Snýst um að enda þjáningar en ekki líf Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. september 2018 09:30 Sérfræðingar á sviði dánaraðstoðar frá Belgíu og Hollandi mæla með því að Íslendingar ræði málefnið á opinskáan hátt og horfi til reynslu sinna þjóða. Í Belgíu er litið á dánaraðstoð sem hluta af líknandi meðferð. Fréttablaðið/Eyþór Ég myndi fyrst af öllu, sem vísindamaður og prófessor í læknasiðfræði, mæla með því að þið skoðuðuð gögnin og reynsluna frá Belgíu og Hollandi. Það hafa hvergi verið gerðar jafn margar vísindarannsóknir á dánaraðstoð og í þessum löndum,“ segir Jan Bernheim, sem er fyrrverandi krabbameinslæknir og prófessor í læknasiðfræði við Vrije-háskóla í Brussel. Hann var meðal fyrirlesara á málþingi um dánaraðstoð og líknarmeðferð sem haldið var í gær. Það var Endurmenntun Háskóla Íslands í samvinnu við Lífsvirðingu, félag um dánaraðstoð, sem stóð fyrir málþinginu. Jan segir að þegar hann hafi starfað sem krabbameinslæknir í Brussel fyrir nokkrum áratugum hafi hann reglulega hitt sjúklinga sem vildu fá aðstoð við að deyja. „Þetta var fólk sem þjáðist mikið, bæði líkamlega og andlega, en við gátum ekki orðið við óskum þess.“ Hann segir að Belgar hafi sótt í reynslu Breta af líknandi meðferð og byggt upp þá þjónustu. „Sú hugsun var alltaf til staðar að ef við gætum verið með mjög góða líknandi meðferð, þá gætum við líka samþykkt dánaraðstoð. Það er lykillinn að belgíska módelinu, að dánaraðstoðin varð til út frá líknandi meðferð og er nú orðinn hluti hennar.“ Jan segist vera með tvær tilgátur í sambandi við dánaraðstoð. Hann telur að fólk sem hafi tekið ákvörðun um að nýta sér dánaraðstoð, ef slíkar aðstæður kæmu upp, lifi lengur. „Þessir einstaklingar vita að þeir munu ekki þjást, sem veitir þeim ákveðna ró.“ Hin tilgátan tengist fólki með geðræna sjúkdóma. „Það eru alltaf nokkur tilfelli sem tengjast fólki með geðræna sjúkdóma sem hljómar óneitanlega ógnvekjandi. En með þessum valmöguleika hefur verið komið í veg fyrir fleiri sjálfsmorð en sem nemur fjölda tilfella þar sem sjúklingar með geðræna sjúkdóma hafa fengið dánaraðstoð.“ Hollendingurinn Rob Jonquière, sem er fyrrverandi heimilislæknir og núverandi framkvæmdastjóri Alheimssamtaka félaga um réttinn til að deyja, hélt einnig fyrirlestur. „Ég nálgast viðfangsefnið á vísindalegan hátt en ekki trúarlegan. Alls staðar um heiminn sjáum við andstöðu meðal ýmissa trúarhópa, sérstaklega kaþólsku kirkjunnar.“ Ráðleggingar hans til Íslendinga eru þær að eiga umræður um dánaraðstoð. „Það þarf að tala um þetta á gagnsæjan og opinskáan hátt. Umræðan má ekki verða of tilfinningaleg. Það þarf að skoða hvernig þetta hefur verið útfært á mismunandi hátt milli landa.“ Hann hvetur til þess að dánaraðstoð verði gerð að einum valmöguleika en leggur áherslu á að þótt slíkt yrði lögfest þýði það ekki að fólk verði að nýta sér það. Ekki sé hægt að skylda lækna til að taka þátt í að veita dánaraðstoð. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar. Sá sem biður um dánaraðstoð vill ekki deyja. Hann vill ekki lifa við sínar aðstæður lengur. Ég held að afar fáir í Hollandi líti ekki á dánaraðstoð sem valmöguleika til dæmis við ólæknandi krabbameini.“ Rob segir að viðhorfin séu að breytast víða um heim og áhuginn á málefninu að aukast. „Ég er samt hissa á því hversu lítið er að gerast á Norðurlöndunum. Það eru hópar að berjast fyrir málefninu en það gengur hægt.“Löglegt síðan 2002 Dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi og Belgíu árið 2002. Í Hollandi höfðu læknar raunar aðstoðað sjúklinga við að deyja síðan á 8. áratugnum. Síðar voru settar reglur þar sem læknar þurftu að tilkynna um slík tilvik. Samkvæmt lögunum þarf viðkomandi sjúklingur að þjást af ólæknandi sjúkdómi og engin von vera um bata. Hann þarf sjálfur að óska eftir dánaraðstoð og vera metinn hæfur til að taka slíka ákvörðun. Óháður læknir þarf að staðfesta mat læknis viðkomandi sjúklings. 4,3 prósent þeirra sem deyja árlega í Belgíu nutu dánaraðstoðar og 4,1 prósent í Hollandi. Þingsályktunartillaga Á Alþingi hefur þingsályktunartillaga um dánaraðstoð verið lögð fram tvívegis. Þar lögðu flutningsmenn til að heilbrigðisráðherra yrði falið að taka saman upplýsingar um þróun lagaramma þar sem dánaraðstoð er leyfð. Einnig yrði opinber umræða í nágrannalöndum skoðuð. Þá yrði gerð skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra. Að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, fyrsta flutningsmanns tillögunnar, stendur til að leggja hana fram í þriðja sinn í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sjá meira
Ég myndi fyrst af öllu, sem vísindamaður og prófessor í læknasiðfræði, mæla með því að þið skoðuðuð gögnin og reynsluna frá Belgíu og Hollandi. Það hafa hvergi verið gerðar jafn margar vísindarannsóknir á dánaraðstoð og í þessum löndum,“ segir Jan Bernheim, sem er fyrrverandi krabbameinslæknir og prófessor í læknasiðfræði við Vrije-háskóla í Brussel. Hann var meðal fyrirlesara á málþingi um dánaraðstoð og líknarmeðferð sem haldið var í gær. Það var Endurmenntun Háskóla Íslands í samvinnu við Lífsvirðingu, félag um dánaraðstoð, sem stóð fyrir málþinginu. Jan segir að þegar hann hafi starfað sem krabbameinslæknir í Brussel fyrir nokkrum áratugum hafi hann reglulega hitt sjúklinga sem vildu fá aðstoð við að deyja. „Þetta var fólk sem þjáðist mikið, bæði líkamlega og andlega, en við gátum ekki orðið við óskum þess.“ Hann segir að Belgar hafi sótt í reynslu Breta af líknandi meðferð og byggt upp þá þjónustu. „Sú hugsun var alltaf til staðar að ef við gætum verið með mjög góða líknandi meðferð, þá gætum við líka samþykkt dánaraðstoð. Það er lykillinn að belgíska módelinu, að dánaraðstoðin varð til út frá líknandi meðferð og er nú orðinn hluti hennar.“ Jan segist vera með tvær tilgátur í sambandi við dánaraðstoð. Hann telur að fólk sem hafi tekið ákvörðun um að nýta sér dánaraðstoð, ef slíkar aðstæður kæmu upp, lifi lengur. „Þessir einstaklingar vita að þeir munu ekki þjást, sem veitir þeim ákveðna ró.“ Hin tilgátan tengist fólki með geðræna sjúkdóma. „Það eru alltaf nokkur tilfelli sem tengjast fólki með geðræna sjúkdóma sem hljómar óneitanlega ógnvekjandi. En með þessum valmöguleika hefur verið komið í veg fyrir fleiri sjálfsmorð en sem nemur fjölda tilfella þar sem sjúklingar með geðræna sjúkdóma hafa fengið dánaraðstoð.“ Hollendingurinn Rob Jonquière, sem er fyrrverandi heimilislæknir og núverandi framkvæmdastjóri Alheimssamtaka félaga um réttinn til að deyja, hélt einnig fyrirlestur. „Ég nálgast viðfangsefnið á vísindalegan hátt en ekki trúarlegan. Alls staðar um heiminn sjáum við andstöðu meðal ýmissa trúarhópa, sérstaklega kaþólsku kirkjunnar.“ Ráðleggingar hans til Íslendinga eru þær að eiga umræður um dánaraðstoð. „Það þarf að tala um þetta á gagnsæjan og opinskáan hátt. Umræðan má ekki verða of tilfinningaleg. Það þarf að skoða hvernig þetta hefur verið útfært á mismunandi hátt milli landa.“ Hann hvetur til þess að dánaraðstoð verði gerð að einum valmöguleika en leggur áherslu á að þótt slíkt yrði lögfest þýði það ekki að fólk verði að nýta sér það. Ekki sé hægt að skylda lækna til að taka þátt í að veita dánaraðstoð. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar. Sá sem biður um dánaraðstoð vill ekki deyja. Hann vill ekki lifa við sínar aðstæður lengur. Ég held að afar fáir í Hollandi líti ekki á dánaraðstoð sem valmöguleika til dæmis við ólæknandi krabbameini.“ Rob segir að viðhorfin séu að breytast víða um heim og áhuginn á málefninu að aukast. „Ég er samt hissa á því hversu lítið er að gerast á Norðurlöndunum. Það eru hópar að berjast fyrir málefninu en það gengur hægt.“Löglegt síðan 2002 Dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi og Belgíu árið 2002. Í Hollandi höfðu læknar raunar aðstoðað sjúklinga við að deyja síðan á 8. áratugnum. Síðar voru settar reglur þar sem læknar þurftu að tilkynna um slík tilvik. Samkvæmt lögunum þarf viðkomandi sjúklingur að þjást af ólæknandi sjúkdómi og engin von vera um bata. Hann þarf sjálfur að óska eftir dánaraðstoð og vera metinn hæfur til að taka slíka ákvörðun. Óháður læknir þarf að staðfesta mat læknis viðkomandi sjúklings. 4,3 prósent þeirra sem deyja árlega í Belgíu nutu dánaraðstoðar og 4,1 prósent í Hollandi. Þingsályktunartillaga Á Alþingi hefur þingsályktunartillaga um dánaraðstoð verið lögð fram tvívegis. Þar lögðu flutningsmenn til að heilbrigðisráðherra yrði falið að taka saman upplýsingar um þróun lagaramma þar sem dánaraðstoð er leyfð. Einnig yrði opinber umræða í nágrannalöndum skoðuð. Þá yrði gerð skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra. Að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, fyrsta flutningsmanns tillögunnar, stendur til að leggja hana fram í þriðja sinn í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sjá meira