Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti í Ráðhúsinu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. september 2018 06:00 Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Félagsskapurinn hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum í gegnum tíðina. Vísir/Eyþór Um þessari mundir eru 20 ár liðin frá stofnun skákfélagsins Hróksins. Á þessum árum hafa Hróksliðar að mestu einbeitt sér að útbreiðslu skáklistarinnar á Íslandi og Grænlandi, þar sem skáklandnám Hróksins hófst árið 2003. Keppnisskapið var sannarlega mikið hjá Hróksliðum í upphafi. Yfirlýst markmið félagsins við stofnun var að senda lið til keppni í 4. deild Íslandsmóts skákfélaga og vinna sig rakleitt á toppinn á minnsta mögulega tíma. Það hafðist og varð Hrókurinn Íslandsmeistari skákfélaga árin 2002, 2003 og 2004.Hrókurinn hefur staðið fyrir skáklandnámi á Grænlandi.Vísir/PjeturÁ undanförnum árum hefur Hrókurinn farið í þúsundir heimsókna í skóla um allt land þar sem skákbókinni Skák og mát hefur verið dreift til fimm árganga þriðjubekkinga. Alls eru þetta 25 þúsund eintök. „Í gegnum 20 ára sögu hefur Hrókurinn heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og staðið fyrir ótal viðburðum, jafnt í skólum, athvörfum, fangelsum, sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra og víðar, undir kjörorðum félagsins: Við erum ein fjölskylda,“ segir í fréttatilkynningu frá Hróknum í tilefni 20 ára afmælisins. Tuttugu ára afmæli Hróksins verður fagnað með margvíslegum hætti. Á miðvikudaginn hefst hátíð í Kullorsuq, sem er 450 manna bær á norðvesturströnd Grænlands. Með í för verða sirkuslistamenn og skákkennari. Dagana 14. og 15. september verður afmælishátíð Hróksins haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Heiðursgestur mótsins er stórmeistarinn Regina Pokorna, sem tefldi með sigursælum sveitum Hróksins á sínum tíma. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, flytur setningarávarp mótsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leikur fyrsta leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Um þessari mundir eru 20 ár liðin frá stofnun skákfélagsins Hróksins. Á þessum árum hafa Hróksliðar að mestu einbeitt sér að útbreiðslu skáklistarinnar á Íslandi og Grænlandi, þar sem skáklandnám Hróksins hófst árið 2003. Keppnisskapið var sannarlega mikið hjá Hróksliðum í upphafi. Yfirlýst markmið félagsins við stofnun var að senda lið til keppni í 4. deild Íslandsmóts skákfélaga og vinna sig rakleitt á toppinn á minnsta mögulega tíma. Það hafðist og varð Hrókurinn Íslandsmeistari skákfélaga árin 2002, 2003 og 2004.Hrókurinn hefur staðið fyrir skáklandnámi á Grænlandi.Vísir/PjeturÁ undanförnum árum hefur Hrókurinn farið í þúsundir heimsókna í skóla um allt land þar sem skákbókinni Skák og mát hefur verið dreift til fimm árganga þriðjubekkinga. Alls eru þetta 25 þúsund eintök. „Í gegnum 20 ára sögu hefur Hrókurinn heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og staðið fyrir ótal viðburðum, jafnt í skólum, athvörfum, fangelsum, sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra og víðar, undir kjörorðum félagsins: Við erum ein fjölskylda,“ segir í fréttatilkynningu frá Hróknum í tilefni 20 ára afmælisins. Tuttugu ára afmæli Hróksins verður fagnað með margvíslegum hætti. Á miðvikudaginn hefst hátíð í Kullorsuq, sem er 450 manna bær á norðvesturströnd Grænlands. Með í för verða sirkuslistamenn og skákkennari. Dagana 14. og 15. september verður afmælishátíð Hróksins haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Heiðursgestur mótsins er stórmeistarinn Regina Pokorna, sem tefldi með sigursælum sveitum Hróksins á sínum tíma. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, flytur setningarávarp mótsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leikur fyrsta leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira