Engin pólitísk viðkvæmni fyrir því að nota orðið borgarlína mikael@frettabladid.is skrifar 22. september 2018 07:30 Framkvæmdastjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherra við undirritunina í gær. Fréttablaðið/Ernir Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir enga pólitíska viðkvæmni hafa verið fyrir því að nota orðið borgarlína í viljayfirlýsingu hans, borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem undirrituð var í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, veitti fjarveru orðsins athygli í gær. Dagur B. Eggertsson segir að í skjölum sem vísað er í sé orðið notað. „Mér finnst borgarlínuorðið mjög gott og nota það gjarnan sjálfur um hágæða almenningssamgöngukerfi sem er hugtakið sem er notað í þessu samkomulagi. Í þeim skjölum sem vísað er í er orðið borgarlína líka notað þannig að ég held að það taki ekki langan tíma að fjalla um það í þeirri vinnu sem fram undan er,“ segir Dagur B. spurður út í málið.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Fréttablaðið/ErnirSkjölin sem Dagur vísar í eru að hans sögn sameiginlegar tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins sem lagðar voru fram í febrúar síðastliðnum. „Það er ekki nein einstök framkvæmd tilgreind þarna, heldur er talað um samgöngur á stofnbrautum, umferðarflæði, nútímaalmenningssamgöngur, ekkert hugtak eða nafn á neinum tilteknum framkvæmdum notað,“ segir Sigurður Ingi. Fjallað sé almennt um þetta en afraksturinn verði síðan tilteknar framkvæmdir og samkomulag um þær. Dagur sagði við undirritunina í gær að öllum vafa væri nú eytt um skiptingu kostnaðar við borgarlínuverkefnið. Eyþór Arnalds sagði á Facebook-síðu sinni í gær að það væri vissulega fagnaðarefni að farið yrði í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu eftir stórt stopp en að ljóst væri að Miklabraut í stokk væri ekki væntanlegt verkefni næsta áratuginn og að borgarlínan væri ófjármögnuð. Viljayfirlýsingin er um að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að ná samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Í viljayfirlýsingunni er talað um að hefja framkvæmdir við hágæða almenningssamgöngur á þarnæsta ári, eyða flöskuhálsum og stefna að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaganna, eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sjá meira
Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir enga pólitíska viðkvæmni hafa verið fyrir því að nota orðið borgarlína í viljayfirlýsingu hans, borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem undirrituð var í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, veitti fjarveru orðsins athygli í gær. Dagur B. Eggertsson segir að í skjölum sem vísað er í sé orðið notað. „Mér finnst borgarlínuorðið mjög gott og nota það gjarnan sjálfur um hágæða almenningssamgöngukerfi sem er hugtakið sem er notað í þessu samkomulagi. Í þeim skjölum sem vísað er í er orðið borgarlína líka notað þannig að ég held að það taki ekki langan tíma að fjalla um það í þeirri vinnu sem fram undan er,“ segir Dagur B. spurður út í málið.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Fréttablaðið/ErnirSkjölin sem Dagur vísar í eru að hans sögn sameiginlegar tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins sem lagðar voru fram í febrúar síðastliðnum. „Það er ekki nein einstök framkvæmd tilgreind þarna, heldur er talað um samgöngur á stofnbrautum, umferðarflæði, nútímaalmenningssamgöngur, ekkert hugtak eða nafn á neinum tilteknum framkvæmdum notað,“ segir Sigurður Ingi. Fjallað sé almennt um þetta en afraksturinn verði síðan tilteknar framkvæmdir og samkomulag um þær. Dagur sagði við undirritunina í gær að öllum vafa væri nú eytt um skiptingu kostnaðar við borgarlínuverkefnið. Eyþór Arnalds sagði á Facebook-síðu sinni í gær að það væri vissulega fagnaðarefni að farið yrði í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu eftir stórt stopp en að ljóst væri að Miklabraut í stokk væri ekki væntanlegt verkefni næsta áratuginn og að borgarlínan væri ófjármögnuð. Viljayfirlýsingin er um að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að ná samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Í viljayfirlýsingunni er talað um að hefja framkvæmdir við hágæða almenningssamgöngur á þarnæsta ári, eyða flöskuhálsum og stefna að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaganna, eins og það er orðað í yfirlýsingunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sjá meira