Jafnlaunavottun fyrirtækja líklega frestað um 12 mánuði Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2018 06:00 Um áramótin flytjast jafnréttismál frá velferðarráðuneytinu til forsætisráðuneytisins. Fréttablaðið/GVA Vinna er hafin í ráðuneytinu til að gefa fyrirtækjum aukinn frest til að klára jafnlaunavottun sem átti að lögfestast um áramótin og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru miklar líkur taldar á því að velferðarráðherra heimili að fresta gildistökunni um heilt ár. Aðeins 11 prósent þeirra 140 fyrirtækja sem verða að vera búin að uppfylla jafnlaunastaðalinn, hafa uppfyllt hann nú þegar. Nærri 130 stór fyrirtæki hér á landi muni ekki klára jafnlaunavottunina fyrir áramót. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægast að langflest stóru fyrirtækjanna séu í ferli við að klára jafnlaunavottunina. Hins vegar séu aðeins tvö fyrirtæki sem sinni faggildingunni eins og staðan er í dag og því ærið verkefni að öll fyrirtæki fái jafnlaunavottun fyrir áramót. „Við vöruðum við því á sínum tíma að þetta væri tímafrekt og flókið ferli sem fyrirtækin þurfi að fara í til að uppfylla jafnlaunavottunina. Sú spá okkar er að raungerast nú. Hins vegar skiptir mestu máli að stóru fyrirtækin eru öll annaðhvort búin að fá jafnlaunavottun eða eru í vinnu við það að uppfylla staðalinn,“ segir Halldór Benjamín.Halldór Benjamín ÞorbergssonJafnréttisstofa hefur þá lagalegu skyldu í lögum um jafna stöðu karla og kvenna að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. Hins vegar virðist svo vera að stofnunin hafi ekki eftirlit með framkvæmd jafnlaunavottunar. „Við höfum ekki eftirlit með jafnlaunavottuninni. Það eru samtök aðila vinnumarkaðarins sem fengu það verkefni. Við tökum við þegar fyrirtæki hafa öðlast vottun, þá veitum við fyrirtækjum heimild til að nota jafnlaunamerkið og höldum lista yfir þau fyrirtæki sem hafa öðlast þessa vottun samkvæmt jafnréttislögum,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Nokkra mánuði tekur fyrir stór fyrirtæki að fá jafnlaunavottunina og því orðið ljóst nú í lok september að stór fyrirtæki hér á landi verði ekki búin að uppfylla þessar lagalegu skyldur í upphafi nýs árs. Katrín Björg segir að nú sé unnið að því innan stjórnsýslunnar að gefa þessum fyrirtækjum frest. „Það er vinna í gangi í velferðarráðuneytinu núna sem snýst um að fresta gildistökunni um ár að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til að gera fyrirtækjum kleift að fá jafnlaunavottun innan tilskilins tíma.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Vinna er hafin í ráðuneytinu til að gefa fyrirtækjum aukinn frest til að klára jafnlaunavottun sem átti að lögfestast um áramótin og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru miklar líkur taldar á því að velferðarráðherra heimili að fresta gildistökunni um heilt ár. Aðeins 11 prósent þeirra 140 fyrirtækja sem verða að vera búin að uppfylla jafnlaunastaðalinn, hafa uppfyllt hann nú þegar. Nærri 130 stór fyrirtæki hér á landi muni ekki klára jafnlaunavottunina fyrir áramót. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægast að langflest stóru fyrirtækjanna séu í ferli við að klára jafnlaunavottunina. Hins vegar séu aðeins tvö fyrirtæki sem sinni faggildingunni eins og staðan er í dag og því ærið verkefni að öll fyrirtæki fái jafnlaunavottun fyrir áramót. „Við vöruðum við því á sínum tíma að þetta væri tímafrekt og flókið ferli sem fyrirtækin þurfi að fara í til að uppfylla jafnlaunavottunina. Sú spá okkar er að raungerast nú. Hins vegar skiptir mestu máli að stóru fyrirtækin eru öll annaðhvort búin að fá jafnlaunavottun eða eru í vinnu við það að uppfylla staðalinn,“ segir Halldór Benjamín.Halldór Benjamín ÞorbergssonJafnréttisstofa hefur þá lagalegu skyldu í lögum um jafna stöðu karla og kvenna að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. Hins vegar virðist svo vera að stofnunin hafi ekki eftirlit með framkvæmd jafnlaunavottunar. „Við höfum ekki eftirlit með jafnlaunavottuninni. Það eru samtök aðila vinnumarkaðarins sem fengu það verkefni. Við tökum við þegar fyrirtæki hafa öðlast vottun, þá veitum við fyrirtækjum heimild til að nota jafnlaunamerkið og höldum lista yfir þau fyrirtæki sem hafa öðlast þessa vottun samkvæmt jafnréttislögum,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Nokkra mánuði tekur fyrir stór fyrirtæki að fá jafnlaunavottunina og því orðið ljóst nú í lok september að stór fyrirtæki hér á landi verði ekki búin að uppfylla þessar lagalegu skyldur í upphafi nýs árs. Katrín Björg segir að nú sé unnið að því innan stjórnsýslunnar að gefa þessum fyrirtækjum frest. „Það er vinna í gangi í velferðarráðuneytinu núna sem snýst um að fresta gildistökunni um ár að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til að gera fyrirtækjum kleift að fá jafnlaunavottun innan tilskilins tíma.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59
Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29