Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2018 20:00 Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. Í skýrslu sem Eyþing, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, kynnti nýverið, kemur fram að núverandi flugstöð geti ekki með góðu móti annað farþegum í millilandaflugi og að þörf fyrir uppbyggingu á flugvellinum sé brýn. Fyrr í mánuðinum samþykkti bæjarstjórn samhljóða ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina og Isavia að leggja fram áætlun um framtíðaruppbyggingu Akureyrarflugvallar. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Ferðamennskan helsti vaxtarbroddurinn vegna skorts á raforku Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segist hins vegar upplifa áhugaleysi á frekari uppbyggingu vallarins hjá Isavia, sem rekur flugvöllinn. Hann vill því að bærinn láti útbúa viðskiptaáætlun þar sem fýsileiki þess að bærinn taki við flugvellinum verði metinn. „Ef að sú viðskiptaáætlun gerir okkur kleift að reka völlinn þá finnst mér að við eigum að skoða það mjög alvarlega að taka rekstur vallarins yfir með samningi við ríkið og þá færi hann af hendi Isavia,“ segir Gunnar Gunnar segir að uppbygging flugvallarins sé brýn, í flugvellinum felist helsti vaxtarbroddur svæðisins í heild. „Það sem við græðum á þessu er að hérna á Akureyri er að í raun eina tækifærið til atvinnuuppbyggingar liggur í ferðaþjónustu vegna þess að allt annað krefst raforku,“ segir Gunnar.Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.Hún sé hins vegar af skornum skammti „Þannig að öll okkar uppbygging okkar á næstu tveimur þremur fjórum árum, og ekki bara á Akureyri heldur á Norðurlandi öllu, hún liggur í þessu tækifæri sem Akureyrarflugvöllur er og fjölgun ferðamanna,“ segir Gunnar. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að sjálfsagt mál sé að skoða þá hugmynd að bærinn komi að eða taki yfir rekstur flugvallarins. Samtalið við stjórnvöld vegna uppbyggingar vallarins sé þó í ágætum farvegi. „Við erum í ágætu sambandi við samgönguráðherra og Isavia og teljum að við getum kannski ýtt þessu af stað, þessu verkefni. Við getum hins vegar ekki beðið endalaust og ef þetta er leið til þess að flýta verkefninu, þá held ég að við ættum að skoða hana,“ segir Halla. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. Í skýrslu sem Eyþing, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, kynnti nýverið, kemur fram að núverandi flugstöð geti ekki með góðu móti annað farþegum í millilandaflugi og að þörf fyrir uppbyggingu á flugvellinum sé brýn. Fyrr í mánuðinum samþykkti bæjarstjórn samhljóða ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina og Isavia að leggja fram áætlun um framtíðaruppbyggingu Akureyrarflugvallar. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Ferðamennskan helsti vaxtarbroddurinn vegna skorts á raforku Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segist hins vegar upplifa áhugaleysi á frekari uppbyggingu vallarins hjá Isavia, sem rekur flugvöllinn. Hann vill því að bærinn láti útbúa viðskiptaáætlun þar sem fýsileiki þess að bærinn taki við flugvellinum verði metinn. „Ef að sú viðskiptaáætlun gerir okkur kleift að reka völlinn þá finnst mér að við eigum að skoða það mjög alvarlega að taka rekstur vallarins yfir með samningi við ríkið og þá færi hann af hendi Isavia,“ segir Gunnar Gunnar segir að uppbygging flugvallarins sé brýn, í flugvellinum felist helsti vaxtarbroddur svæðisins í heild. „Það sem við græðum á þessu er að hérna á Akureyri er að í raun eina tækifærið til atvinnuuppbyggingar liggur í ferðaþjónustu vegna þess að allt annað krefst raforku,“ segir Gunnar.Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.Hún sé hins vegar af skornum skammti „Þannig að öll okkar uppbygging okkar á næstu tveimur þremur fjórum árum, og ekki bara á Akureyri heldur á Norðurlandi öllu, hún liggur í þessu tækifæri sem Akureyrarflugvöllur er og fjölgun ferðamanna,“ segir Gunnar. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að sjálfsagt mál sé að skoða þá hugmynd að bærinn komi að eða taki yfir rekstur flugvallarins. Samtalið við stjórnvöld vegna uppbyggingar vallarins sé þó í ágætum farvegi. „Við erum í ágætu sambandi við samgönguráðherra og Isavia og teljum að við getum kannski ýtt þessu af stað, þessu verkefni. Við getum hins vegar ekki beðið endalaust og ef þetta er leið til þess að flýta verkefninu, þá held ég að við ættum að skoða hana,“ segir Halla.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39