„Ef þú hefur efni á því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 20:30 Nokkur hundruð þúsund krónur hafa safnast í Votlendissjóð eftir að æ fleiri Íslendingar eru farnir að kolefnisjafna ferðalög sín. Fyrsti einstaklingurinn til að kolefnisjafna sínar ferðir greiddi tíu þúsund krónur í Votlendissjóð fyrir eitt tonn af útblæstri. Votlendissjóður var stofnaður í vor en mun á næstu dögum opna nýja greiðslugátt þar sem gefst kostur á að reikna út kolefnisfótspor vegna ferðalaga sinna í lofti og á landi. Á Íslandi er talið að 2/3 af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá framræstu eða röskuðu votlendi. „Í dag eru komnir einhverjir 100 þúsund kallar sem sagt frá einstaklingum en síðan eru fyrirtæki að koma inn með verulega stærri upphæðir til þess að kolefnisjafna sitt eigið fótspor og það eru auðvitað mörg fyrirtæki sem þurfa að huga að því,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Fjármagnið fer í að fylla upp í gamla skurði sem sjóðurinn hefur fengið leyfi fyrir með það fyrir augum að endurheimta votlendi. „Fólk er ýmist að taka flugferðirnar sínar eða bara einkabílinn en vilja sem sagt leggja eitthvað af mörkum því að það er mikið verk að vinna í að reyna að snúa þessari þróun við,“ segir Ásbjörn. Knattspyrnusamband Íslands var meðal þeirra fyrstu til að styrkja votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferð karlalandsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. „Þeir voru að losa um það bil 60 tonn með ferðalaginu sínu til Rússlands og vildu kolefnisjafna það og lögðu fjármagn á móti og við síðan nýttum í það að loka skurðum úti á Bessastöðum,“ segir Ásbjörn. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og jarðfræðingur var aftur á móti fyrstur einstaklinga til að styrkja Votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferðalag sitt til Hollands. „Ég greiddi 10 þúsund krónur fyrir eitt tonn og þá kolefnisjafnaði ég líka í raun og veru allan minn akstur. Reyndar ek ég um á metani sem er aðeins skárra en á meðan ég á ekki rafmagnsbíl að þá neyðist ég til að gera þetta. Að öðru leyti þá reyni ég að hjóla sem mest til að draga úr akstri af því að bíllinn er líka mjög stór hluti af því sem við erum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef þú hefur efni af því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Nokkur hundruð þúsund krónur hafa safnast í Votlendissjóð eftir að æ fleiri Íslendingar eru farnir að kolefnisjafna ferðalög sín. Fyrsti einstaklingurinn til að kolefnisjafna sínar ferðir greiddi tíu þúsund krónur í Votlendissjóð fyrir eitt tonn af útblæstri. Votlendissjóður var stofnaður í vor en mun á næstu dögum opna nýja greiðslugátt þar sem gefst kostur á að reikna út kolefnisfótspor vegna ferðalaga sinna í lofti og á landi. Á Íslandi er talið að 2/3 af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá framræstu eða röskuðu votlendi. „Í dag eru komnir einhverjir 100 þúsund kallar sem sagt frá einstaklingum en síðan eru fyrirtæki að koma inn með verulega stærri upphæðir til þess að kolefnisjafna sitt eigið fótspor og það eru auðvitað mörg fyrirtæki sem þurfa að huga að því,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Fjármagnið fer í að fylla upp í gamla skurði sem sjóðurinn hefur fengið leyfi fyrir með það fyrir augum að endurheimta votlendi. „Fólk er ýmist að taka flugferðirnar sínar eða bara einkabílinn en vilja sem sagt leggja eitthvað af mörkum því að það er mikið verk að vinna í að reyna að snúa þessari þróun við,“ segir Ásbjörn. Knattspyrnusamband Íslands var meðal þeirra fyrstu til að styrkja votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferð karlalandsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. „Þeir voru að losa um það bil 60 tonn með ferðalaginu sínu til Rússlands og vildu kolefnisjafna það og lögðu fjármagn á móti og við síðan nýttum í það að loka skurðum úti á Bessastöðum,“ segir Ásbjörn. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og jarðfræðingur var aftur á móti fyrstur einstaklinga til að styrkja Votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferðalag sitt til Hollands. „Ég greiddi 10 þúsund krónur fyrir eitt tonn og þá kolefnisjafnaði ég líka í raun og veru allan minn akstur. Reyndar ek ég um á metani sem er aðeins skárra en á meðan ég á ekki rafmagnsbíl að þá neyðist ég til að gera þetta. Að öðru leyti þá reyni ég að hjóla sem mest til að draga úr akstri af því að bíllinn er líka mjög stór hluti af því sem við erum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef þú hefur efni af því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49