Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. september 2018 08:00 Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Fréttablaðið/Anton brink Reykjavík Sú ákvörðun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að víkja tímabundið úr starfi hefur varpað ljósi á umfangsmikið vald forstjóra í mörgum hlutverkum. Varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur segir að hugsanlega sé tilefni til að endurskoða hlutverk forstjórans innan samstæðunnar. Stjórn OR samþykkti í gærkvöldi ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að víkja tímabundið úr starfi meðan úttekt fer fram á meðal annars vinnustaðamenningu fyrirtækisins í ljósi hneykslismála sem komið hafa upp undanfarna daga og varða óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni stjórnenda innan samstæðunnar.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.Fréttablaðið/StefánBjarni Bjarnason er auk þess að vera forstjóri OR stjórnarformaður í dótturfélögunum Orku náttúrunnar (ON) og Gagnaveitu Reykjavíkur (GR). Hjá dótturfélaginu Vatns- og fráveitu sf. fer hann með ákvörðunarvald á félagsfundum ásamt framkvæmdastjóra Veitna. Þá er hann framkvæmdastjóri í dótturfélaginu OR Eignir ohf., sem hefur ekki sjálfstæðan rekstur. Af fimm dótturfélögum OR er aðeins eitt sem Bjarni hefur enga beina aðkomu að, Veitur ohf. Með leyfinu víkur Bjarni úr öllum þessum hlutverkum. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um fær Bjarni aðeins greitt fyrir stjórnarformennskuna í ON og GR. Alls fær hann tæplega hálfa milljón á mánuði aukalega vegna þessa, ofan á grunnlaun sín sem forstjóri upp á tæplega 2,4 milljónir á mánuði. Það að Bjarni víki sem forstjóri kallar því á frekari ráðstafanir í ljósi þess hversu víða hann situr við borð innan Orkuveitunnar og frekari hrókeringa er þörf. Aðspurður hvort þörf sé á að endurskoða skipuritið og draga úr því sem kalla mætti alltumlykjandi hlutverk forstjórans, segir Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR, að það komi til greina.Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR. Fréttablaðið/Valli„Þetta er tiltölulega valddreift fyrirtæki, rekið í dótturfyrirtækjum sem eru tiltölulega sjálfstæð. Daglegur rekstur er í höndum þeirra sem stýra dótturfélögunum. Í þeim skilningi er talsverð valddreifing en auðvitað er það eitthvað sem mætti skoða, við erum bara ekki komin á það stig.“ Gylfi segir óljóst hversu umfangsmikið hlutverk afleysingaforstjórans verði. „Við erum fyrst og fremst að leita að forstjórastaðgengli. Ég þori ekki að lofa því að sá sem leysir af sem forstjóri muni stíga inn í allar þessar stjórnir því það eru auðvitað varamenn þar. Það er ákvörðun sem verður að taka í samráði stjórnar og þess sem kemur inn í staðinn.“ Gylfi á ekki von á öðru en að Bjarni verði á fullum launum á meðan á leyfinu stendur. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Reykjavík Sú ákvörðun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að víkja tímabundið úr starfi hefur varpað ljósi á umfangsmikið vald forstjóra í mörgum hlutverkum. Varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur segir að hugsanlega sé tilefni til að endurskoða hlutverk forstjórans innan samstæðunnar. Stjórn OR samþykkti í gærkvöldi ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að víkja tímabundið úr starfi meðan úttekt fer fram á meðal annars vinnustaðamenningu fyrirtækisins í ljósi hneykslismála sem komið hafa upp undanfarna daga og varða óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni stjórnenda innan samstæðunnar.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.Fréttablaðið/StefánBjarni Bjarnason er auk þess að vera forstjóri OR stjórnarformaður í dótturfélögunum Orku náttúrunnar (ON) og Gagnaveitu Reykjavíkur (GR). Hjá dótturfélaginu Vatns- og fráveitu sf. fer hann með ákvörðunarvald á félagsfundum ásamt framkvæmdastjóra Veitna. Þá er hann framkvæmdastjóri í dótturfélaginu OR Eignir ohf., sem hefur ekki sjálfstæðan rekstur. Af fimm dótturfélögum OR er aðeins eitt sem Bjarni hefur enga beina aðkomu að, Veitur ohf. Með leyfinu víkur Bjarni úr öllum þessum hlutverkum. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um fær Bjarni aðeins greitt fyrir stjórnarformennskuna í ON og GR. Alls fær hann tæplega hálfa milljón á mánuði aukalega vegna þessa, ofan á grunnlaun sín sem forstjóri upp á tæplega 2,4 milljónir á mánuði. Það að Bjarni víki sem forstjóri kallar því á frekari ráðstafanir í ljósi þess hversu víða hann situr við borð innan Orkuveitunnar og frekari hrókeringa er þörf. Aðspurður hvort þörf sé á að endurskoða skipuritið og draga úr því sem kalla mætti alltumlykjandi hlutverk forstjórans, segir Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR, að það komi til greina.Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR. Fréttablaðið/Valli„Þetta er tiltölulega valddreift fyrirtæki, rekið í dótturfyrirtækjum sem eru tiltölulega sjálfstæð. Daglegur rekstur er í höndum þeirra sem stýra dótturfélögunum. Í þeim skilningi er talsverð valddreifing en auðvitað er það eitthvað sem mætti skoða, við erum bara ekki komin á það stig.“ Gylfi segir óljóst hversu umfangsmikið hlutverk afleysingaforstjórans verði. „Við erum fyrst og fremst að leita að forstjórastaðgengli. Ég þori ekki að lofa því að sá sem leysir af sem forstjóri muni stíga inn í allar þessar stjórnir því það eru auðvitað varamenn þar. Það er ákvörðun sem verður að taka í samráði stjórnar og þess sem kemur inn í staðinn.“ Gylfi á ekki von á öðru en að Bjarni verði á fullum launum á meðan á leyfinu stendur.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24
Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55
Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30