Þurfum að hugsa um krakkana frekar en tindáta í Breiðholtinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. september 2018 08:00 ÍR féll niður í 2. deld eftir tap gegn Magna á lokadegi Inkassodeildarinnar. fréttablaðið/ernir Umræðan um sameinað lið í Breiðholtinu hefur lifað í þó nokkurn tíma án þess að nokkur árangur hafi náðst í samningaviðræðum. Um er að ræða félögin Leikni R. sem er knattspyrnufélag og ÍR sem er með tíu íþróttagreinar. Félögin hafa verið í samstarfi með yngri flokka störf í kvennaflokki í sumar og hafa margoft rætt möguleikann á samstarfi en þær umræður hafa yfirleitt ekki farið langt. Á dögunum féll ÍR niður í 2. deildina á meðan Leiknir hélt sæti sínu í Inkasso-deildinni. Eiga þau bæði bara eitt ár í efstu deild í knattspyrnu þrátt fyrir að vera úr einu af fjölmennustu hverfum höfuðborgarsvæðisins. Guðmundur Ólafur Birgisson, formaður Leiknis, segir að það sé mikill áhugi af hálfu Leiknis á að sameina félögin en þau eigi bæði sök á því að viðræður hafi ekki farið lengra. „Reykjavíkurborg hefur verið að reyna að sameina félögin í fjöldamörg ár og þessi hugmynd hefur lifað lengi en hún hefur alltaf strandað hjá báðum félögum. Að mínu mati er ekki vit í því að reka tvö knattspyrnufélög á svæðinu. Það kemur niður á starfinu, það eru vandræði í ýmsum flokkum hjá báðum félögum að manna lið og það væri hagur allra að fara í samstarf. Við höfum verið að missa út flokka og missa efnilega knattspyrnumenn í önnur lið. Leiknismenn eru á því að það eigi að stofna nýtt knattspyrnufélag fyrir Breiðholt,“ segir Guðmundur og heldur áfram:Leiknir R. endaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar.fréttablaðið/ernir„Það þarf að horfa á þetta út frá iðkendunum í hverfinu og hagræðingunni af því að vera með eitt félag. Alveg sama hvað félagið heitir, hversu gamalt það er og hvernig grunnstoðirnar eru. Landslagið er breytt og reksturinn er erfiðari. Samkeppnin um krakkana er meiri og því fyrr sem við áttum okkur á því að hafa þetta fyrir krakkana í hverfinu en ekki einhverja tindáta í bæði Efra- og Neðra-Breiðholti, því betra. Þá gæti okkur tekist að gera sterka einingu fyrir Breiðholt því að mínu mati ætti Breiðholt að geta teflt fram liði af heimamönnum í efstu deild. Það þarf að setja þessa pólitík um aldur og sögu félaga til hliðar. Það á ekkert að leggja niður ÍR sem er fjölgreinafélag. Það er hugmynd okkar að stofna nýtt knattspyrnulið sem kemur fram fyrir hönd Breiðholts. Við höfum átt marga spjallfundi í nokkur ár en þegar kemur að ákvörðun hefur aldrei neitt verið gert,“ segir Guðmundur sem sýnir því þó einhvern skilning. „Þetta er flókið ferli, eitthvað sem gerist ekki bara á einni nóttu og við tökum tillit til þess að ÍR er stærra félag með fleiri nefndir sem það þarf að leggja þetta fyrir en við erum með. Nú er Reykjavíkurborg komin með verkefnastjóra í málið sem ræðir við bæði félög, metur hagsmuni og stillir upp möguleikum, hvað er í boði, fyrir bæði félög. Svo munum við setjast niður og skoða þetta. Þetta gefur okkur verkfæri til að vinna með, vinnulínu sem hægt er að notast við og það leiðir vonandi til samkomulags sem báðir aðilar eru ánægðir með því hugur okkar að minnsta kosti er að það sé eitt öflugt knattspyrnufélag úr Breiðholti.“ Þráinn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri ÍR, staðfestir að viðræður standi yfir. „Það var samþykkt á dögunum að það kæmi utanaðkomandi aðili og kannaði grundvöll fyrir samstarfi eða sameiningu. Þannig standa málin í dag og þetta er komið í ferli en við ætlum ekki að tjá okkur fyrr en að viðræðum loknum. Við viljum vinna þetta faglega og erum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Umræðan um sameinað lið í Breiðholtinu hefur lifað í þó nokkurn tíma án þess að nokkur árangur hafi náðst í samningaviðræðum. Um er að ræða félögin Leikni R. sem er knattspyrnufélag og ÍR sem er með tíu íþróttagreinar. Félögin hafa verið í samstarfi með yngri flokka störf í kvennaflokki í sumar og hafa margoft rætt möguleikann á samstarfi en þær umræður hafa yfirleitt ekki farið langt. Á dögunum féll ÍR niður í 2. deildina á meðan Leiknir hélt sæti sínu í Inkasso-deildinni. Eiga þau bæði bara eitt ár í efstu deild í knattspyrnu þrátt fyrir að vera úr einu af fjölmennustu hverfum höfuðborgarsvæðisins. Guðmundur Ólafur Birgisson, formaður Leiknis, segir að það sé mikill áhugi af hálfu Leiknis á að sameina félögin en þau eigi bæði sök á því að viðræður hafi ekki farið lengra. „Reykjavíkurborg hefur verið að reyna að sameina félögin í fjöldamörg ár og þessi hugmynd hefur lifað lengi en hún hefur alltaf strandað hjá báðum félögum. Að mínu mati er ekki vit í því að reka tvö knattspyrnufélög á svæðinu. Það kemur niður á starfinu, það eru vandræði í ýmsum flokkum hjá báðum félögum að manna lið og það væri hagur allra að fara í samstarf. Við höfum verið að missa út flokka og missa efnilega knattspyrnumenn í önnur lið. Leiknismenn eru á því að það eigi að stofna nýtt knattspyrnufélag fyrir Breiðholt,“ segir Guðmundur og heldur áfram:Leiknir R. endaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar.fréttablaðið/ernir„Það þarf að horfa á þetta út frá iðkendunum í hverfinu og hagræðingunni af því að vera með eitt félag. Alveg sama hvað félagið heitir, hversu gamalt það er og hvernig grunnstoðirnar eru. Landslagið er breytt og reksturinn er erfiðari. Samkeppnin um krakkana er meiri og því fyrr sem við áttum okkur á því að hafa þetta fyrir krakkana í hverfinu en ekki einhverja tindáta í bæði Efra- og Neðra-Breiðholti, því betra. Þá gæti okkur tekist að gera sterka einingu fyrir Breiðholt því að mínu mati ætti Breiðholt að geta teflt fram liði af heimamönnum í efstu deild. Það þarf að setja þessa pólitík um aldur og sögu félaga til hliðar. Það á ekkert að leggja niður ÍR sem er fjölgreinafélag. Það er hugmynd okkar að stofna nýtt knattspyrnulið sem kemur fram fyrir hönd Breiðholts. Við höfum átt marga spjallfundi í nokkur ár en þegar kemur að ákvörðun hefur aldrei neitt verið gert,“ segir Guðmundur sem sýnir því þó einhvern skilning. „Þetta er flókið ferli, eitthvað sem gerist ekki bara á einni nóttu og við tökum tillit til þess að ÍR er stærra félag með fleiri nefndir sem það þarf að leggja þetta fyrir en við erum með. Nú er Reykjavíkurborg komin með verkefnastjóra í málið sem ræðir við bæði félög, metur hagsmuni og stillir upp möguleikum, hvað er í boði, fyrir bæði félög. Svo munum við setjast niður og skoða þetta. Þetta gefur okkur verkfæri til að vinna með, vinnulínu sem hægt er að notast við og það leiðir vonandi til samkomulags sem báðir aðilar eru ánægðir með því hugur okkar að minnsta kosti er að það sé eitt öflugt knattspyrnufélag úr Breiðholti.“ Þráinn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri ÍR, staðfestir að viðræður standi yfir. „Það var samþykkt á dögunum að það kæmi utanaðkomandi aðili og kannaði grundvöll fyrir samstarfi eða sameiningu. Þannig standa málin í dag og þetta er komið í ferli en við ætlum ekki að tjá okkur fyrr en að viðræðum loknum. Við viljum vinna þetta faglega og erum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira