Segir mikilvægt að komast að því hvort hakkararnir náðu í umrædd gögn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 19:45 Brotist var inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook og gætu þeir sem að verkinu stóðu komist yfir persónuupplýsingar sem koma fram á reikningum fólks. Tæknistjóri segir að um alvarlegt brot sé að ræða og sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta persónuupplýsingar notenda.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu SyndisSkjáskot úr fréttSamkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. En um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir í 14 ára sögu fyrirtækisins. „Facebook lendir í því að einhverjir hakkarar hafa fundið villu í þeirra vefkerfi sem þeir gátu misnotað til að stela eins konar starfrænum lykli fyrir 50 milljónir af þeirra notendum. Með þessum lykli geta þeir náð í persónugreinanleg gögn, samskipti og annað hjá þeim sem lentu í þessu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis. Facebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem brotið var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni en óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Theodór segir brot sem þessi mjög alvarleg en þá sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta samskipti og persónuupplýsingar fólks, meðal annars í kosningum.Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.AP/Marcio Jose Sanchez„Ég held að þetta sé ótrúlega alvarlegt. Enda er eins gott að þeir taki þessu mjög alvarlega og komist til botns í því hvort einhver náði í þessi gögn eða ekki. En jú þetta eru samskiptin okkar, þegar við sendum skilaboð og margt annað sem er þarna inni. Þannig þetta er ekkert grín þetta er mjög alvarlegur hlutur,“ segir Theodór Ragnar. Theodór segir mikilvægt að meðhöndla upplýsingar varlega á netinu, enda sé ekkert kerfi öruggt. „Maður þarf að muna að þetta getur gerst. Við getum lent i því að okkar gögn verði tekin. Það er mikilvægt að meðhöndla svona miðla af virðingu. Ég myndi segja að það væri númer eitt tvö og þrjú,“ segir Theodór.Getty/Spencer Platt Facebook Tengdar fréttir Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Brotist var inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook og gætu þeir sem að verkinu stóðu komist yfir persónuupplýsingar sem koma fram á reikningum fólks. Tæknistjóri segir að um alvarlegt brot sé að ræða og sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta persónuupplýsingar notenda.Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu SyndisSkjáskot úr fréttSamkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. En um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir í 14 ára sögu fyrirtækisins. „Facebook lendir í því að einhverjir hakkarar hafa fundið villu í þeirra vefkerfi sem þeir gátu misnotað til að stela eins konar starfrænum lykli fyrir 50 milljónir af þeirra notendum. Með þessum lykli geta þeir náð í persónugreinanleg gögn, samskipti og annað hjá þeim sem lentu í þessu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis. Facebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem brotið var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni en óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Theodór segir brot sem þessi mjög alvarleg en þá sérstaklega ef tilgangurinn er að nýta samskipti og persónuupplýsingar fólks, meðal annars í kosningum.Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.AP/Marcio Jose Sanchez„Ég held að þetta sé ótrúlega alvarlegt. Enda er eins gott að þeir taki þessu mjög alvarlega og komist til botns í því hvort einhver náði í þessi gögn eða ekki. En jú þetta eru samskiptin okkar, þegar við sendum skilaboð og margt annað sem er þarna inni. Þannig þetta er ekkert grín þetta er mjög alvarlegur hlutur,“ segir Theodór Ragnar. Theodór segir mikilvægt að meðhöndla upplýsingar varlega á netinu, enda sé ekkert kerfi öruggt. „Maður þarf að muna að þetta getur gerst. Við getum lent i því að okkar gögn verði tekin. Það er mikilvægt að meðhöndla svona miðla af virðingu. Ég myndi segja að það væri númer eitt tvö og þrjú,“ segir Theodór.Getty/Spencer Platt
Facebook Tengdar fréttir Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira