Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta mark Rosengård í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Miðvörðurinn öflugi getur látið til sín taka í teig andstæðinganna eins og hún hefur sýnt í síðustu leikjum íslenska landsliðsins.
Hún skoraði fyrir Rosengård í dag eftir níu mínútur þegar Kristianstads mætti í heimsókn. Celia Jimenez bætti við öðru marki á 42. mínútu og Anja Mittag tryggði 3-0 sigur á 60. mínútu.
Sif Atladóttir var á sínum stað í vörn Kristianstads sem er undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.
Glódís á skotskónum í Íslendingaslag
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti