Það er hægt að byggja á þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. september 2018 08:30 Sænsku varnarmennirnir beittu ýmsum brögðum til að stöðva Lovísu Thompson sem lék afar vel. Fréttablaðið/Ernir Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við svekkjandi 25-26 tap gegn sterku liði Svíþjóðar í æfingarleik í gærkvöld. Stelpurnar okkar fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á lokamínútu hans en fóru illa með góð færi þegar þau gáfust. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en þær mætast aftur á morgun. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni HM 2019 sem hefst í Makedóníu í nóvember. Ísland hefur ekki komist á stórmót í sex ár og spreytti sig gegn einu af sterkustu liðum heims í gær. Svíar virtust ekki vera tilbúnir að mæta hörkunni í íslenska varnarleiknum í fyrri hálfleik og átti Ísland góðan kafla undir lok hálfleiksins sem skilaði 15-13 forskoti þegar liðin gengu til búningsklefa. Góður kafli Svía í upphafi seinni hálfleiks gat gert út um leikinn en íslenska liðið neitaði að gefast upp. Þær áttu aðra eins rispu undir lok leiksins þegar þær skelltu í lás í varnarleiknum og hleyptu aðeins einu marki inn á síðustu níu mínútunum. Fengu þær þrjú færi til að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Axel Stefánsson, þjálfari liðsins, var ánægður með margt í gær. „Ég er mjög sáttur við frammistöðuna, hvernig við spilum út úr þessu þótt að ég sé svekktur með úrslitin. Maður þarf að geta greint á milli frammistöðu og úrslita, við áttum góðan möguleika á að vinna hér í kvöld en okkur tókst það ekki,“ sagði Axel og hélt áfram: „Við höfum verið að yngja upp hópinn og þetta var framhald af góðu starfi sem hefur verið unnið síðasta árið. Varnarleikurinn var öflugur eins og í síðustu leikjum þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan við vorum saman síðast, við þurfum alltaf að halda sama aga í varnarleiknum og við sýndum í kvöld. Það er hægt að byggja heilmargt á þessu.“ Sóknarleikurinn hefur átt það til að vera hausverkur íslenska liðsins en hann var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. „Við erum að fá inn líkamlega sterkari leikmenn, það hefur verið talað um að það vanti í íslenska leikmenn að vera öflugir í einvígjum en í dag erum við með leikmenn sem þora að keyra á andstæðinga og bera enga virðingu fyrir þeim.“ Arna Sif Pálsdóttir, línumaðurinn öflugi, hrósaði spilamennsku liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast af nýliðunum fyrir landsleikjahléið en það voru miklar framfarir í dag þrátt fyrir tapið og ég er ótrúlega ánægð með liðið. Við spiluðum fasta og góða vörn og vorum agaðar í sóknarleiknum sem hefur oft vantað hjá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við svekkjandi 25-26 tap gegn sterku liði Svíþjóðar í æfingarleik í gærkvöld. Stelpurnar okkar fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á lokamínútu hans en fóru illa með góð færi þegar þau gáfust. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en þær mætast aftur á morgun. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni HM 2019 sem hefst í Makedóníu í nóvember. Ísland hefur ekki komist á stórmót í sex ár og spreytti sig gegn einu af sterkustu liðum heims í gær. Svíar virtust ekki vera tilbúnir að mæta hörkunni í íslenska varnarleiknum í fyrri hálfleik og átti Ísland góðan kafla undir lok hálfleiksins sem skilaði 15-13 forskoti þegar liðin gengu til búningsklefa. Góður kafli Svía í upphafi seinni hálfleiks gat gert út um leikinn en íslenska liðið neitaði að gefast upp. Þær áttu aðra eins rispu undir lok leiksins þegar þær skelltu í lás í varnarleiknum og hleyptu aðeins einu marki inn á síðustu níu mínútunum. Fengu þær þrjú færi til að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Axel Stefánsson, þjálfari liðsins, var ánægður með margt í gær. „Ég er mjög sáttur við frammistöðuna, hvernig við spilum út úr þessu þótt að ég sé svekktur með úrslitin. Maður þarf að geta greint á milli frammistöðu og úrslita, við áttum góðan möguleika á að vinna hér í kvöld en okkur tókst það ekki,“ sagði Axel og hélt áfram: „Við höfum verið að yngja upp hópinn og þetta var framhald af góðu starfi sem hefur verið unnið síðasta árið. Varnarleikurinn var öflugur eins og í síðustu leikjum þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan við vorum saman síðast, við þurfum alltaf að halda sama aga í varnarleiknum og við sýndum í kvöld. Það er hægt að byggja heilmargt á þessu.“ Sóknarleikurinn hefur átt það til að vera hausverkur íslenska liðsins en hann var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. „Við erum að fá inn líkamlega sterkari leikmenn, það hefur verið talað um að það vanti í íslenska leikmenn að vera öflugir í einvígjum en í dag erum við með leikmenn sem þora að keyra á andstæðinga og bera enga virðingu fyrir þeim.“ Arna Sif Pálsdóttir, línumaðurinn öflugi, hrósaði spilamennsku liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast af nýliðunum fyrir landsleikjahléið en það voru miklar framfarir í dag þrátt fyrir tapið og ég er ótrúlega ánægð með liðið. Við spiluðum fasta og góða vörn og vorum agaðar í sóknarleiknum sem hefur oft vantað hjá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira