Handbolti

Óðinn og félagar höfðu betur gegn Vigni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn fer vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni
Óðinn fer vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni Vísir/Anton Brink
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar höfðu betur gegn Vigni Svavarssyni og félögum í slag Íslendingaliðanna Holstebro og GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Heimamenn í Holstebro byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina út fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik 17-16. Gestirnir komust yfir snemma í seinni hálfleik, náðu að koma sér í ágæta forystu sem þeir gáfu aldrei eftir.

Lokatölur 27-30 og þriggja marka sigur GOG staðreynd.

Vignir skoraði eitt mark fyrir Holstebro. Óðinn Þór gerði þrjú mörk í fjórum skotum fyrir GOG.

Þetta var fyrsti tapleikur Holstebro í deildinni til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×