„Ég hugsa þetta bara sem sigur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. september 2018 16:27 Sigríður Sjöfn, ekkja Tryggva Marinós, ásamt dóttur þeirra, Kristínu Önnu, og syni hennar, Tryggva Rúnari Brynjarssyni, við aðalmeðferð málsins í Hæstarétti fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. „Mér líður vel. Ég hugsa þetta bara sem sigur, stóran sigur. Ég lagði upp með það að hann yrði sýknaður af því að hann sagði alltaf sjálfur að það þýðir ekkert að gera neitt í þessu fyrr en allt þetta fólk er dáið sem kom að þessu. En hann hafði rangt fyrir sér þar. Já, ég er ofsalega ánægð og fólk verður bara að eiga það við sig hvernig þau komu fram og allt það,“ sagði Sigríður Sjöfn í samtali við fréttastofu í dag eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hún kvaðst til mikillar gleði en líka sorgar þar sem Tryggvi Rúnar er ekki á lífi og fær því ekki að fagna þessum áfanga. Hæstiréttur sýknaði þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Endurupptökunefnd úrskurðaði í febrúar í fyrra að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Ekki var heimilað að taka mál. Erlu Bolladóttur upp en hún hlaut dóm fyrir rangar sakargiftir. Hún sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væru blendnar tilfinningar við sýknudóminn nú. „Þetta er ekki búið enn. En gríðarlegur sigur því með þessu er auðvitað tekin afstaða til dómanna sem féllu árið 1980 og um leið er ekkert að marka minn framburð í þeim málum sem sýknað var þannig að gangi þeim vel að halda inni framburði í meinsæri,“ sagði Erla. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Cieselski, sagðist ánægður með að Hæstarétti hefði nú tekist að vinda ofan af þessu ljóta máli. „Og að einstaklingar hafi verið sýknaðir og hreinsaðir af þessum sakargiftum, það er gleði.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Sigríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, segist líta á sýknudóminn í Guðmundar-og Geirfinnsmálunum í dag sem stóran sigur. „Mér líður vel. Ég hugsa þetta bara sem sigur, stóran sigur. Ég lagði upp með það að hann yrði sýknaður af því að hann sagði alltaf sjálfur að það þýðir ekkert að gera neitt í þessu fyrr en allt þetta fólk er dáið sem kom að þessu. En hann hafði rangt fyrir sér þar. Já, ég er ofsalega ánægð og fólk verður bara að eiga það við sig hvernig þau komu fram og allt það,“ sagði Sigríður Sjöfn í samtali við fréttastofu í dag eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hún kvaðst til mikillar gleði en líka sorgar þar sem Tryggvi Rúnar er ekki á lífi og fær því ekki að fagna þessum áfanga. Hæstiréttur sýknaði þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Endurupptökunefnd úrskurðaði í febrúar í fyrra að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Ekki var heimilað að taka mál. Erlu Bolladóttur upp en hún hlaut dóm fyrir rangar sakargiftir. Hún sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væru blendnar tilfinningar við sýknudóminn nú. „Þetta er ekki búið enn. En gríðarlegur sigur því með þessu er auðvitað tekin afstaða til dómanna sem féllu árið 1980 og um leið er ekkert að marka minn framburð í þeim málum sem sýknað var þannig að gangi þeim vel að halda inni framburði í meinsæri,“ sagði Erla. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Cieselski, sagðist ánægður með að Hæstarétti hefði nú tekist að vinda ofan af þessu ljóta máli. „Og að einstaklingar hafi verið sýknaðir og hreinsaðir af þessum sakargiftum, það er gleði.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
„Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04