Yfirlögregluþjónn neitar sök um manndráp á Hillsborough Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2018 10:15 Réttarhöldin yfir Duckenfield og Mackrell eiga að hefjast í Preston í janúar. Vísir/Getty Fyrrverandi yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri lýsti sig saklausan af ákæru um að hafa valdið dauða 95 stuðningsmanna Liverpool með vanrækslu í Hillsborough-slysinu í dag. Yfirmaður öryggismála á vellinum lýsti einnig yfir sakleysi þegar mál gegn þeim var tekið fyrir. David Duckenfield stýrði lögregluaðgerðum í kringum undanúrslitaleik í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn Liverpool létu lífið í miklum troðningi í annarri endastúku vallarins. Fyrrverandi yfirlögregluþjónninn er ákærður fyrir að hafa valdið dauða 95 þeirra með meiriháttar vanrækslu. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt lífstíðardóm yfir höfði sér, að sögn The Guardian. Ákærur hafa ekki verið gefnar út vegna dauða eins stuðningsmanns sem lést af heilaskaða fjórum árum eftir slysið. Ástæðan er sú að árið 1989 var ekki hægt að ákæra vegna dauðsfalls sem átti sér stað meira en ári eftir meint brot. Sakaður um að hafa vanrækt öryggisatriði fyrir leikinn Graham Mackrell, fyrrverandi öryggisfulltrúi Sheffield Wednesday, neitaði einnig sök fyrir dómstóli í Preston. Hann er sakaður um að hafa borið ábyrgð á því að félagið hafi ekki samið við lögreglu um hvernig ætti að hleypa stuðningsmönnum Liverpool inn í stúkuna fyrir leikinn. Það stangaðist á við öryggisreglur félagsins fyrir völlinn. Mikil örtröð myndaðist við snúningshlið utan við Leppings Lane-stúkuna þar sem flestir stuðningsmenn Liverpool áttu miða. Þegar í óefni stefndi opnaði lögregla hlið inn í stúkuna. Gríðarlegur troðningur myndaðist þá í stúkunni sem olli dauða hátt í hundrað manns. Mackrell er einnig sakaður um að hafa ekki tryggt að nægilega mörg snúningshlið væru til staðar svo að ekki yrði til flöskuháls við þau á leikdegi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi og sekt. Ákærur á hendur Norman Bettison, lögreglustjóra Suður-Jórvíkurlögreglunnar, voru felldar niður í síðasta mánuði. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum slyssins um viðbrögð lögreglunnar við slysinu. Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Fyrrverandi yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri lýsti sig saklausan af ákæru um að hafa valdið dauða 95 stuðningsmanna Liverpool með vanrækslu í Hillsborough-slysinu í dag. Yfirmaður öryggismála á vellinum lýsti einnig yfir sakleysi þegar mál gegn þeim var tekið fyrir. David Duckenfield stýrði lögregluaðgerðum í kringum undanúrslitaleik í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn Liverpool létu lífið í miklum troðningi í annarri endastúku vallarins. Fyrrverandi yfirlögregluþjónninn er ákærður fyrir að hafa valdið dauða 95 þeirra með meiriháttar vanrækslu. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt lífstíðardóm yfir höfði sér, að sögn The Guardian. Ákærur hafa ekki verið gefnar út vegna dauða eins stuðningsmanns sem lést af heilaskaða fjórum árum eftir slysið. Ástæðan er sú að árið 1989 var ekki hægt að ákæra vegna dauðsfalls sem átti sér stað meira en ári eftir meint brot. Sakaður um að hafa vanrækt öryggisatriði fyrir leikinn Graham Mackrell, fyrrverandi öryggisfulltrúi Sheffield Wednesday, neitaði einnig sök fyrir dómstóli í Preston. Hann er sakaður um að hafa borið ábyrgð á því að félagið hafi ekki samið við lögreglu um hvernig ætti að hleypa stuðningsmönnum Liverpool inn í stúkuna fyrir leikinn. Það stangaðist á við öryggisreglur félagsins fyrir völlinn. Mikil örtröð myndaðist við snúningshlið utan við Leppings Lane-stúkuna þar sem flestir stuðningsmenn Liverpool áttu miða. Þegar í óefni stefndi opnaði lögregla hlið inn í stúkuna. Gríðarlegur troðningur myndaðist þá í stúkunni sem olli dauða hátt í hundrað manns. Mackrell er einnig sakaður um að hafa ekki tryggt að nægilega mörg snúningshlið væru til staðar svo að ekki yrði til flöskuháls við þau á leikdegi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi og sekt. Ákærur á hendur Norman Bettison, lögreglustjóra Suður-Jórvíkurlögreglunnar, voru felldar niður í síðasta mánuði. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum slyssins um viðbrögð lögreglunnar við slysinu.
Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira