„Ég hugsa þetta bara sem sigur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. september 2018 16:27 Sigríður Sjöfn, ekkja Tryggva Marinós, ásamt dóttur þeirra, Kristínu Önnu, og syni hennar, Tryggva Rúnari Brynjarssyni, við aðalmeðferð málsins í Hæstarétti fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. „Mér líður vel. Ég hugsa þetta bara sem sigur, stóran sigur. Ég lagði upp með það að hann yrði sýknaður af því að hann sagði alltaf sjálfur að það þýðir ekkert að gera neitt í þessu fyrr en allt þetta fólk er dáið sem kom að þessu. En hann hafði rangt fyrir sér þar. Já, ég er ofsalega ánægð og fólk verður bara að eiga það við sig hvernig þau komu fram og allt það,“ sagði Sigríður Sjöfn í samtali við fréttastofu í dag eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hún kvaðst til mikillar gleði en líka sorgar þar sem Tryggvi Rúnar er ekki á lífi og fær því ekki að fagna þessum áfanga. Hæstiréttur sýknaði þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Endurupptökunefnd úrskurðaði í febrúar í fyrra að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Ekki var heimilað að taka mál. Erlu Bolladóttur upp en hún hlaut dóm fyrir rangar sakargiftir. Hún sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væru blendnar tilfinningar við sýknudóminn nú. „Þetta er ekki búið enn. En gríðarlegur sigur því með þessu er auðvitað tekin afstaða til dómanna sem féllu árið 1980 og um leið er ekkert að marka minn framburð í þeim málum sem sýknað var þannig að gangi þeim vel að halda inni framburði í meinsæri,“ sagði Erla. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Cieselski, sagðist ánægður með að Hæstarétti hefði nú tekist að vinda ofan af þessu ljóta máli. „Og að einstaklingar hafi verið sýknaðir og hreinsaðir af þessum sakargiftum, það er gleði.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. „Mér líður vel. Ég hugsa þetta bara sem sigur, stóran sigur. Ég lagði upp með það að hann yrði sýknaður af því að hann sagði alltaf sjálfur að það þýðir ekkert að gera neitt í þessu fyrr en allt þetta fólk er dáið sem kom að þessu. En hann hafði rangt fyrir sér þar. Já, ég er ofsalega ánægð og fólk verður bara að eiga það við sig hvernig þau komu fram og allt það,“ sagði Sigríður Sjöfn í samtali við fréttastofu í dag eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hún kvaðst til mikillar gleði en líka sorgar þar sem Tryggvi Rúnar er ekki á lífi og fær því ekki að fagna þessum áfanga. Hæstiréttur sýknaði þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Endurupptökunefnd úrskurðaði í febrúar í fyrra að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Ekki var heimilað að taka mál. Erlu Bolladóttur upp en hún hlaut dóm fyrir rangar sakargiftir. Hún sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væru blendnar tilfinningar við sýknudóminn nú. „Þetta er ekki búið enn. En gríðarlegur sigur því með þessu er auðvitað tekin afstaða til dómanna sem féllu árið 1980 og um leið er ekkert að marka minn framburð í þeim málum sem sýknað var þannig að gangi þeim vel að halda inni framburði í meinsæri,“ sagði Erla. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Cieselski, sagðist ánægður með að Hæstarétti hefði nú tekist að vinda ofan af þessu ljóta máli. „Og að einstaklingar hafi verið sýknaðir og hreinsaðir af þessum sakargiftum, það er gleði.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
„Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04