„Ég hugsa þetta bara sem sigur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. september 2018 16:27 Sigríður Sjöfn, ekkja Tryggva Marinós, ásamt dóttur þeirra, Kristínu Önnu, og syni hennar, Tryggva Rúnari Brynjarssyni, við aðalmeðferð málsins í Hæstarétti fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. „Mér líður vel. Ég hugsa þetta bara sem sigur, stóran sigur. Ég lagði upp með það að hann yrði sýknaður af því að hann sagði alltaf sjálfur að það þýðir ekkert að gera neitt í þessu fyrr en allt þetta fólk er dáið sem kom að þessu. En hann hafði rangt fyrir sér þar. Já, ég er ofsalega ánægð og fólk verður bara að eiga það við sig hvernig þau komu fram og allt það,“ sagði Sigríður Sjöfn í samtali við fréttastofu í dag eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hún kvaðst til mikillar gleði en líka sorgar þar sem Tryggvi Rúnar er ekki á lífi og fær því ekki að fagna þessum áfanga. Hæstiréttur sýknaði þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Endurupptökunefnd úrskurðaði í febrúar í fyrra að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Ekki var heimilað að taka mál. Erlu Bolladóttur upp en hún hlaut dóm fyrir rangar sakargiftir. Hún sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væru blendnar tilfinningar við sýknudóminn nú. „Þetta er ekki búið enn. En gríðarlegur sigur því með þessu er auðvitað tekin afstaða til dómanna sem féllu árið 1980 og um leið er ekkert að marka minn framburð í þeim málum sem sýknað var þannig að gangi þeim vel að halda inni framburði í meinsæri,“ sagði Erla. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Cieselski, sagðist ánægður með að Hæstarétti hefði nú tekist að vinda ofan af þessu ljóta máli. „Og að einstaklingar hafi verið sýknaðir og hreinsaðir af þessum sakargiftum, það er gleði.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. „Mér líður vel. Ég hugsa þetta bara sem sigur, stóran sigur. Ég lagði upp með það að hann yrði sýknaður af því að hann sagði alltaf sjálfur að það þýðir ekkert að gera neitt í þessu fyrr en allt þetta fólk er dáið sem kom að þessu. En hann hafði rangt fyrir sér þar. Já, ég er ofsalega ánægð og fólk verður bara að eiga það við sig hvernig þau komu fram og allt það,“ sagði Sigríður Sjöfn í samtali við fréttastofu í dag eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hún kvaðst til mikillar gleði en líka sorgar þar sem Tryggvi Rúnar er ekki á lífi og fær því ekki að fagna þessum áfanga. Hæstiréttur sýknaði þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Endurupptökunefnd úrskurðaði í febrúar í fyrra að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Ekki var heimilað að taka mál. Erlu Bolladóttur upp en hún hlaut dóm fyrir rangar sakargiftir. Hún sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væru blendnar tilfinningar við sýknudóminn nú. „Þetta er ekki búið enn. En gríðarlegur sigur því með þessu er auðvitað tekin afstaða til dómanna sem féllu árið 1980 og um leið er ekkert að marka minn framburð í þeim málum sem sýknað var þannig að gangi þeim vel að halda inni framburði í meinsæri,“ sagði Erla. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Cieselski, sagðist ánægður með að Hæstarétti hefði nú tekist að vinda ofan af þessu ljóta máli. „Og að einstaklingar hafi verið sýknaðir og hreinsaðir af þessum sakargiftum, það er gleði.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
„Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04