Fyrirhuguð bygging hótels eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu Sighvatur Arnmundsson skrifar 26. september 2018 08:00 Heiðursborgarar afhentu áskorun um að hætt yrði við fyrirhugaða hótelbyggingu í Víkurgarði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skora á borgina og byggingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Borgarstjóri segist ætla að skoða áskorunina og leggja hana fram í borgarráði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt einkenni heiðursborgara að þykja vænt um borgina og vilja henni allt gott. Ef eitthvað kemur upp á sem okkur líst ekki á, held ég að það sé gott að við getum bundist samtökum um að gera eitthvað. Það er sterkara en að standa einn,“ segir Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák og heiðursborgari Reykjavíkur. Friðrik hefur ásamt þremur öðrum heiðursborgurum, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, Þorgerði Ingólfsdóttur, tónlistarkennara og kórstjóra, og myndlistarmanninum Erró, sent borginni og byggingaraðilum hótels á Landsímareit áskorun um að láta af áformum um að reisa hótel í Víkurgarði. Segir í áskoruninni að það sé óverjandi að hótel verði reist í einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Ljóst sé að skipulag og bygging hótels á þessum stað eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu Víkurgarðs og mistökum við gerð deiliskipulags. Hagnaðarvon og stundarhagsmunir ryðji burt virðingunni og helginni. Friðrik, Vigdís og Þorgerður áttu í gær fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Ég veit ekki hversu miklu við fengum áorkað en við lifum í voninni að borgin sjái að sér. Það eru margir veikir blettir í þessu. Ég er með á hreinu að það hafa verið framdar margar lögleysur í þessu máli af hálfu borgaryfirvalda og fleiri sem að þessu koma,“ segir Friðrik. Dagur segir fundinn hafa verið góðan. „Ég skil áhyggjur af uppbyggingu á þessum lykilstað í hjarta borgarinnar. Við létum fara vel yfir þetta. Garðurinn var aflagður 1837. Það er með hliðsjón af því sem borgin hefur tekið ákvarðanir.“ Hann segir mikilvægt að hafa í huga að tekist hafi að tryggja endurgerð Nasa-salarins og gömlu húsanna sem snúa út að Ingólfstorgi. Uppbygging fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn. „Við munum fara yfir áskorunina og leggja hana fram í borgarráði.“ Þórdís Lóa segist ánægð með að borgarar láti sig mál varða með þessum hætti. „Málið er komið langt. Það liggja fyrir byggingarheimildir og deiliskipulag þannig að við stoppum þetta ekki svo glatt.“ Þórdís Lóa segir að sitt sýnist hverjum um hvort verið sé að byggja í Víkurgarði. „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00 Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00 Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 13. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skora á borgina og byggingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Borgarstjóri segist ætla að skoða áskorunina og leggja hana fram í borgarráði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt einkenni heiðursborgara að þykja vænt um borgina og vilja henni allt gott. Ef eitthvað kemur upp á sem okkur líst ekki á, held ég að það sé gott að við getum bundist samtökum um að gera eitthvað. Það er sterkara en að standa einn,“ segir Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák og heiðursborgari Reykjavíkur. Friðrik hefur ásamt þremur öðrum heiðursborgurum, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, Þorgerði Ingólfsdóttur, tónlistarkennara og kórstjóra, og myndlistarmanninum Erró, sent borginni og byggingaraðilum hótels á Landsímareit áskorun um að láta af áformum um að reisa hótel í Víkurgarði. Segir í áskoruninni að það sé óverjandi að hótel verði reist í einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Ljóst sé að skipulag og bygging hótels á þessum stað eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu Víkurgarðs og mistökum við gerð deiliskipulags. Hagnaðarvon og stundarhagsmunir ryðji burt virðingunni og helginni. Friðrik, Vigdís og Þorgerður áttu í gær fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Ég veit ekki hversu miklu við fengum áorkað en við lifum í voninni að borgin sjái að sér. Það eru margir veikir blettir í þessu. Ég er með á hreinu að það hafa verið framdar margar lögleysur í þessu máli af hálfu borgaryfirvalda og fleiri sem að þessu koma,“ segir Friðrik. Dagur segir fundinn hafa verið góðan. „Ég skil áhyggjur af uppbyggingu á þessum lykilstað í hjarta borgarinnar. Við létum fara vel yfir þetta. Garðurinn var aflagður 1837. Það er með hliðsjón af því sem borgin hefur tekið ákvarðanir.“ Hann segir mikilvægt að hafa í huga að tekist hafi að tryggja endurgerð Nasa-salarins og gömlu húsanna sem snúa út að Ingólfstorgi. Uppbygging fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn. „Við munum fara yfir áskorunina og leggja hana fram í borgarráði.“ Þórdís Lóa segist ánægð með að borgarar láti sig mál varða með þessum hætti. „Málið er komið langt. Það liggja fyrir byggingarheimildir og deiliskipulag þannig að við stoppum þetta ekki svo glatt.“ Þórdís Lóa segir að sitt sýnist hverjum um hvort verið sé að byggja í Víkurgarði. „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00 Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00 Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 13. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00
Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00
Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 13. febrúar 2018 15:00