Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2018 06:30 Brett Kavanaugh. AP/Andrew Harnik Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. Á dagskrá er að yfirheyra Brett Kavanaugh, sem tilnefndur hefur verið til hæstaréttar, og sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford um þær ásakanir hennar að Kavanaugh hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Auk Ford hefur Deborah Ramirez sakað Kavanaugh um að brjóta á sér. Lögmaður hennar sagði í gær að hún væri tilbúin til þess að tjá sig um málið við nefndina en nefndin hefði einfaldlega ekki haft samband við hana. Þriðja konan steig fram í gær. Sú heitir Julie Swetnick og undirritaði eiðfesta yfirlýsingu þar sem hún hélt því fram að Kavanaugh og vinir hans hefðu hópnauðgað henni. „Á meðan á því stóð var ég aflvana og gat ekki barist gegn strákunum sem voru að nauðga mér. Ég held mér hafi verið byrluð ólyfjan,“ sagði í yfirlýsingu Swetnick sem Michael Avenatti, lögmaður hennar sem einnig er lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, birti á Twitter. Orðrómur hafði verið uppi á netinu um að skjólstæðingur Avenattis, sem hann tilkynnti um að myndi stíga fram fyrir nokkru, væri ekki til. Sá orðrómur fór á kreik eftir að nettröll sagði í innleggi á stjórnmálaspjallborði 4chan að hann hefði gabbað lögmanninn. Avenatti hafnaði þeirri frásögn og sagði hana fáránlega. Kavanaugh tjáði sig um yfirlýsingu Swetnick og sagði hana fjarstæðukennda. Líkti henni við eitthvað úr sjónvarpsþáttunum The Twilight Zone. „Ég hef ekki hugmynd um hver þessi kona er. Þetta átti sér aldrei stað,“ sagði í yfirlýsingu Kavanaughs. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Sjá meira
Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. Á dagskrá er að yfirheyra Brett Kavanaugh, sem tilnefndur hefur verið til hæstaréttar, og sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford um þær ásakanir hennar að Kavanaugh hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Auk Ford hefur Deborah Ramirez sakað Kavanaugh um að brjóta á sér. Lögmaður hennar sagði í gær að hún væri tilbúin til þess að tjá sig um málið við nefndina en nefndin hefði einfaldlega ekki haft samband við hana. Þriðja konan steig fram í gær. Sú heitir Julie Swetnick og undirritaði eiðfesta yfirlýsingu þar sem hún hélt því fram að Kavanaugh og vinir hans hefðu hópnauðgað henni. „Á meðan á því stóð var ég aflvana og gat ekki barist gegn strákunum sem voru að nauðga mér. Ég held mér hafi verið byrluð ólyfjan,“ sagði í yfirlýsingu Swetnick sem Michael Avenatti, lögmaður hennar sem einnig er lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, birti á Twitter. Orðrómur hafði verið uppi á netinu um að skjólstæðingur Avenattis, sem hann tilkynnti um að myndi stíga fram fyrir nokkru, væri ekki til. Sá orðrómur fór á kreik eftir að nettröll sagði í innleggi á stjórnmálaspjallborði 4chan að hann hefði gabbað lögmanninn. Avenatti hafnaði þeirri frásögn og sagði hana fáránlega. Kavanaugh tjáði sig um yfirlýsingu Swetnick og sagði hana fjarstæðukennda. Líkti henni við eitthvað úr sjónvarpsþáttunum The Twilight Zone. „Ég hef ekki hugmynd um hver þessi kona er. Þetta átti sér aldrei stað,“ sagði í yfirlýsingu Kavanaughs.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Sjá meira
Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17
„Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent