Seinkun á heimkomu Íslendinga eftir ofsaakstur sem lauk á flugbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2018 14:11 Frá vettvangi í Lyon í dag. Fjölmörgum flugferðum, þeirra á meðal flugi WOW Air frá Lyon til Íslands, þurfti að fresta í dag eftir að lögregla handtók mann sem hafði ekið í leyfisleysi inn á flugbrautina. Maðurinn keyrði á Mercedes Benz bíl sínum í gegnum girðingu og komst á flugbrautina. Bílstjórinn hafði ekið bílnum fleiri kílómetra gegn umferð á A43 hraðbrautinni í nágrenninu. Um tuttugu löggæslufarartæki auk mótorhjóla og þyrlu komu að eftirförinni. Lögregla segir að um flókna aðgerð hafi verið að ræða en vitni segja aðgerðirnar hafa einkennst af óreiðu. Aksturslag mannsins orsakaði árekstra á hraðbrautinni en maðurinn ók bílnum fyrst í gegnum tollahlið áður en hann komst inn á flugbrautina. Hann reyndi að lokum að komast undan á hlaupum en var handtekinn. Enginn mun hafa slasast að því er fram kemur í frétt Guardian. Farþegar í flugi WOW, sem margir hverjir eru íslenskir, munu hafa fengið þau skilaboð að flugvellinum yrði lokað til klukkan sex að staðartíma síðdegis vegna atviksins. Farþegarnir voru komnir um borð í flugvélina þegar atvikið átti sér stað. Voru þau flutt aftur í flugstöðina þar sem þau bíða frekari skilaboða.Á heimasíðu Keflavíkurflugvallar segir að komu til Íslands sé frestað til 19:15 í kvöld. Það kemur heim og saman við brottför sem nú er fyrirhuguð klukkan 17:30 að frönskum tíma, 15:30 að íslenskum tíma.Uppfært klukkan 14:50Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að utanaðkomandi aðili hafi komist í gegnum hlið á vellinum og inn á braut og þar af leiðandi varð flugvöllurinn „óhreinn“. Það þurfti í kjölfarið að rýma flugstöðina og allir farþegar þurftu að fara aftur í gegnum öryggisleit eftir að búið var að tryggja það að völlurinn væri öruggur. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Fjölmörgum flugferðum, þeirra á meðal flugi WOW Air frá Lyon til Íslands, þurfti að fresta í dag eftir að lögregla handtók mann sem hafði ekið í leyfisleysi inn á flugbrautina. Maðurinn keyrði á Mercedes Benz bíl sínum í gegnum girðingu og komst á flugbrautina. Bílstjórinn hafði ekið bílnum fleiri kílómetra gegn umferð á A43 hraðbrautinni í nágrenninu. Um tuttugu löggæslufarartæki auk mótorhjóla og þyrlu komu að eftirförinni. Lögregla segir að um flókna aðgerð hafi verið að ræða en vitni segja aðgerðirnar hafa einkennst af óreiðu. Aksturslag mannsins orsakaði árekstra á hraðbrautinni en maðurinn ók bílnum fyrst í gegnum tollahlið áður en hann komst inn á flugbrautina. Hann reyndi að lokum að komast undan á hlaupum en var handtekinn. Enginn mun hafa slasast að því er fram kemur í frétt Guardian. Farþegar í flugi WOW, sem margir hverjir eru íslenskir, munu hafa fengið þau skilaboð að flugvellinum yrði lokað til klukkan sex að staðartíma síðdegis vegna atviksins. Farþegarnir voru komnir um borð í flugvélina þegar atvikið átti sér stað. Voru þau flutt aftur í flugstöðina þar sem þau bíða frekari skilaboða.Á heimasíðu Keflavíkurflugvallar segir að komu til Íslands sé frestað til 19:15 í kvöld. Það kemur heim og saman við brottför sem nú er fyrirhuguð klukkan 17:30 að frönskum tíma, 15:30 að íslenskum tíma.Uppfært klukkan 14:50Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að utanaðkomandi aðili hafi komist í gegnum hlið á vellinum og inn á braut og þar af leiðandi varð flugvöllurinn „óhreinn“. Það þurfti í kjölfarið að rýma flugstöðina og allir farþegar þurftu að fara aftur í gegnum öryggisleit eftir að búið var að tryggja það að völlurinn væri öruggur.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira