Segir mikilvægt að komast að því hvort hakkararnir náðu í umrædd gögn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 19:45 Brotist var inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook og gætu þeir sem að verkinu stóðu komist yfir persónuupplýsingar sem koma fram á reikningum fólks. Tæknistjóri segir að um alvarlegt brot sé að ræða og sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta persónuupplýsingar notenda.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu SyndisSkjáskot úr fréttSamkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. En um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir í 14 ára sögu fyrirtækisins. „Facebook lendir í því að einhverjir hakkarar hafa fundið villu í þeirra vefkerfi sem þeir gátu misnotað til að stela eins konar starfrænum lykli fyrir 50 milljónir af þeirra notendum. Með þessum lykli geta þeir náð í persónugreinanleg gögn, samskipti og annað hjá þeim sem lentu í þessu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis. Facebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem brotið var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni en óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Theodór segir brot sem þessi mjög alvarleg en þá sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta samskipti og persónuupplýsingar fólks, meðal annars í kosningum.Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.AP/Marcio Jose Sanchez„Ég held að þetta sé ótrúlega alvarlegt. Enda er eins gott að þeir taki þessu mjög alvarlega og komist til botns í því hvort einhver náði í þessi gögn eða ekki. En jú þetta eru samskiptin okkar, þegar við sendum skilaboð og margt annað sem er þarna inni. Þannig þetta er ekkert grín þetta er mjög alvarlegur hlutur,“ segir Theodór Ragnar. Theodór segir mikilvægt að meðhöndla upplýsingar varlega á netinu, enda sé ekkert kerfi öruggt. „Maður þarf að muna að þetta getur gerst. Við getum lent i því að okkar gögn verði tekin. Það er mikilvægt að meðhöndla svona miðla af virðingu. Ég myndi segja að það væri númer eitt tvö og þrjú,“ segir Theodór.Getty/Spencer Platt Facebook Tengdar fréttir Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Brotist var inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook og gætu þeir sem að verkinu stóðu komist yfir persónuupplýsingar sem koma fram á reikningum fólks. Tæknistjóri segir að um alvarlegt brot sé að ræða og sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta persónuupplýsingar notenda.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu SyndisSkjáskot úr fréttSamkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. En um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir í 14 ára sögu fyrirtækisins. „Facebook lendir í því að einhverjir hakkarar hafa fundið villu í þeirra vefkerfi sem þeir gátu misnotað til að stela eins konar starfrænum lykli fyrir 50 milljónir af þeirra notendum. Með þessum lykli geta þeir náð í persónugreinanleg gögn, samskipti og annað hjá þeim sem lentu í þessu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis. Facebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem brotið var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni en óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Theodór segir brot sem þessi mjög alvarleg en þá sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta samskipti og persónuupplýsingar fólks, meðal annars í kosningum.Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.AP/Marcio Jose Sanchez„Ég held að þetta sé ótrúlega alvarlegt. Enda er eins gott að þeir taki þessu mjög alvarlega og komist til botns í því hvort einhver náði í þessi gögn eða ekki. En jú þetta eru samskiptin okkar, þegar við sendum skilaboð og margt annað sem er þarna inni. Þannig þetta er ekkert grín þetta er mjög alvarlegur hlutur,“ segir Theodór Ragnar. Theodór segir mikilvægt að meðhöndla upplýsingar varlega á netinu, enda sé ekkert kerfi öruggt. „Maður þarf að muna að þetta getur gerst. Við getum lent i því að okkar gögn verði tekin. Það er mikilvægt að meðhöndla svona miðla af virðingu. Ég myndi segja að það væri númer eitt tvö og þrjú,“ segir Theodór.Getty/Spencer Platt
Facebook Tengdar fréttir Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira