Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. september 2018 06:45 Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir að ráðstafa eigi fjármunum fyrir þjóðarsjóð í önnur verkefni en styður stofnun sjóðsins. Fréttablaðið/ERNIR Alþingi Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna í stjórnarandstöðu um fyrirhugaðan þjóðarsjóð sem kominn er til kynningar á vef Stjórnarráðsins. Hugmyndin er að komið verði á fót varúðarsjóði til að mæta fátíðum efnahagslegum skakkaföllum til dæmis vegna vistkerfisbrests og náttúruhamfara sem valdi ríkissjóði verulegum fjárhagslegum skaða. Sjóðurinn verði fjármagnaður með framlögum úr ríkissjóði, jafnháum nýjum tekjum orkuvinnslufyrirtækja í ríkiseigu. Samþykki Alþingis þurfi til að veita megi fé úr þjóðarsjóði til ríkissjóðs. „Við hefðum talið að við núverandi aðstæður sé mikilvægast að greiða niður skuldir vegna þess að vextir af lánunum eru væntanlega hærri en ávöxtun af svona sjóði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Logi segir rétt að skoða hugmyndina með opnum huga en hugmyndafræðin að baki skipti máli og hvaða leið verði farin. „Norðmenn eru að greiða í sjóð arð af auðlind sem er takmörkuð og mun klárast fyrr eða síðar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að auðlindatekjur af raforku til dæmis, sem er endurnýjanleg, eigi að fara í niðurgreiðslu skulda og uppbyggingu á samfélagslegum innviðum.“ Hann segir einnig óljóst hvort um arðgreiðslur verði að ræða eða auðlindatekjur eins og í Noregi. „Ef svo er þá ættu einkafyrirtæki náttúrulega líka að leggja sitt af mörkum.“ Björn Leví Gunnarsson, Pírötum, talar á svipuðum nótum. „Af hverju eru bara orkuvinnslufyrirtækin nefnd, af hverju er orkan eina auðlindin sem á að fjármagna þennan sjóð?“ spyr Björn Leví og telur réttara að heimilin fari að fá einhvern ávinning af því að búið sé að greiða niður lán við uppbyggingu orkuvinnslu. „Af hverju ekki frekar að lækka aðeins orkugjöld heimilanna og fá eitthvað inn af auðlindagjöldum frá sjávarútveginum á móti til að tryggja fjármögnun sjóðsins?“ Í kynningunni um sjóðinn kemur fram að afmarkaðan hluta ráðstöfunarfjár sjóðsins eigi að nota til eflingar nýsköpunar og uppbyggingar hjúkrunarrýma. Þetta gagnrýnir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Hann segir þessi verkefni vissulega mikilvæg en þau eigi að fjármagna í fjárlögum hvers árs en ekki úr varasjóðum. „Við erum í hápunkti hagsveiflunnar, tekjur ríkissjóðs að sama skapi í hápunkti, en engu að síður þarf ríkisstjórnin að ganga á varasjóð sem þennan. Það verður því ekki betur séð en að þegar sé búið að eyða stórum hluta þess fjármagns sem ætti að renna í sjóðinn.“ Þorsteinn segir Viðreisn engu að síður fylgjandi stofnun sjóðsins enda hugmyndin mjög í anda hugmynda síðustu ríkisstjórnar sem Viðreisn átti hluta að. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. 19. september 2018 13:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Alþingi Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna í stjórnarandstöðu um fyrirhugaðan þjóðarsjóð sem kominn er til kynningar á vef Stjórnarráðsins. Hugmyndin er að komið verði á fót varúðarsjóði til að mæta fátíðum efnahagslegum skakkaföllum til dæmis vegna vistkerfisbrests og náttúruhamfara sem valdi ríkissjóði verulegum fjárhagslegum skaða. Sjóðurinn verði fjármagnaður með framlögum úr ríkissjóði, jafnháum nýjum tekjum orkuvinnslufyrirtækja í ríkiseigu. Samþykki Alþingis þurfi til að veita megi fé úr þjóðarsjóði til ríkissjóðs. „Við hefðum talið að við núverandi aðstæður sé mikilvægast að greiða niður skuldir vegna þess að vextir af lánunum eru væntanlega hærri en ávöxtun af svona sjóði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Logi segir rétt að skoða hugmyndina með opnum huga en hugmyndafræðin að baki skipti máli og hvaða leið verði farin. „Norðmenn eru að greiða í sjóð arð af auðlind sem er takmörkuð og mun klárast fyrr eða síðar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að auðlindatekjur af raforku til dæmis, sem er endurnýjanleg, eigi að fara í niðurgreiðslu skulda og uppbyggingu á samfélagslegum innviðum.“ Hann segir einnig óljóst hvort um arðgreiðslur verði að ræða eða auðlindatekjur eins og í Noregi. „Ef svo er þá ættu einkafyrirtæki náttúrulega líka að leggja sitt af mörkum.“ Björn Leví Gunnarsson, Pírötum, talar á svipuðum nótum. „Af hverju eru bara orkuvinnslufyrirtækin nefnd, af hverju er orkan eina auðlindin sem á að fjármagna þennan sjóð?“ spyr Björn Leví og telur réttara að heimilin fari að fá einhvern ávinning af því að búið sé að greiða niður lán við uppbyggingu orkuvinnslu. „Af hverju ekki frekar að lækka aðeins orkugjöld heimilanna og fá eitthvað inn af auðlindagjöldum frá sjávarútveginum á móti til að tryggja fjármögnun sjóðsins?“ Í kynningunni um sjóðinn kemur fram að afmarkaðan hluta ráðstöfunarfjár sjóðsins eigi að nota til eflingar nýsköpunar og uppbyggingar hjúkrunarrýma. Þetta gagnrýnir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Hann segir þessi verkefni vissulega mikilvæg en þau eigi að fjármagna í fjárlögum hvers árs en ekki úr varasjóðum. „Við erum í hápunkti hagsveiflunnar, tekjur ríkissjóðs að sama skapi í hápunkti, en engu að síður þarf ríkisstjórnin að ganga á varasjóð sem þennan. Það verður því ekki betur séð en að þegar sé búið að eyða stórum hluta þess fjármagns sem ætti að renna í sjóðinn.“ Þorsteinn segir Viðreisn engu að síður fylgjandi stofnun sjóðsins enda hugmyndin mjög í anda hugmynda síðustu ríkisstjórnar sem Viðreisn átti hluta að.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. 19. september 2018 13:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00
Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. 19. september 2018 13:30