Yfirlögregluþjónn neitar sök um manndráp á Hillsborough Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2018 10:15 Réttarhöldin yfir Duckenfield og Mackrell eiga að hefjast í Preston í janúar. Vísir/Getty Fyrrverandi yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri lýsti sig saklausan af ákæru um að hafa valdið dauða 95 stuðningsmanna Liverpool með vanrækslu í Hillsborough-slysinu í dag. Yfirmaður öryggismála á vellinum lýsti einnig yfir sakleysi þegar mál gegn þeim var tekið fyrir. David Duckenfield stýrði lögregluaðgerðum í kringum undanúrslitaleik í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn Liverpool létu lífið í miklum troðningi í annarri endastúku vallarins. Fyrrverandi yfirlögregluþjónninn er ákærður fyrir að hafa valdið dauða 95 þeirra með meiriháttar vanrækslu. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt lífstíðardóm yfir höfði sér, að sögn The Guardian. Ákærur hafa ekki verið gefnar út vegna dauða eins stuðningsmanns sem lést af heilaskaða fjórum árum eftir slysið. Ástæðan er sú að árið 1989 var ekki hægt að ákæra vegna dauðsfalls sem átti sér stað meira en ári eftir meint brot. Sakaður um að hafa vanrækt öryggisatriði fyrir leikinn Graham Mackrell, fyrrverandi öryggisfulltrúi Sheffield Wednesday, neitaði einnig sök fyrir dómstóli í Preston. Hann er sakaður um að hafa borið ábyrgð á því að félagið hafi ekki samið við lögreglu um hvernig ætti að hleypa stuðningsmönnum Liverpool inn í stúkuna fyrir leikinn. Það stangaðist á við öryggisreglur félagsins fyrir völlinn. Mikil örtröð myndaðist við snúningshlið utan við Leppings Lane-stúkuna þar sem flestir stuðningsmenn Liverpool áttu miða. Þegar í óefni stefndi opnaði lögregla hlið inn í stúkuna. Gríðarlegur troðningur myndaðist þá í stúkunni sem olli dauða hátt í hundrað manns. Mackrell er einnig sakaður um að hafa ekki tryggt að nægilega mörg snúningshlið væru til staðar svo að ekki yrði til flöskuháls við þau á leikdegi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi og sekt. Ákærur á hendur Norman Bettison, lögreglustjóra Suður-Jórvíkurlögreglunnar, voru felldar niður í síðasta mánuði. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum slyssins um viðbrögð lögreglunnar við slysinu. Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Fyrrverandi yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri lýsti sig saklausan af ákæru um að hafa valdið dauða 95 stuðningsmanna Liverpool með vanrækslu í Hillsborough-slysinu í dag. Yfirmaður öryggismála á vellinum lýsti einnig yfir sakleysi þegar mál gegn þeim var tekið fyrir. David Duckenfield stýrði lögregluaðgerðum í kringum undanúrslitaleik í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn Liverpool létu lífið í miklum troðningi í annarri endastúku vallarins. Fyrrverandi yfirlögregluþjónninn er ákærður fyrir að hafa valdið dauða 95 þeirra með meiriháttar vanrækslu. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt lífstíðardóm yfir höfði sér, að sögn The Guardian. Ákærur hafa ekki verið gefnar út vegna dauða eins stuðningsmanns sem lést af heilaskaða fjórum árum eftir slysið. Ástæðan er sú að árið 1989 var ekki hægt að ákæra vegna dauðsfalls sem átti sér stað meira en ári eftir meint brot. Sakaður um að hafa vanrækt öryggisatriði fyrir leikinn Graham Mackrell, fyrrverandi öryggisfulltrúi Sheffield Wednesday, neitaði einnig sök fyrir dómstóli í Preston. Hann er sakaður um að hafa borið ábyrgð á því að félagið hafi ekki samið við lögreglu um hvernig ætti að hleypa stuðningsmönnum Liverpool inn í stúkuna fyrir leikinn. Það stangaðist á við öryggisreglur félagsins fyrir völlinn. Mikil örtröð myndaðist við snúningshlið utan við Leppings Lane-stúkuna þar sem flestir stuðningsmenn Liverpool áttu miða. Þegar í óefni stefndi opnaði lögregla hlið inn í stúkuna. Gríðarlegur troðningur myndaðist þá í stúkunni sem olli dauða hátt í hundrað manns. Mackrell er einnig sakaður um að hafa ekki tryggt að nægilega mörg snúningshlið væru til staðar svo að ekki yrði til flöskuháls við þau á leikdegi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi og sekt. Ákærur á hendur Norman Bettison, lögreglustjóra Suður-Jórvíkurlögreglunnar, voru felldar niður í síðasta mánuði. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum slyssins um viðbrögð lögreglunnar við slysinu.
Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira