáætlunum og uppgjöri félagsins og dótturfélaga á Íslandi. Hún var forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi Fjárfestingabanka 2004-2013. Þá starfaði hún sem sérfræðingur á fjármálasviði Íslandsbanka (áður FBA) frá 2000 til 2004 og hjá KPMG á tímabilinu 1995 til 1999. Þórey er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðsHelga Árnadóttir er framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa Lónsins. Þróunar, sölu- og markaðssvið ber ábyrgð á öllum sölu- og markaðsmálum félagins og leiðir stafræna vöruþróun Bláa Lónsins.Helga hóf störf hjá Bláa Lóninu í júní síðastliðnum en áður var hún framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar frá 2013 til 2018. Hún var fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri VR á árunum 2008-2013. Áður gegndi hún ýmsum stjórnunarstöðum hjá Icelandair og var m.a. forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair, sölustjóri Icelandair á Íslandi og deildarstjóri áætlunar- og eftirlitsdeildar Icelandair. Helga er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands og með MSc. gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík.Már Másson - framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðsMár Másson er framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs Bláa Lónsins. Undir viðskipta- og rekstrarsvið heyra viðskipta- og rekstrareiningar Bláa Lónsins hf. í Svartsengi, en félagið rekur þar tvo baðstaði, fjóra veitingastaði og verslun og einnig verslanir í Leifsstöð og í Reykjavík. Þá heyrir fasteignasvið og mannauðs- og gæðasvið einnig undir viðskipta- og rekstrarsvið.Már hefur starfað hjá Bláa Lóninu frá því 2016 sem forstöðumaður markaðs- og mannauðssviðs félagsins. Áður starfaði Már hjá Íslandsbanka frá árinu 2008. Þar veitti hann samskiptasviði bankans forstöðu auk skrifstofu bankastjóra. Þá var hann forstöðumaður Dreifileiða og nýsköpunar hjá bankanum 2013-2016. Már er með B.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá CBS í Kaupmannahöfn og MSc. gráðu í stjórnun frá USI í Lugano í Sviss.
Vistaskipti Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira