Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Gissur Sigurðsson skrifar 24. september 2018 13:03 Hægt verður að skrá sig í áskrift á netinu. Fréttablaðið/Auðunn Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. Þetta á bæði við um fólksbíla og stóra flutningambíla þannig að gjöld verði um 2000 krónur fyrir fólksbíla og allt að 6000 krónur fyrir stóra bíla. Þetta er þó ekki endanlega ákveðið að sögn Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga.Morgunblaðið greindi frá verðhugmyndunum í morgun en Valgeir minnir á að gjaldskráin sé enn í mótun. „Það eiga eftir að koma afsláttarkjör og slíkt fyrir þá sem keyra og nota göngin mikið,“ segir Valgeir. Hann reiknar með um tvöföldu verði á við það sem verið hefur í Hvalfirðinum. Þar hefur stök ferð á fólksbíl kostað 1000 krónur en allt að 3400 krónur fyrir staka ferð stærstu ökutækja. Gjaldtöku í Hvalfirði verður hætt þann 28. september.Áætluð verklok 30. nóvember. Rukkun fyrir norðan verður þó með ólíkum hætti. Valgeir segir stefnt á að hafa göngin sjálfvirk að því leyti. Menn geti keypt áskrift á netinu eða með appi þar sem fólk leggur til greiðslukortaupplýsingar. Valgeir segir að Vaðlaheiðargöng reikni með um 800 milljónum króna á ári í tekjur vegna gjaldtöku. Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og sagði Valgeir, í samtali við Stöð 2 á dögunum, mikilvægt að festa niður dagsetningu verkloka. Að neðan má sjá myndband frá því þegar Tryggvi Páll Tryggvason, fréttamaður Vísis norðan heiða, ók í gegnum göngin. Myndbandið er spilað á sexföldum hraða. Hvalfjarðargöng Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. Þetta á bæði við um fólksbíla og stóra flutningambíla þannig að gjöld verði um 2000 krónur fyrir fólksbíla og allt að 6000 krónur fyrir stóra bíla. Þetta er þó ekki endanlega ákveðið að sögn Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga.Morgunblaðið greindi frá verðhugmyndunum í morgun en Valgeir minnir á að gjaldskráin sé enn í mótun. „Það eiga eftir að koma afsláttarkjör og slíkt fyrir þá sem keyra og nota göngin mikið,“ segir Valgeir. Hann reiknar með um tvöföldu verði á við það sem verið hefur í Hvalfirðinum. Þar hefur stök ferð á fólksbíl kostað 1000 krónur en allt að 3400 krónur fyrir staka ferð stærstu ökutækja. Gjaldtöku í Hvalfirði verður hætt þann 28. september.Áætluð verklok 30. nóvember. Rukkun fyrir norðan verður þó með ólíkum hætti. Valgeir segir stefnt á að hafa göngin sjálfvirk að því leyti. Menn geti keypt áskrift á netinu eða með appi þar sem fólk leggur til greiðslukortaupplýsingar. Valgeir segir að Vaðlaheiðargöng reikni með um 800 milljónum króna á ári í tekjur vegna gjaldtöku. Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og sagði Valgeir, í samtali við Stöð 2 á dögunum, mikilvægt að festa niður dagsetningu verkloka. Að neðan má sjá myndband frá því þegar Tryggvi Páll Tryggvason, fréttamaður Vísis norðan heiða, ók í gegnum göngin. Myndbandið er spilað á sexföldum hraða.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira