RIFF er handan við hornið! 22. september 2018 09:15 Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin á næstu dögum. Í kvikmyndunum sem hafa verið valdar á hátíðina í ár er tekið á ýmsum málefnum á borð við flóttamenn, umhverfisáhrif, kynhneigð og fleira sem er í hávegum haft. Vissulega eitthvað sem vert er að kynna sér betur. Einnig eru ýmsir aðrir spennandi viðburðir á döfinni. Allar upplýsingar má finna á riff.is en Fréttablaðið tók saman smá leiðarvísi fyrir áhugasama. RIFF um alla borg RIFF sér um að gera hátíðina sýnilega sem flestum og koma hátíðinni til borgarbúanna. Í ár mun RIFF vera í samstarfi við The One Minutes sem er alþjóðlegt tengslanet helgað kvikmyndum. Frá árinu 1998 hafa The One Minutes framleitt og dreift yfir 17.000 vídeó verkum eftir listamenn frá yfir 120 löndum. Einnar mínútu myndirnar verða sýndar í nokkrum bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu, Mandí, strætó og á fleiri stöðum. Hreyfimyndasmiðja Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson, höfundar stillukvikmyndarinnar Marglita marglyttan, halda hreyfimyndasmiðju fyrir einstaklinga átta ára og eldri á RIFF. Hreyfimyndasmiðjan er um tveggja klukkustunda löng og fá þátttakendur að gera sína eigin stillukvikmynd í smiðjunni. Skráning fer fram á heimasíðum bókasafnanna en smiðjurnar fara fram í Bókasafni Kópavogs 29. september frá kl. 14.00–16.00, í Borgarbókasafninu í Grófinni þann 7. október kl. 14.00–16.00 og í Bókasafni Seltjarnarness 6. október kl. 11.30–13.30. Flokkar kvikmynda á hátíðinni Um 100 kvikmyndir hafa verið sýndar á RIFF frá um 40 löndum frá upphafi. Kvikmyndunum er skipt upp í flokka til að hafa hátíðina sem aðgengilegasta. Flokkarnir eru: Erlendar stuttmyndir, Fyrir opnu hafi, Gulleggið, Heimildarmyndir, Ísland í brennidepli, Íslenskar stuttmyndir, LUX verðlaunin, Norðurslóðir, Önnur framtíð, Special screenings, Upprennandi meistari, Vitranir og Sjónarrönd: Eystrasaltslöndin. Leikarinn Mads Mikkelsen mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik. Meistaraspjall Á hátíðinni verða nokkrir meistaratímar eða master classes þar sem þekktir og fróðir kvikmyndagerðarmenn stýra umræðum um mikilvæg málefni eins og kvikmyndagerð og jafnrétti. Þannig verða sér umræður um kvikmyndagerð Jonas Mekas sem er kallaður guðfaðir bandaríska framúrstefnubíósins og nokkrir aðrir kvikmyndagerðarmenn fá sérumræður, einnig verður þema eins panelsins Konur og kvikmyndagerð. Sergei Loznitsa verður föstudaginn 28. september kl. 13.00 í Norræna húsinu. Í meistaraspjalli sínu einblínir Sergei Loznitsa á hvernig mörkin á milli skáldskapar og veruleika eru óðum að þurrkast út á tímum falsfrétta og síðsannleika. Til hliðsjónar hefur hann nýjustu mynd sína, Donbass, sem jafnframt er opnunarmynd RIFF í ár. Jonas Mekas verður fimmtudaginn 4. október kl. 13.00 í Norræna húsinu. Laila Palkanina verður fimmtudaginn 4. október kl. 14.45 í Norræna húsinu. Stefnumót við athugunarbíó Lailu Pakalnina í samstarfi við kvikmyndasmiðjuna RIFF Talent Lab. Birtist í Fréttablaðinu RIFF Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Í kvikmyndunum sem hafa verið valdar á hátíðina í ár er tekið á ýmsum málefnum á borð við flóttamenn, umhverfisáhrif, kynhneigð og fleira sem er í hávegum haft. Vissulega eitthvað sem vert er að kynna sér betur. Einnig eru ýmsir aðrir spennandi viðburðir á döfinni. Allar upplýsingar má finna á riff.is en Fréttablaðið tók saman smá leiðarvísi fyrir áhugasama. RIFF um alla borg RIFF sér um að gera hátíðina sýnilega sem flestum og koma hátíðinni til borgarbúanna. Í ár mun RIFF vera í samstarfi við The One Minutes sem er alþjóðlegt tengslanet helgað kvikmyndum. Frá árinu 1998 hafa The One Minutes framleitt og dreift yfir 17.000 vídeó verkum eftir listamenn frá yfir 120 löndum. Einnar mínútu myndirnar verða sýndar í nokkrum bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu, Mandí, strætó og á fleiri stöðum. Hreyfimyndasmiðja Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson, höfundar stillukvikmyndarinnar Marglita marglyttan, halda hreyfimyndasmiðju fyrir einstaklinga átta ára og eldri á RIFF. Hreyfimyndasmiðjan er um tveggja klukkustunda löng og fá þátttakendur að gera sína eigin stillukvikmynd í smiðjunni. Skráning fer fram á heimasíðum bókasafnanna en smiðjurnar fara fram í Bókasafni Kópavogs 29. september frá kl. 14.00–16.00, í Borgarbókasafninu í Grófinni þann 7. október kl. 14.00–16.00 og í Bókasafni Seltjarnarness 6. október kl. 11.30–13.30. Flokkar kvikmynda á hátíðinni Um 100 kvikmyndir hafa verið sýndar á RIFF frá um 40 löndum frá upphafi. Kvikmyndunum er skipt upp í flokka til að hafa hátíðina sem aðgengilegasta. Flokkarnir eru: Erlendar stuttmyndir, Fyrir opnu hafi, Gulleggið, Heimildarmyndir, Ísland í brennidepli, Íslenskar stuttmyndir, LUX verðlaunin, Norðurslóðir, Önnur framtíð, Special screenings, Upprennandi meistari, Vitranir og Sjónarrönd: Eystrasaltslöndin. Leikarinn Mads Mikkelsen mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik. Meistaraspjall Á hátíðinni verða nokkrir meistaratímar eða master classes þar sem þekktir og fróðir kvikmyndagerðarmenn stýra umræðum um mikilvæg málefni eins og kvikmyndagerð og jafnrétti. Þannig verða sér umræður um kvikmyndagerð Jonas Mekas sem er kallaður guðfaðir bandaríska framúrstefnubíósins og nokkrir aðrir kvikmyndagerðarmenn fá sérumræður, einnig verður þema eins panelsins Konur og kvikmyndagerð. Sergei Loznitsa verður föstudaginn 28. september kl. 13.00 í Norræna húsinu. Í meistaraspjalli sínu einblínir Sergei Loznitsa á hvernig mörkin á milli skáldskapar og veruleika eru óðum að þurrkast út á tímum falsfrétta og síðsannleika. Til hliðsjónar hefur hann nýjustu mynd sína, Donbass, sem jafnframt er opnunarmynd RIFF í ár. Jonas Mekas verður fimmtudaginn 4. október kl. 13.00 í Norræna húsinu. Laila Palkanina verður fimmtudaginn 4. október kl. 14.45 í Norræna húsinu. Stefnumót við athugunarbíó Lailu Pakalnina í samstarfi við kvikmyndasmiðjuna RIFF Talent Lab.
Birtist í Fréttablaðinu RIFF Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp