Hvetur þá sem synjað er um ferðaþjónustu til að áfrýja 22. september 2018 20:30 Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.Í fréttum okkar í vikunni var rætt við eiginkonu manns sem lamaðist eftir heilablóðfallen hefur ítrekað verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Hún kveðst hafa litlar sem engar skýringar hafa fengið á því af hverju manni hennar hafi verið synjað um þjónustuna.„Það getur verið eins og í þessu dæmi að viðkomandi sé búsettur á hjúkrunarheimili. Þá fellur það ekki að reglununum en það er samt sem áður alltaf hægt að áfrýja því til velferðarráðs,“ segir Sigtryggur Jónsson, Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.Ætti það að skipta máli því nú eru hjúkrunarheimili alveg jafn mikil heimili fólks eins og önnur búseta?„Ég get ekki svarað því, við setjum ekki reglurnar. Okkur er bara skylt að fara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru settar,“ segir Sigtryggur.Þjónustumiðstöðvar borgarinnar sjá um að afgreiða umsóknir, bæði um ferðaþjónustu fyrir fatlaðra og akstursþjónustu fyrir aldraða. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á akstursþjónstu aldraðra er að viðkomandi búi í eigin húsnæði.„Þegar fólk er fatlað sækir það um í ferðaþjónustu fatlaðra, annars sækir það um í akstursþjónustu eldri borgara. Hvað þetta mál varðar, eftir fréttirnar, þá var strax haft samband við aðstandana og honum leiðbeint hvernig ætti að fara að þessu,“ segir Sigtryggur.Umsóknum þarf að skila inn skriflega sem krefst heimsóknar í þjónustumiðstöð. Fljótlega verður þó hægt að sækja um rafrænt.„Ef að það kemur í ljós í samtalinu að skilyrði eru ekki uppfyllt er fólki samt leiðbeint um að sækja samt um vegna þess að það er alltaf hægt að áfrýja allri höfnun á þjónustu,“ segir Sigtryggur. Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.Í fréttum okkar í vikunni var rætt við eiginkonu manns sem lamaðist eftir heilablóðfallen hefur ítrekað verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Hún kveðst hafa litlar sem engar skýringar hafa fengið á því af hverju manni hennar hafi verið synjað um þjónustuna.„Það getur verið eins og í þessu dæmi að viðkomandi sé búsettur á hjúkrunarheimili. Þá fellur það ekki að reglununum en það er samt sem áður alltaf hægt að áfrýja því til velferðarráðs,“ segir Sigtryggur Jónsson, Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.Ætti það að skipta máli því nú eru hjúkrunarheimili alveg jafn mikil heimili fólks eins og önnur búseta?„Ég get ekki svarað því, við setjum ekki reglurnar. Okkur er bara skylt að fara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru settar,“ segir Sigtryggur.Þjónustumiðstöðvar borgarinnar sjá um að afgreiða umsóknir, bæði um ferðaþjónustu fyrir fatlaðra og akstursþjónustu fyrir aldraða. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á akstursþjónstu aldraðra er að viðkomandi búi í eigin húsnæði.„Þegar fólk er fatlað sækir það um í ferðaþjónustu fatlaðra, annars sækir það um í akstursþjónustu eldri borgara. Hvað þetta mál varðar, eftir fréttirnar, þá var strax haft samband við aðstandana og honum leiðbeint hvernig ætti að fara að þessu,“ segir Sigtryggur.Umsóknum þarf að skila inn skriflega sem krefst heimsóknar í þjónustumiðstöð. Fljótlega verður þó hægt að sækja um rafrænt.„Ef að það kemur í ljós í samtalinu að skilyrði eru ekki uppfyllt er fólki samt leiðbeint um að sækja samt um vegna þess að það er alltaf hægt að áfrýja allri höfnun á þjónustu,“ segir Sigtryggur.
Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00