Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. september 2018 08:00 Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Fréttablaðið/Anton brink Reykjavík Sú ákvörðun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að víkja tímabundið úr starfi hefur varpað ljósi á umfangsmikið vald forstjóra í mörgum hlutverkum. Varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur segir að hugsanlega sé tilefni til að endurskoða hlutverk forstjórans innan samstæðunnar. Stjórn OR samþykkti í gærkvöldi ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að víkja tímabundið úr starfi meðan úttekt fer fram á meðal annars vinnustaðamenningu fyrirtækisins í ljósi hneykslismála sem komið hafa upp undanfarna daga og varða óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni stjórnenda innan samstæðunnar.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.Fréttablaðið/StefánBjarni Bjarnason er auk þess að vera forstjóri OR stjórnarformaður í dótturfélögunum Orku náttúrunnar (ON) og Gagnaveitu Reykjavíkur (GR). Hjá dótturfélaginu Vatns- og fráveitu sf. fer hann með ákvörðunarvald á félagsfundum ásamt framkvæmdastjóra Veitna. Þá er hann framkvæmdastjóri í dótturfélaginu OR Eignir ohf., sem hefur ekki sjálfstæðan rekstur. Af fimm dótturfélögum OR er aðeins eitt sem Bjarni hefur enga beina aðkomu að, Veitur ohf. Með leyfinu víkur Bjarni úr öllum þessum hlutverkum. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um fær Bjarni aðeins greitt fyrir stjórnarformennskuna í ON og GR. Alls fær hann tæplega hálfa milljón á mánuði aukalega vegna þessa, ofan á grunnlaun sín sem forstjóri upp á tæplega 2,4 milljónir á mánuði. Það að Bjarni víki sem forstjóri kallar því á frekari ráðstafanir í ljósi þess hversu víða hann situr við borð innan Orkuveitunnar og frekari hrókeringa er þörf. Aðspurður hvort þörf sé á að endurskoða skipuritið og draga úr því sem kalla mætti alltumlykjandi hlutverk forstjórans, segir Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR, að það komi til greina.Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR. Fréttablaðið/Valli„Þetta er tiltölulega valddreift fyrirtæki, rekið í dótturfyrirtækjum sem eru tiltölulega sjálfstæð. Daglegur rekstur er í höndum þeirra sem stýra dótturfélögunum. Í þeim skilningi er talsverð valddreifing en auðvitað er það eitthvað sem mætti skoða, við erum bara ekki komin á það stig.“ Gylfi segir óljóst hversu umfangsmikið hlutverk afleysingaforstjórans verði. „Við erum fyrst og fremst að leita að forstjórastaðgengli. Ég þori ekki að lofa því að sá sem leysir af sem forstjóri muni stíga inn í allar þessar stjórnir því það eru auðvitað varamenn þar. Það er ákvörðun sem verður að taka í samráði stjórnar og þess sem kemur inn í staðinn.“ Gylfi á ekki von á öðru en að Bjarni verði á fullum launum á meðan á leyfinu stendur. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Reykjavík Sú ákvörðun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að víkja tímabundið úr starfi hefur varpað ljósi á umfangsmikið vald forstjóra í mörgum hlutverkum. Varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur segir að hugsanlega sé tilefni til að endurskoða hlutverk forstjórans innan samstæðunnar. Stjórn OR samþykkti í gærkvöldi ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að víkja tímabundið úr starfi meðan úttekt fer fram á meðal annars vinnustaðamenningu fyrirtækisins í ljósi hneykslismála sem komið hafa upp undanfarna daga og varða óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni stjórnenda innan samstæðunnar.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.Fréttablaðið/StefánBjarni Bjarnason er auk þess að vera forstjóri OR stjórnarformaður í dótturfélögunum Orku náttúrunnar (ON) og Gagnaveitu Reykjavíkur (GR). Hjá dótturfélaginu Vatns- og fráveitu sf. fer hann með ákvörðunarvald á félagsfundum ásamt framkvæmdastjóra Veitna. Þá er hann framkvæmdastjóri í dótturfélaginu OR Eignir ohf., sem hefur ekki sjálfstæðan rekstur. Af fimm dótturfélögum OR er aðeins eitt sem Bjarni hefur enga beina aðkomu að, Veitur ohf. Með leyfinu víkur Bjarni úr öllum þessum hlutverkum. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um fær Bjarni aðeins greitt fyrir stjórnarformennskuna í ON og GR. Alls fær hann tæplega hálfa milljón á mánuði aukalega vegna þessa, ofan á grunnlaun sín sem forstjóri upp á tæplega 2,4 milljónir á mánuði. Það að Bjarni víki sem forstjóri kallar því á frekari ráðstafanir í ljósi þess hversu víða hann situr við borð innan Orkuveitunnar og frekari hrókeringa er þörf. Aðspurður hvort þörf sé á að endurskoða skipuritið og draga úr því sem kalla mætti alltumlykjandi hlutverk forstjórans, segir Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR, að það komi til greina.Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR. Fréttablaðið/Valli„Þetta er tiltölulega valddreift fyrirtæki, rekið í dótturfyrirtækjum sem eru tiltölulega sjálfstæð. Daglegur rekstur er í höndum þeirra sem stýra dótturfélögunum. Í þeim skilningi er talsverð valddreifing en auðvitað er það eitthvað sem mætti skoða, við erum bara ekki komin á það stig.“ Gylfi segir óljóst hversu umfangsmikið hlutverk afleysingaforstjórans verði. „Við erum fyrst og fremst að leita að forstjórastaðgengli. Ég þori ekki að lofa því að sá sem leysir af sem forstjóri muni stíga inn í allar þessar stjórnir því það eru auðvitað varamenn þar. Það er ákvörðun sem verður að taka í samráði stjórnar og þess sem kemur inn í staðinn.“ Gylfi á ekki von á öðru en að Bjarni verði á fullum launum á meðan á leyfinu stendur.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24
Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55
Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30