Seinni bylgjan: Fimm bestu sem komast ekki í B-landsliðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. september 2018 14:30 S2 Sport Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta valdi á dögunum B-landsliðshóp sem æfir um næstu helgi. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport fóru yfir topp 5 lista þeirra leikmanna sem ekki voru valdir. Í B-landsliðið koma saman leikmenn eingöngu úr Olísdeild karla. Þetta er verkefni sem HSÍ vill halda gangandi, þarna koma saman leikmenn sem eru kannski ekki komnir á þann stað að komast í A-landsliðið en geta æft saman og sannað sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Í hópnum að þessu sinni eru menn á borð við Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson. En hvaða leikmenn mega vera nokkuð svekktir yfir því að vera ekki í þessum tuttugu manna æfingahóp? Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, setti saman lista yfir topp 5 leikmenn sem misstu af sæti í hópnum. Selfyssingurinn Hergeir Grímsson er í fimmta sæti og í fjórða sæti er Júlíus Þórir Stefánsson. Félagi hans hjá Aftureldingu Böðvar Páll Ásgeirsson er í þriðja sæti. Í öðru sæti er Sveinn Andri Sveinsson hjá ÍR. „Kannski okkar efnilegasti miðjumaður svona fyrir utan Hauk. Er spilari, stjórnar ÍR núna meira, og ég var bara svolítið hissa á að hann væri ekki valinn. Ég verð bara að segja það Gummi,“ sagði Jóhann Gunnar og ávarpaði þar landsliðsþjálfarann í gegnum víðtækin. Efstur á þessum topplista er Theodór Sigurbjörnsson, Íslands- og bikarmeistari með ÍBV. „Hann er með einn hægri hornamann í þessum hópi, Kristján Orri, fullkomlega verðskuldað. Ég veit ekki afhverju Teddi er ekki. Hann gaf einhvern tíman ekki kost á sér, er Gummi kominn í fýlu út í hann? Ég veit það ekki.“ „Skrítið að hann sé ekki nefndur þarna og valinn því hann var byrjaður að spila aðeins í A-landsliðinu og stóð sig frábærlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla yfirferðina á listanum og stórbrotið augnablik þar sem hann kallar Júlíus Þóri „Úlíus“ má sjá í klippunni hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. 25. september 2018 10:30 Seinni bylgjan: Óskiljanlegasta rauða spjaldið til þessa Fjöldi rauðra spjalda í upphafi móts í Olísdeild karla hefur verið mikið í umræðunni. Í Safamýrinni um helgina fóru tvö rauð spjöld á loft. 25. september 2018 08:00 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta valdi á dögunum B-landsliðshóp sem æfir um næstu helgi. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport fóru yfir topp 5 lista þeirra leikmanna sem ekki voru valdir. Í B-landsliðið koma saman leikmenn eingöngu úr Olísdeild karla. Þetta er verkefni sem HSÍ vill halda gangandi, þarna koma saman leikmenn sem eru kannski ekki komnir á þann stað að komast í A-landsliðið en geta æft saman og sannað sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Í hópnum að þessu sinni eru menn á borð við Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson. En hvaða leikmenn mega vera nokkuð svekktir yfir því að vera ekki í þessum tuttugu manna æfingahóp? Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, setti saman lista yfir topp 5 leikmenn sem misstu af sæti í hópnum. Selfyssingurinn Hergeir Grímsson er í fimmta sæti og í fjórða sæti er Júlíus Þórir Stefánsson. Félagi hans hjá Aftureldingu Böðvar Páll Ásgeirsson er í þriðja sæti. Í öðru sæti er Sveinn Andri Sveinsson hjá ÍR. „Kannski okkar efnilegasti miðjumaður svona fyrir utan Hauk. Er spilari, stjórnar ÍR núna meira, og ég var bara svolítið hissa á að hann væri ekki valinn. Ég verð bara að segja það Gummi,“ sagði Jóhann Gunnar og ávarpaði þar landsliðsþjálfarann í gegnum víðtækin. Efstur á þessum topplista er Theodór Sigurbjörnsson, Íslands- og bikarmeistari með ÍBV. „Hann er með einn hægri hornamann í þessum hópi, Kristján Orri, fullkomlega verðskuldað. Ég veit ekki afhverju Teddi er ekki. Hann gaf einhvern tíman ekki kost á sér, er Gummi kominn í fýlu út í hann? Ég veit það ekki.“ „Skrítið að hann sé ekki nefndur þarna og valinn því hann var byrjaður að spila aðeins í A-landsliðinu og stóð sig frábærlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla yfirferðina á listanum og stórbrotið augnablik þar sem hann kallar Júlíus Þóri „Úlíus“ má sjá í klippunni hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. 25. september 2018 10:30 Seinni bylgjan: Óskiljanlegasta rauða spjaldið til þessa Fjöldi rauðra spjalda í upphafi móts í Olísdeild karla hefur verið mikið í umræðunni. Í Safamýrinni um helgina fóru tvö rauð spjöld á loft. 25. september 2018 08:00 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. 25. september 2018 10:30
Seinni bylgjan: Óskiljanlegasta rauða spjaldið til þessa Fjöldi rauðra spjalda í upphafi móts í Olísdeild karla hefur verið mikið í umræðunni. Í Safamýrinni um helgina fóru tvö rauð spjöld á loft. 25. september 2018 08:00