Ekki áhugi á að afnema milljónahlunnindin Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 29. september 2018 08:45 Andrés Ingi vill ekki afnema núverandi fyrirkomulag. Fréttablaðið/Eyþór Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna, starfsliðs þingflokka, formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingi síðastliðin fimm ár nemur tæplega 110 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Kostnaðurinn var mestur árin 2013 og 2014, rúmar 28 milljónir króna, en hefur síðan þá dregist saman um helming en kostnaðurinn var rétt rúmar 14 milljónir í fyrra. Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna einna hefur minnkað úr tæpum 18 milljónum árið 2013 í rúmar átta í fyrra. Sé litið til starfsliðs þingflokka og formanna flokka hefur kostnaðurinn farið úr rúmri milljón í rúmlega 750.000. Árið í fyrra var þó næstdýrasta árið hjá viðkomandi. Þá hefur kostnaður hjá starfsliði skrifstofu Alþingis helmingast frá 2013, farið úr 9,5 milljónum í tæpar fimm. Langstærstur hluti upphæðarinnar rennur til Símans hf. en í svarinu segir að skrifstofa þingsins leiti ekki tilboða vegna farsíma og nettengingar þingmanna heldur velji þeir þjónustuaðila sjálfir. Hvað starfsmenn skrifstofu þingsins varðar var tilboða leitað hjá Símanum og Vodafone árið 2013 og tilboði Símans tekið. Andrés Ingi segir við Fréttablaðið að lækkun undanfarinna ára endurspegli ef til vill þróun á markaði, en tekur fram að hann hafi ekki náð að skoða svarið almennilega. „Ég bað hins vegar um meðalkostnað til að sjá hvað hver einstaklingur væri að kosta. Það fylgir ekki með þarna þannig að það er pínu erfitt að meta þróunina fyrst maður er bara með heildarstöðuna. Það er kannski pínu klúður hjá mér að hafa ekki orðað þetta skýrar.“ Ekki á að afnema þetta fyrirkomulag að mati Andrésar Inga. Hann segir að símar og góð nettenging séu grundvallarþættir í því að þingmenn og starfsmenn þingsins geti sinnt starfi sínu vel. „Eins og náttúrulega á fleiri vinnustöðum. Ég reikna með því að það sé víða sem fyrirtæki dekki sambærilegan kostnað hjá starfsmönnum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna, starfsliðs þingflokka, formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingi síðastliðin fimm ár nemur tæplega 110 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Kostnaðurinn var mestur árin 2013 og 2014, rúmar 28 milljónir króna, en hefur síðan þá dregist saman um helming en kostnaðurinn var rétt rúmar 14 milljónir í fyrra. Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna einna hefur minnkað úr tæpum 18 milljónum árið 2013 í rúmar átta í fyrra. Sé litið til starfsliðs þingflokka og formanna flokka hefur kostnaðurinn farið úr rúmri milljón í rúmlega 750.000. Árið í fyrra var þó næstdýrasta árið hjá viðkomandi. Þá hefur kostnaður hjá starfsliði skrifstofu Alþingis helmingast frá 2013, farið úr 9,5 milljónum í tæpar fimm. Langstærstur hluti upphæðarinnar rennur til Símans hf. en í svarinu segir að skrifstofa þingsins leiti ekki tilboða vegna farsíma og nettengingar þingmanna heldur velji þeir þjónustuaðila sjálfir. Hvað starfsmenn skrifstofu þingsins varðar var tilboða leitað hjá Símanum og Vodafone árið 2013 og tilboði Símans tekið. Andrés Ingi segir við Fréttablaðið að lækkun undanfarinna ára endurspegli ef til vill þróun á markaði, en tekur fram að hann hafi ekki náð að skoða svarið almennilega. „Ég bað hins vegar um meðalkostnað til að sjá hvað hver einstaklingur væri að kosta. Það fylgir ekki með þarna þannig að það er pínu erfitt að meta þróunina fyrst maður er bara með heildarstöðuna. Það er kannski pínu klúður hjá mér að hafa ekki orðað þetta skýrar.“ Ekki á að afnema þetta fyrirkomulag að mati Andrésar Inga. Hann segir að símar og góð nettenging séu grundvallarþættir í því að þingmenn og starfsmenn þingsins geti sinnt starfi sínu vel. „Eins og náttúrulega á fleiri vinnustöðum. Ég reikna með því að það sé víða sem fyrirtæki dekki sambærilegan kostnað hjá starfsmönnum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira