Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. september 2018 08:00 Stór hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar að flatarmáli eða minni selst á eða yfir ásettu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga. Þetta kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs um markað með nýjar íbúðir. Hefur þetta hlutfall farið stöðugt vaxandi frá árinu 2010 þegar það var aðeins þrjú prósent. Í hámarki uppsveiflunnar 2007 var hlutfallið 18 prósent. Afar misjafnt er milli sveitarfélaga hversu stór hluti seldra íbúða á tímabilinu var nýjar íbúðir. Í Reykjavík var hlutfallið aðeins sex prósent en 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ. Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur bent á að miklu skipti að þær íbúðir sem byggðar verða á yfirstandandi uppbyggingarskeiði henti þörfum landsmanna. Margt bendi til þess að sérstakur skortur sé á minni og hagkvæmari íbúðum og að eftirspurnin beinist ekki síður að nýjum íbúðum. Þrátt fyrir það sé ljóst að fáar nýjar íbúðir sem komið hafa á markaðinn að undanförnu henti tekjulægstu hópunum. Þannig hafa fyrstu sjö mánuði ársins innan við tvö prósent nýrra íbúða verið auglýst undir 25 milljónum og um fimm prósent undir 30 milljónum. Af eldri íbúðum voru sex prósent auglýst undir 25 milljónum og um 13 prósent undir 30 milljónum. Í Reykjavík var fermetraverð nýrra íbúða 32 prósentum hærra en eldri íbúða. Var fermetraverð nýrra íbúða að meðaltali 586 þúsund krónur en meðaltal eldri íbúða 445 þúsund. Þessi munur var minni í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann var tólf prósent, og í nágrannasveitarfélögum, þar sem hann var 17 prósent. Á landsbyggðinni var þessi munur hins vegar 75 prósent. Þegar söluverð er skoðað í samanburði við ásett verð kemur í ljós að tæplega þrír fjórðuhlutar nýrra íbúða sem eru innan við 80 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði. Innan við þriðjungur eldri íbúða í þessum stærðarflokki selst á eða yfir ásettu verði. Svipaða sögu er að segja um íbúðir 80-120 fermetra. Mun færri nýjar íbúðir stærri en 120 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði, eða tæpur þriðjungur. Hlutfall tveggja og þriggja herbergja íbúða sem voru seldar á tímabilinu var hærra af nýjum íbúðum en þeim eldri. Þannig voru tveggja herbergja íbúðir 23 prósent seldra nýrra íbúða en 16 prósent þeirra eldri. Um 35 prósent nýrra íbúða sem seldust voru þriggja herbergja en hlutfallið fyrir eldri íbúðir var um 30 prósent. Um þriðjungur þeirra íbúða sem nú eru skráðar í byggingu samkvæmt Þjóðskrá er í Reykjavík, 14 prósent í Kópavogi, 8 prósent í Reykjanesbæ og 7 prósent bæði í Árborg og Mosfellsbæ. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga. Þetta kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs um markað með nýjar íbúðir. Hefur þetta hlutfall farið stöðugt vaxandi frá árinu 2010 þegar það var aðeins þrjú prósent. Í hámarki uppsveiflunnar 2007 var hlutfallið 18 prósent. Afar misjafnt er milli sveitarfélaga hversu stór hluti seldra íbúða á tímabilinu var nýjar íbúðir. Í Reykjavík var hlutfallið aðeins sex prósent en 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ. Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur bent á að miklu skipti að þær íbúðir sem byggðar verða á yfirstandandi uppbyggingarskeiði henti þörfum landsmanna. Margt bendi til þess að sérstakur skortur sé á minni og hagkvæmari íbúðum og að eftirspurnin beinist ekki síður að nýjum íbúðum. Þrátt fyrir það sé ljóst að fáar nýjar íbúðir sem komið hafa á markaðinn að undanförnu henti tekjulægstu hópunum. Þannig hafa fyrstu sjö mánuði ársins innan við tvö prósent nýrra íbúða verið auglýst undir 25 milljónum og um fimm prósent undir 30 milljónum. Af eldri íbúðum voru sex prósent auglýst undir 25 milljónum og um 13 prósent undir 30 milljónum. Í Reykjavík var fermetraverð nýrra íbúða 32 prósentum hærra en eldri íbúða. Var fermetraverð nýrra íbúða að meðaltali 586 þúsund krónur en meðaltal eldri íbúða 445 þúsund. Þessi munur var minni í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann var tólf prósent, og í nágrannasveitarfélögum, þar sem hann var 17 prósent. Á landsbyggðinni var þessi munur hins vegar 75 prósent. Þegar söluverð er skoðað í samanburði við ásett verð kemur í ljós að tæplega þrír fjórðuhlutar nýrra íbúða sem eru innan við 80 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði. Innan við þriðjungur eldri íbúða í þessum stærðarflokki selst á eða yfir ásettu verði. Svipaða sögu er að segja um íbúðir 80-120 fermetra. Mun færri nýjar íbúðir stærri en 120 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði, eða tæpur þriðjungur. Hlutfall tveggja og þriggja herbergja íbúða sem voru seldar á tímabilinu var hærra af nýjum íbúðum en þeim eldri. Þannig voru tveggja herbergja íbúðir 23 prósent seldra nýrra íbúða en 16 prósent þeirra eldri. Um 35 prósent nýrra íbúða sem seldust voru þriggja herbergja en hlutfallið fyrir eldri íbúðir var um 30 prósent. Um þriðjungur þeirra íbúða sem nú eru skráðar í byggingu samkvæmt Þjóðskrá er í Reykjavík, 14 prósent í Kópavogi, 8 prósent í Reykjanesbæ og 7 prósent bæði í Árborg og Mosfellsbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira