Þeir sem spila Fortnite þekkja vel þá dansa sem karakterarnir sýna oft í leiknum og eru dansarnir orðnir gríðarlega vinsælir um heim allan. Til að mynda fagna oft bestu knattspyrnumenn heims mörkum með því að taka eitt stykki Fortnite dans.
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon setti í vikunni á svið Fortnite danssýningu með strákunum strákasveitinni BTS. Sveitin er suður-kóresk sem er að verða ein vinsælasta strákasveit heims.
Kóreskt popp er að mörgu leyti einstakt, er yfirleitt kallað K-pop og eru aðdáendur slíkra poppsveita kröfuharðari og dyggari en í flestum öðrum tónlistargeirum. BTS, sem skipuð er af sjö drengjum, er líklega vinsælasta sveitin sem fellur undir menningarfyrirbrigðið, a.m.k. á vesturlöndum. Hér að neðan má sjá hvernig áskorunin gekk fyrir sig.