Martinez: Allt annað lið sem við mætum á morgun Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2018 19:51 Martinez í viðtali við Stöð 2 í kvöld. vísir/skjáskot Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það verði allt annað íslenskt lið sem mætir til leiks á Laugardalsvelli á morgun. Ísland fær eitt besta landslið heims, Belgíu, í heimsókn í Laugardalinn á öðrum leikdegi Þjóðadeildarinnar. Ísland fékk skell gegn Sviss á laugardag. „Þetta verður erfiður leikur og það er alltaf erfitt að mæta liði eins og Íslandi þegar þeir fengu neikvæð úrslit í síðasta leik,” sagði Martinez í samtali við Stöð 2 Sport fyrir æfingu liðsins í kvöld. „Við vitum öll hvaða lið Ísland getur verið. Þeir hafa verið afar heillandi á síðustu tveimur stórmótum. Þeir mættu toppliðum á HM og gerðu vel og 2016 varð þetta lið númer tvö hjá líklega öllum sem horfa á fótbolta.” „Það sem gerðist í Sviss er eitthvað sem gerist í fótbolta af og til. Við vitum að á morgun munum við mæta allt öðru liði.” „Á laugardaginn var Ísland 3-0 undir áður en þeir vissu af og það var lítið sem þeir gátu gert í þessum mörkum. Mér fannst Sviss byrja leikinn frábærlega og höfðu mikil einstaklings gæði.” Martinez segir að liðið sé afar vel skipulagt og að þeir geti ógnað á marga vegu. „Að vera 3-0 yfir setur leikinn í allt aðra stöðu. Íslenska liðið er þekkt fyrir að vera mjög skipulagt í varnarleiknum og með góða leikmenn í skyndisóknum.” „Þeir geta komið þér á óvart á marga vegu svo við búumst við erfiðum leik á morgun eins og Króatía, Úkraína og Króatía og fleiri lið lentu í hérna í undankeppni HM 2018,” en sér hann áhrif Erik Hamren á liðinu? „Reynsla nýja stjórans er öflug á alþjóðavegu. Hver stjóri hefur sínar skoðanir og eru með mismunandi áherslur. Það er klárt að þetta lið tapar ekki því sem þeir voru góðir í á síðustu tveimur stórmótum.” Leikurinn er fyrsti leikur Belgíu í Þjóðadeildinni og Martinez er ánægður með þetta skref. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt skref. Þetta er betra en æfingaleikir og allir leikmenn skipta máli; þú getur fallið eða þú getur unnið medalíur.” „Nú sérðu löndin spila gegn liðum í kringum sig á heimslistanum svo að þetta er möguleiki á að sjá þitt lið keppa til sigurs sem við sáum ekki í æfingaleikjunum.” Þjóðadeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það verði allt annað íslenskt lið sem mætir til leiks á Laugardalsvelli á morgun. Ísland fær eitt besta landslið heims, Belgíu, í heimsókn í Laugardalinn á öðrum leikdegi Þjóðadeildarinnar. Ísland fékk skell gegn Sviss á laugardag. „Þetta verður erfiður leikur og það er alltaf erfitt að mæta liði eins og Íslandi þegar þeir fengu neikvæð úrslit í síðasta leik,” sagði Martinez í samtali við Stöð 2 Sport fyrir æfingu liðsins í kvöld. „Við vitum öll hvaða lið Ísland getur verið. Þeir hafa verið afar heillandi á síðustu tveimur stórmótum. Þeir mættu toppliðum á HM og gerðu vel og 2016 varð þetta lið númer tvö hjá líklega öllum sem horfa á fótbolta.” „Það sem gerðist í Sviss er eitthvað sem gerist í fótbolta af og til. Við vitum að á morgun munum við mæta allt öðru liði.” „Á laugardaginn var Ísland 3-0 undir áður en þeir vissu af og það var lítið sem þeir gátu gert í þessum mörkum. Mér fannst Sviss byrja leikinn frábærlega og höfðu mikil einstaklings gæði.” Martinez segir að liðið sé afar vel skipulagt og að þeir geti ógnað á marga vegu. „Að vera 3-0 yfir setur leikinn í allt aðra stöðu. Íslenska liðið er þekkt fyrir að vera mjög skipulagt í varnarleiknum og með góða leikmenn í skyndisóknum.” „Þeir geta komið þér á óvart á marga vegu svo við búumst við erfiðum leik á morgun eins og Króatía, Úkraína og Króatía og fleiri lið lentu í hérna í undankeppni HM 2018,” en sér hann áhrif Erik Hamren á liðinu? „Reynsla nýja stjórans er öflug á alþjóðavegu. Hver stjóri hefur sínar skoðanir og eru með mismunandi áherslur. Það er klárt að þetta lið tapar ekki því sem þeir voru góðir í á síðustu tveimur stórmótum.” Leikurinn er fyrsti leikur Belgíu í Þjóðadeildinni og Martinez er ánægður með þetta skref. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt skref. Þetta er betra en æfingaleikir og allir leikmenn skipta máli; þú getur fallið eða þú getur unnið medalíur.” „Nú sérðu löndin spila gegn liðum í kringum sig á heimslistanum svo að þetta er möguleiki á að sjá þitt lið keppa til sigurs sem við sáum ekki í æfingaleikjunum.”
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira