Seinni bylgjan: Fimm bestu sem komast ekki í B-landsliðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. september 2018 14:30 S2 Sport Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta valdi á dögunum B-landsliðshóp sem æfir um næstu helgi. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport fóru yfir topp 5 lista þeirra leikmanna sem ekki voru valdir. Í B-landsliðið koma saman leikmenn eingöngu úr Olísdeild karla. Þetta er verkefni sem HSÍ vill halda gangandi, þarna koma saman leikmenn sem eru kannski ekki komnir á þann stað að komast í A-landsliðið en geta æft saman og sannað sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Í hópnum að þessu sinni eru menn á borð við Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson. En hvaða leikmenn mega vera nokkuð svekktir yfir því að vera ekki í þessum tuttugu manna æfingahóp? Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, setti saman lista yfir topp 5 leikmenn sem misstu af sæti í hópnum. Selfyssingurinn Hergeir Grímsson er í fimmta sæti og í fjórða sæti er Júlíus Þórir Stefánsson. Félagi hans hjá Aftureldingu Böðvar Páll Ásgeirsson er í þriðja sæti. Í öðru sæti er Sveinn Andri Sveinsson hjá ÍR. „Kannski okkar efnilegasti miðjumaður svona fyrir utan Hauk. Er spilari, stjórnar ÍR núna meira, og ég var bara svolítið hissa á að hann væri ekki valinn. Ég verð bara að segja það Gummi,“ sagði Jóhann Gunnar og ávarpaði þar landsliðsþjálfarann í gegnum víðtækin. Efstur á þessum topplista er Theodór Sigurbjörnsson, Íslands- og bikarmeistari með ÍBV. „Hann er með einn hægri hornamann í þessum hópi, Kristján Orri, fullkomlega verðskuldað. Ég veit ekki afhverju Teddi er ekki. Hann gaf einhvern tíman ekki kost á sér, er Gummi kominn í fýlu út í hann? Ég veit það ekki.“ „Skrítið að hann sé ekki nefndur þarna og valinn því hann var byrjaður að spila aðeins í A-landsliðinu og stóð sig frábærlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla yfirferðina á listanum og stórbrotið augnablik þar sem hann kallar Júlíus Þóri „Úlíus“ má sjá í klippunni hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. 25. september 2018 10:30 Seinni bylgjan: Óskiljanlegasta rauða spjaldið til þessa Fjöldi rauðra spjalda í upphafi móts í Olísdeild karla hefur verið mikið í umræðunni. Í Safamýrinni um helgina fóru tvö rauð spjöld á loft. 25. september 2018 08:00 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta valdi á dögunum B-landsliðshóp sem æfir um næstu helgi. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport fóru yfir topp 5 lista þeirra leikmanna sem ekki voru valdir. Í B-landsliðið koma saman leikmenn eingöngu úr Olísdeild karla. Þetta er verkefni sem HSÍ vill halda gangandi, þarna koma saman leikmenn sem eru kannski ekki komnir á þann stað að komast í A-landsliðið en geta æft saman og sannað sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Í hópnum að þessu sinni eru menn á borð við Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson. En hvaða leikmenn mega vera nokkuð svekktir yfir því að vera ekki í þessum tuttugu manna æfingahóp? Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, setti saman lista yfir topp 5 leikmenn sem misstu af sæti í hópnum. Selfyssingurinn Hergeir Grímsson er í fimmta sæti og í fjórða sæti er Júlíus Þórir Stefánsson. Félagi hans hjá Aftureldingu Böðvar Páll Ásgeirsson er í þriðja sæti. Í öðru sæti er Sveinn Andri Sveinsson hjá ÍR. „Kannski okkar efnilegasti miðjumaður svona fyrir utan Hauk. Er spilari, stjórnar ÍR núna meira, og ég var bara svolítið hissa á að hann væri ekki valinn. Ég verð bara að segja það Gummi,“ sagði Jóhann Gunnar og ávarpaði þar landsliðsþjálfarann í gegnum víðtækin. Efstur á þessum topplista er Theodór Sigurbjörnsson, Íslands- og bikarmeistari með ÍBV. „Hann er með einn hægri hornamann í þessum hópi, Kristján Orri, fullkomlega verðskuldað. Ég veit ekki afhverju Teddi er ekki. Hann gaf einhvern tíman ekki kost á sér, er Gummi kominn í fýlu út í hann? Ég veit það ekki.“ „Skrítið að hann sé ekki nefndur þarna og valinn því hann var byrjaður að spila aðeins í A-landsliðinu og stóð sig frábærlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla yfirferðina á listanum og stórbrotið augnablik þar sem hann kallar Júlíus Þóri „Úlíus“ má sjá í klippunni hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. 25. september 2018 10:30 Seinni bylgjan: Óskiljanlegasta rauða spjaldið til þessa Fjöldi rauðra spjalda í upphafi móts í Olísdeild karla hefur verið mikið í umræðunni. Í Safamýrinni um helgina fóru tvö rauð spjöld á loft. 25. september 2018 08:00 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. 25. september 2018 10:30
Seinni bylgjan: Óskiljanlegasta rauða spjaldið til þessa Fjöldi rauðra spjalda í upphafi móts í Olísdeild karla hefur verið mikið í umræðunni. Í Safamýrinni um helgina fóru tvö rauð spjöld á loft. 25. september 2018 08:00