Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 12:25 Vísir/Getty Hakkarar náðu að brjótast inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook. Með árásinni á síðuna náðu þeir sem að verkinu stóðu að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir á 14 ára sögu fyrirtækisins. Þrír gallar í hugbúnaði Facebook gerðu það að verkum að hakkararnir náðu að brjótast inn á reikninga notenda Facebook, þar á meðal reikning stofnanda fyrirtækisins, Marc Zuckerberg. Þá náðu hakkararnir einnig að brjótast inn á reikninga fólks sem eru þess eðlis að hægt er að skrá sig inn á þá í gegnum Facebook. Það eru forrit á borð við Spotify, Instagram og Tinder. Brotið gerir hökkurunum kleift að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Samkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. Varaforseti Facebook segir að gallinn hafi verið lagaður og hafa þeir reikningar sem urðu fyrir barðinu á hökkurum verið endurræstir ásamt 40 milljón öðrum til varúðar.Getty/Spencer PlattFacebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem ráðist var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni eða hvar þeir eru staðsettir. Brotið átti sér stað á ansi óheppilegum tíma en undanfarið hefur Facebook unnið að því að sannfæra lögmenn í Bandaríkjunum um að fyrirtækið hafi alla burði til að vernda notendagögn fólks. Lögmenn hafa bent á að stjórnvöld þurfi að grípa inn í ef fyrirtæki á borð við Facebook gætu ekki tekið á öryggismálum af festu. Vegna atburðarins á fimmtudaginn hafa lögmenn rætt um það að nú sé tímabært að herða slíkt eftirlit. Stofnandi Facebook segir að fyrirtækið taki öryggi notenda alvarlega. Óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Facebook Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Hakkarar náðu að brjótast inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook. Með árásinni á síðuna náðu þeir sem að verkinu stóðu að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir á 14 ára sögu fyrirtækisins. Þrír gallar í hugbúnaði Facebook gerðu það að verkum að hakkararnir náðu að brjótast inn á reikninga notenda Facebook, þar á meðal reikning stofnanda fyrirtækisins, Marc Zuckerberg. Þá náðu hakkararnir einnig að brjótast inn á reikninga fólks sem eru þess eðlis að hægt er að skrá sig inn á þá í gegnum Facebook. Það eru forrit á borð við Spotify, Instagram og Tinder. Brotið gerir hökkurunum kleift að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Samkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. Varaforseti Facebook segir að gallinn hafi verið lagaður og hafa þeir reikningar sem urðu fyrir barðinu á hökkurum verið endurræstir ásamt 40 milljón öðrum til varúðar.Getty/Spencer PlattFacebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem ráðist var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni eða hvar þeir eru staðsettir. Brotið átti sér stað á ansi óheppilegum tíma en undanfarið hefur Facebook unnið að því að sannfæra lögmenn í Bandaríkjunum um að fyrirtækið hafi alla burði til að vernda notendagögn fólks. Lögmenn hafa bent á að stjórnvöld þurfi að grípa inn í ef fyrirtæki á borð við Facebook gætu ekki tekið á öryggismálum af festu. Vegna atburðarins á fimmtudaginn hafa lögmenn rætt um það að nú sé tímabært að herða slíkt eftirlit. Stofnandi Facebook segir að fyrirtækið taki öryggi notenda alvarlega. Óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu.
Facebook Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira