Þörf fyrir þrjár Blönduvirkjanir til ársins 2050 Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2018 07:00 Samkvæmt spá orkustofnunar mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050 Vísir/Anton Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar sem gildir til ársins 2050. Í skýrslu Orkustofnunar, sem unnin er á vegum orkuspárnefndar, er fjallað um raforkunotkun til ársins 2050 og spá frá árinu 2015 endurreiknuð út frá nýju gögnum og breyttum forsendum. Samkvæmt þessari spá mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050. Árleg aukning notkunar er því um 1,8 prósent að meðaltali á ári hverju. Í heildina eykst því notkunin um rúmlega 2.800 gígavattstundir í orku og um 464 megavött í afli. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun um 670 megavött. Blönduvirkjun er um 150 megavött og því þarf að byggja um þrjár slíkar virkjanir á næstu 33 árum. Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur hjá Orkustofnun, segir þessa spá ekki gera ráð fyrir að neinir stórir og orkufrekir aðilar komi inn á markað. Aðeins að haldið verði í við aukna raforkunotkun landsmanna. „Hér erum við aðeins að skoða hvernig raforkukerfið muni líta út á spátímanum miðað við þann iðnað sem fyrir er. Hér gerum við ekki ráð fyrir því að nýir aðilar komi inn með orkufrekan iðnað en það mun þá breyta myndinni talsvert,“ segir Sigurður. Í spánni er einnig gert ráð fyrir aukningu í flutningi raforku til gagnavera og tekið tillit til að orkuskipti í samgöngum hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð var fyrir þremur árum. Á næsta aldarfjórðungi munu stjórnvöld þurfa að svara þeirri spurningu hvers konar virkjanir verði reistar. Ein hugmyndin er Búrfellslundurinn svokallaði. Ofan Búrfells áformar Landsvirkjun stærðarinnar hóp vindrafstöðva. Uppsett afl þeirra er um 200 megavött og gætu þær því séð þjóðinni fyrir tæpum helmingi þessa afls sem upp á vantar til ársins 2050. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar sem gildir til ársins 2050. Í skýrslu Orkustofnunar, sem unnin er á vegum orkuspárnefndar, er fjallað um raforkunotkun til ársins 2050 og spá frá árinu 2015 endurreiknuð út frá nýju gögnum og breyttum forsendum. Samkvæmt þessari spá mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050. Árleg aukning notkunar er því um 1,8 prósent að meðaltali á ári hverju. Í heildina eykst því notkunin um rúmlega 2.800 gígavattstundir í orku og um 464 megavött í afli. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun um 670 megavött. Blönduvirkjun er um 150 megavött og því þarf að byggja um þrjár slíkar virkjanir á næstu 33 árum. Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur hjá Orkustofnun, segir þessa spá ekki gera ráð fyrir að neinir stórir og orkufrekir aðilar komi inn á markað. Aðeins að haldið verði í við aukna raforkunotkun landsmanna. „Hér erum við aðeins að skoða hvernig raforkukerfið muni líta út á spátímanum miðað við þann iðnað sem fyrir er. Hér gerum við ekki ráð fyrir því að nýir aðilar komi inn með orkufrekan iðnað en það mun þá breyta myndinni talsvert,“ segir Sigurður. Í spánni er einnig gert ráð fyrir aukningu í flutningi raforku til gagnavera og tekið tillit til að orkuskipti í samgöngum hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð var fyrir þremur árum. Á næsta aldarfjórðungi munu stjórnvöld þurfa að svara þeirri spurningu hvers konar virkjanir verði reistar. Ein hugmyndin er Búrfellslundurinn svokallaði. Ofan Búrfells áformar Landsvirkjun stærðarinnar hóp vindrafstöðva. Uppsett afl þeirra er um 200 megavött og gætu þær því séð þjóðinni fyrir tæpum helmingi þessa afls sem upp á vantar til ársins 2050.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira