Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 23:15 James Comey var forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI þangað til Donald Trump Bandaríkjaforseti rak hann í maí árið 2017. Getty/Andrew Harrer James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, segir rannsókn stofnunarinnar á ásökunum um kynferðisofbeldi á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til Hæstaréttar, „heimskulega“. Comey gagnrýnir rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. „Það er heimskulegt að setja alríkislögreglunni tímatakmarkanir. En það er betra að gefa fagmönnum sjö daga til að hafa uppi á staðreyndum en að engin rannsókn fari fram,“ skrifar Comey. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag. Einnig var ákveðið að alríkislögreglan myndi rannsaka ásakanirnar á hendur Kavanaugh. Rannsóknin má þó aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Christine Blasey Ford og Brett Kavanaugh báru bæði vitni frammi fyrir dómsmálanefndinni á föstudag.Getty/Matt McClain/PooComey segir í pistli sínum að greinilegt sé að hvorki Repúblikanar né Demókratar vilji komast að hinu sanna í málinu. „Ef sannleikur væri eina markmiðið, þá væri engin klukka og dómsmálanefndin hefði ekki beðið um rannsóknina eftir að hún samþykkti dómaraefnið. Þess í stað virðist sem markmið Repúblikana sé að geta sagt að rannsókn hafi verið gerð og hún hafi ekki fengið þá til að skipta um skoðun, á meðan Demókratar vonast eftir sönnunargögnum sem sýna fram á refsiverða hegðun frambjóðandans.“ Þá segir hann að þrátt fyrir að ferlið allt sé „verulega gallað“ sé alríkislögreglan til í slaginn. Þrjár konur hafa sakað Brett Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Greint var frá því í gær að rannsókn alríkislögreglunnar á ásökununum væri hafin en aðeins verður rætt við tvær kvennanna, Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez. James Comey gegndi stöðu forstjóra alríkislögreglunnar þangað til Trump rak hann í maí í fyrra. Þeir hafa síðan eldað grátt silfur saman, ekki síst eftir útgáfu bókar þess fyrrnefnda í apríl síðastliðnum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, segir rannsókn stofnunarinnar á ásökunum um kynferðisofbeldi á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til Hæstaréttar, „heimskulega“. Comey gagnrýnir rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. „Það er heimskulegt að setja alríkislögreglunni tímatakmarkanir. En það er betra að gefa fagmönnum sjö daga til að hafa uppi á staðreyndum en að engin rannsókn fari fram,“ skrifar Comey. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag. Einnig var ákveðið að alríkislögreglan myndi rannsaka ásakanirnar á hendur Kavanaugh. Rannsóknin má þó aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Christine Blasey Ford og Brett Kavanaugh báru bæði vitni frammi fyrir dómsmálanefndinni á föstudag.Getty/Matt McClain/PooComey segir í pistli sínum að greinilegt sé að hvorki Repúblikanar né Demókratar vilji komast að hinu sanna í málinu. „Ef sannleikur væri eina markmiðið, þá væri engin klukka og dómsmálanefndin hefði ekki beðið um rannsóknina eftir að hún samþykkti dómaraefnið. Þess í stað virðist sem markmið Repúblikana sé að geta sagt að rannsókn hafi verið gerð og hún hafi ekki fengið þá til að skipta um skoðun, á meðan Demókratar vonast eftir sönnunargögnum sem sýna fram á refsiverða hegðun frambjóðandans.“ Þá segir hann að þrátt fyrir að ferlið allt sé „verulega gallað“ sé alríkislögreglan til í slaginn. Þrjár konur hafa sakað Brett Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Greint var frá því í gær að rannsókn alríkislögreglunnar á ásökununum væri hafin en aðeins verður rætt við tvær kvennanna, Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez. James Comey gegndi stöðu forstjóra alríkislögreglunnar þangað til Trump rak hann í maí í fyrra. Þeir hafa síðan eldað grátt silfur saman, ekki síst eftir útgáfu bókar þess fyrrnefnda í apríl síðastliðnum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53
Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30