Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2018 18:46 Michelle Dockery leikur eina aðalpersónu þáttanna, lafði Mary Crawley. Vísir/Getty Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. Þessu greindi leikkonan Michelle Dockery frá á Instagram-reikningi sínum í dag en hún fer með hlutverk lafði Mary Crawley, einnar af aðalpersónum þáttanna – og kvikmyndarinnar nýju. „Og við erum byrjuð!“ skrifaði Dockery við myndina, sem virðist sýna hana í gervi lafðinnar. View this post on InstagramAnd...we’re off @downtonabbey_official A post shared by Michelle Dockery (@theladydockers) on Sep 10, 2018 at 9:01am PDT Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að sýningum á samnefndri þáttaröð var hætt árið 2015. Um miðjan júlí síðastliðinn var staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar, og nú virðast tökur einnig hafnar. Frumsýningardagur hefur þó ekki enn verið staðfestur. Í Downton Abbey-kvikmyndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði hennar þó að söguþráðurinn sé enn á huldu. Áðurnefnd Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Leikstjórinn Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. júlí 2018 13:25 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. Þessu greindi leikkonan Michelle Dockery frá á Instagram-reikningi sínum í dag en hún fer með hlutverk lafði Mary Crawley, einnar af aðalpersónum þáttanna – og kvikmyndarinnar nýju. „Og við erum byrjuð!“ skrifaði Dockery við myndina, sem virðist sýna hana í gervi lafðinnar. View this post on InstagramAnd...we’re off @downtonabbey_official A post shared by Michelle Dockery (@theladydockers) on Sep 10, 2018 at 9:01am PDT Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að sýningum á samnefndri þáttaröð var hætt árið 2015. Um miðjan júlí síðastliðinn var staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar, og nú virðast tökur einnig hafnar. Frumsýningardagur hefur þó ekki enn verið staðfestur. Í Downton Abbey-kvikmyndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði hennar þó að söguþráðurinn sé enn á huldu. Áðurnefnd Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Leikstjórinn Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. júlí 2018 13:25 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. júlí 2018 13:25