Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2018 07:17 Padma Lakshmi er líklega þekktust fyrir að stýra sjónvarpsþáttunum Top Chef. Vísir/getty Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. Hún segir ásakanir á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefnis Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera kveikjuna að skrifunum. Lakshmi er 48 ára gömul og segir í pistlinum að þáverandi kærasti hafi nauðgað henni fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Í kjölfarið hafi henni fundist sem nauðgunin væri henni að kenna og þá segist hún skilja hvers vegna konur segi ekki frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar.„Þetta verður bara vont í smá stund“ Lakshmi var 16 ára og kærastinn 23 ára þegar þau byrjuðu að hittast. Hún segir að kvöldið sem hann nauðgaði sér hafi hún gist í íbúð hans, sofnað og hrokkið upp með hann ofan á sér. „Ég spurði: „Hvað ertu að gera?“ Hann sagði: „Þetta verður bara vont í smá stund.“ „Gerðu það, ekki gera þetta,“ öskraði ég. […] Eftir að hann hafði lokið sér af sagði hann: „Ég hélt það yrði ekki eins sárt ef þú værir sofandi“.“ Lakshmi sagði aldrei neinum frá atvikinu, hvorki fjölskyldu sinni né lögreglu, þar sem hún byrjaði fljótlega að finna fyrir þrúgandi skömm. Lakshmi setur tilfinningar sínar í samhengi við ásakanir Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez á hendur Brett Kavanaugh, og þá enn fremur viðbrögð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við ásökununum. Lakshmi vísar sérstaklega í tíst Trumps sem birt var á föstudag. Þar fullyrti forsetinn að Ford hefði án efa tilkynnt árás Kavanaugh til lögreglu, hefði ofbeldið verið jafnslæmt og hún lýsir því. Þá krafði Trump hana um gögn málsins. Myllumerkinu #WhyIDidntReport eða „þess vegna lagði ég ekki fram kæru“ var hleypt af stokkunum í kjölfar ummæla forsetans, líkt og greint var frá á Vísi um helgina.I have no doubt that, if the attack on Dr. Ford was as bad as she says, charges would have been immediately filed with local Law Enforcement Authorities by either her or her loving parents. I ask that she bring those filings forward so that we can learn date, time, and place!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 „Ég skil hvers vegna konurnar sögðu engum frá þessu í svona mörg ár, án þess að tilkynna neitt til lögreglu. Ég gerði hið sama um margra ára skeið,“ segir Lakshmi og svarar þar áðurnefndu tísti forsetans. Bæði Ford og Ramirez saka Kavanaugh um að hafa brotið á sér á níunda áratug síðustu aldar. Ford og Kavanaugh munu bæði bera vitni á fundi dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun vegna málsins. Kavanaugh segir ásakanir beggja kvenna rógburð. Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Konur sem beittar hafa verið kynferðislegu ofbeldi svara Trump með nýju myllumerki í ætt við MeToo Leikkonurnar Alyssa Milano, Ashley Judd og Mira Sorvino eru meðal fjölda kvenna sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #WhyIdidntReport 23. september 2018 21:00 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. Hún segir ásakanir á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefnis Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera kveikjuna að skrifunum. Lakshmi er 48 ára gömul og segir í pistlinum að þáverandi kærasti hafi nauðgað henni fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Í kjölfarið hafi henni fundist sem nauðgunin væri henni að kenna og þá segist hún skilja hvers vegna konur segi ekki frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar.„Þetta verður bara vont í smá stund“ Lakshmi var 16 ára og kærastinn 23 ára þegar þau byrjuðu að hittast. Hún segir að kvöldið sem hann nauðgaði sér hafi hún gist í íbúð hans, sofnað og hrokkið upp með hann ofan á sér. „Ég spurði: „Hvað ertu að gera?“ Hann sagði: „Þetta verður bara vont í smá stund.“ „Gerðu það, ekki gera þetta,“ öskraði ég. […] Eftir að hann hafði lokið sér af sagði hann: „Ég hélt það yrði ekki eins sárt ef þú værir sofandi“.“ Lakshmi sagði aldrei neinum frá atvikinu, hvorki fjölskyldu sinni né lögreglu, þar sem hún byrjaði fljótlega að finna fyrir þrúgandi skömm. Lakshmi setur tilfinningar sínar í samhengi við ásakanir Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez á hendur Brett Kavanaugh, og þá enn fremur viðbrögð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við ásökununum. Lakshmi vísar sérstaklega í tíst Trumps sem birt var á föstudag. Þar fullyrti forsetinn að Ford hefði án efa tilkynnt árás Kavanaugh til lögreglu, hefði ofbeldið verið jafnslæmt og hún lýsir því. Þá krafði Trump hana um gögn málsins. Myllumerkinu #WhyIDidntReport eða „þess vegna lagði ég ekki fram kæru“ var hleypt af stokkunum í kjölfar ummæla forsetans, líkt og greint var frá á Vísi um helgina.I have no doubt that, if the attack on Dr. Ford was as bad as she says, charges would have been immediately filed with local Law Enforcement Authorities by either her or her loving parents. I ask that she bring those filings forward so that we can learn date, time, and place!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 „Ég skil hvers vegna konurnar sögðu engum frá þessu í svona mörg ár, án þess að tilkynna neitt til lögreglu. Ég gerði hið sama um margra ára skeið,“ segir Lakshmi og svarar þar áðurnefndu tísti forsetans. Bæði Ford og Ramirez saka Kavanaugh um að hafa brotið á sér á níunda áratug síðustu aldar. Ford og Kavanaugh munu bæði bera vitni á fundi dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun vegna málsins. Kavanaugh segir ásakanir beggja kvenna rógburð.
Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Konur sem beittar hafa verið kynferðislegu ofbeldi svara Trump með nýju myllumerki í ætt við MeToo Leikkonurnar Alyssa Milano, Ashley Judd og Mira Sorvino eru meðal fjölda kvenna sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #WhyIdidntReport 23. september 2018 21:00 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37
Konur sem beittar hafa verið kynferðislegu ofbeldi svara Trump með nýju myllumerki í ætt við MeToo Leikkonurnar Alyssa Milano, Ashley Judd og Mira Sorvino eru meðal fjölda kvenna sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #WhyIdidntReport 23. september 2018 21:00
Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49